Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 09:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og móðir hennar, Fjóla Rún Þorleifsdóttir, fagna þýska meistaratitlinum síðasta vor. instagram-síða karólínu Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 gekk Karólína í raðir þýska stórliðsins Bayern München. Í júlí 2021 samdi Glódís Perla Viggósdóttir við Bayern og í janúar á þessu ári bættist markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir í hópinn. Karólína segir gott að hafa stuðning frá stöllum sínum í íslenska landsliðinu og það hjálpi mikið eftir erfiða fyrstu mánuði hjá Bayern. „Það er allt annað. Fyrstu sex mánuðirnir voru mjög erfiðir. Ég þori alveg að segja að mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Núna er ég með tvo Íslendinga með mér, þannig það er allt annað líf að vera þarna núna. Þetta er orðin lítil fjölskylda. Ég er meira með þeim en minni eigin fjölskyldu. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tvo Íslendinga með.“ Mótlætið gerir mann sterkari Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf spilað mikið með Bayern hefur Karólína bætt sig mikið síðan hún fór til liðsins. „Bæði tæknilega og svo hlaupagetan meiri. Þegar maður kemur út í atvinnumennsku reynir maður bara að einbeita sér hundrað prósent að fótboltanum. Maður æfir með mögnuðum leikmönnum og það hjálpar mér þegar ég kem inn í landsliðið, þá er ég vanari hærra tempói. Það er erfitt að segja sjálf en ég hef heyrt að fólk sér mun á mér sem er bara jákvætt,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína um Bayern München „Ég er að keppa við bestu miðjumenn í heimi þannig að það er erfitt að fá spiltíma. En mótlætið gerir mann sterkari og þá er maður betur undirbúinn fyrir landsliðið, þegar maður fær spiltíma.“ Karólína kveðst ánægð með þetta stóra skref sem hún tók, að fara úr íslensku deildinni í eitt besta lið heims. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að fara á lán til liðs í aðeins lakari deild til að fá fleiri mínútur. Milliskrefið ekki málið fyrir mig „Ég fór strax til Bayern frá Breiðabliki. Svo hefur verið mikið mótlæti en mér finnst ég hafa bætt mig þótt ég hafi ekki fengið nógu mikinn spiltíma. En það er alltaf hægt að segja: hún hefði átt að fara á lán en það var ekki í boði fyrir mig. Ég fékk ekki að fara þannig ég þurfti að vera mjög sterk andlega,“ sagði Karólína. „Ég hef bætt mig mikið í líkamlega þættinum; meiri tími í líkamsrækt þegar maður er ekki að spila. En þetta milliskref var ekki alveg málið fyrir mig þótt það sé kannski auðveldara en að fara beint í stærstu deildina.“ Þýski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 gekk Karólína í raðir þýska stórliðsins Bayern München. Í júlí 2021 samdi Glódís Perla Viggósdóttir við Bayern og í janúar á þessu ári bættist markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir í hópinn. Karólína segir gott að hafa stuðning frá stöllum sínum í íslenska landsliðinu og það hjálpi mikið eftir erfiða fyrstu mánuði hjá Bayern. „Það er allt annað. Fyrstu sex mánuðirnir voru mjög erfiðir. Ég þori alveg að segja að mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Núna er ég með tvo Íslendinga með mér, þannig það er allt annað líf að vera þarna núna. Þetta er orðin lítil fjölskylda. Ég er meira með þeim en minni eigin fjölskyldu. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tvo Íslendinga með.“ Mótlætið gerir mann sterkari Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf spilað mikið með Bayern hefur Karólína bætt sig mikið síðan hún fór til liðsins. „Bæði tæknilega og svo hlaupagetan meiri. Þegar maður kemur út í atvinnumennsku reynir maður bara að einbeita sér hundrað prósent að fótboltanum. Maður æfir með mögnuðum leikmönnum og það hjálpar mér þegar ég kem inn í landsliðið, þá er ég vanari hærra tempói. Það er erfitt að segja sjálf en ég hef heyrt að fólk sér mun á mér sem er bara jákvætt,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína um Bayern München „Ég er að keppa við bestu miðjumenn í heimi þannig að það er erfitt að fá spiltíma. En mótlætið gerir mann sterkari og þá er maður betur undirbúinn fyrir landsliðið, þegar maður fær spiltíma.“ Karólína kveðst ánægð með þetta stóra skref sem hún tók, að fara úr íslensku deildinni í eitt besta lið heims. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að fara á lán til liðs í aðeins lakari deild til að fá fleiri mínútur. Milliskrefið ekki málið fyrir mig „Ég fór strax til Bayern frá Breiðabliki. Svo hefur verið mikið mótlæti en mér finnst ég hafa bætt mig þótt ég hafi ekki fengið nógu mikinn spiltíma. En það er alltaf hægt að segja: hún hefði átt að fara á lán en það var ekki í boði fyrir mig. Ég fékk ekki að fara þannig ég þurfti að vera mjög sterk andlega,“ sagði Karólína. „Ég hef bætt mig mikið í líkamlega þættinum; meiri tími í líkamsrækt þegar maður er ekki að spila. En þetta milliskref var ekki alveg málið fyrir mig þótt það sé kannski auðveldara en að fara beint í stærstu deildina.“
Þýski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira