Lýsa helvíti á jörð í Mariupol Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2022 19:20 Ölduð kona fær aðstoð við að borða í borginni Zaporizhzhia eftir að hafa komist á brott frá Mariupol. AP/Evgeniy Maloletka Óbreyttir borgarar sem komust frá Mariupol um helgina lýsa aðstæðum þar sem algeru helvíti. Rússar hafa byrjað árásir á stáliðjuver borgarinnar á ný. Forsætisráðherra Bretlands sagðist sannfærður um sigur Úkraínu í stríðinu við Rússa þegar hann ávarpaði þing landsins í dag. Sveitum Rauða krossins og Sameinuðu þjóðanna tókst að koma nokkrum tugum óbreyttra borgara frá Mariupol um helgina sem hafði þá leitað skjóls fyrir gegndarlausum árásum Rússa í gögnum undir stáliðjuveri borgarinnar vikum saman. Fyrstu rúturnar komu til Zaporizhzhia í dag þar sem fólk krafðist þess að hermenn sem enn væru innikróaðir í stáliðjuverinu yrðu einnig aðstoðaðir við að komast þaðan. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði í Saforisía ídag að enn væru tugir og jafnvel hundruð óbreyttra borgara ístáliðjuverinu þar af margir illa særðir. Rússar krefðust skipta á rússneskum hermönnum fyrir óbreytta borgara sem væri brot á Genfarsáttmálanum. Það voru tilfinningaleg augnablik þegar ættingjar tóku á móti sínu fólki sem loks náði að komast frá hryllingnum í Mariupol.AP/Francisco Seco Pascal Hundt fulltrúi Rauða krossins á svæðinu segir Rússa hafa hindrað bottflutning fleiri óbreyttra borgara sem vildu komast burt. „En við hefðum vonað að miklu fleiri gætu komist í bílalestina og komist frá þessu helvíti.“ segir Hundt. Lýsingar þeirra sem þó komust burt væru hræðilegar. Fólk kæmist ekki undan vegna stöðugra stórskotaliðs- og loftárása Rússa á stáliðjuverið. „Þess vegna höfum við áhyggjur og þess vegna höfum við ítrekað hvatt til svipaðra aðgerða. Það er mjög áríðandi,“ segir Hundt. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands var vel fagnað þegar hann ávarpaði úkraínska þingið í dag þar sem hann sagðist sannfærður um sigur Úkraínumanna.AP/úkraínska þingið Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hét Úkraínumönnum frekari hernaðaraðstoð upp á 300 milljónir punda, eða 49 milljarða króna, þegar hann ávarpaði fyrstur vestrænna leiðtoga úkraínska þingið með fjarfundabúnaði í dag. Putin hefði sáð fræjum hörmunga fyrir land sitt með innrásinni í Úkraínu. Stríðið snérist rétt Úkraínu til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. „Þetta snýst um úkraínskt lýðræði gegn einræði Pútíns. Þetta snýst um frelsi gegn kúgun. Þetta snýst um hið rétta gegn hinu ranga. Þetta snýst um hið góða gegn hinu illa. Það er þess vegna sem Úkraína verður að vinna." sagði Johnson meðal annars. Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Frans páfi sakar Nató um að „gelta við dyr Rússlands“ Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. 3. maí 2022 07:26 Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. 2. maí 2022 11:19 Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. 1. maí 2022 07:40 Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. 29. apríl 2022 19:21 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Sveitum Rauða krossins og Sameinuðu þjóðanna tókst að koma nokkrum tugum óbreyttra borgara frá Mariupol um helgina sem hafði þá leitað skjóls fyrir gegndarlausum árásum Rússa í gögnum undir stáliðjuveri borgarinnar vikum saman. Fyrstu rúturnar komu til Zaporizhzhia í dag þar sem fólk krafðist þess að hermenn sem enn væru innikróaðir í stáliðjuverinu yrðu einnig aðstoðaðir við að komast þaðan. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði í Saforisía ídag að enn væru tugir og jafnvel hundruð óbreyttra borgara ístáliðjuverinu þar af margir illa særðir. Rússar krefðust skipta á rússneskum hermönnum fyrir óbreytta borgara sem væri brot á Genfarsáttmálanum. Það voru tilfinningaleg augnablik þegar ættingjar tóku á móti sínu fólki sem loks náði að komast frá hryllingnum í Mariupol.AP/Francisco Seco Pascal Hundt fulltrúi Rauða krossins á svæðinu segir Rússa hafa hindrað bottflutning fleiri óbreyttra borgara sem vildu komast burt. „En við hefðum vonað að miklu fleiri gætu komist í bílalestina og komist frá þessu helvíti.“ segir Hundt. Lýsingar þeirra sem þó komust burt væru hræðilegar. Fólk kæmist ekki undan vegna stöðugra stórskotaliðs- og loftárása Rússa á stáliðjuverið. „Þess vegna höfum við áhyggjur og þess vegna höfum við ítrekað hvatt til svipaðra aðgerða. Það er mjög áríðandi,“ segir Hundt. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands var vel fagnað þegar hann ávarpaði úkraínska þingið í dag þar sem hann sagðist sannfærður um sigur Úkraínumanna.AP/úkraínska þingið Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hét Úkraínumönnum frekari hernaðaraðstoð upp á 300 milljónir punda, eða 49 milljarða króna, þegar hann ávarpaði fyrstur vestrænna leiðtoga úkraínska þingið með fjarfundabúnaði í dag. Putin hefði sáð fræjum hörmunga fyrir land sitt með innrásinni í Úkraínu. Stríðið snérist rétt Úkraínu til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. „Þetta snýst um úkraínskt lýðræði gegn einræði Pútíns. Þetta snýst um frelsi gegn kúgun. Þetta snýst um hið rétta gegn hinu ranga. Þetta snýst um hið góða gegn hinu illa. Það er þess vegna sem Úkraína verður að vinna." sagði Johnson meðal annars.
Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Frans páfi sakar Nató um að „gelta við dyr Rússlands“ Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. 3. maí 2022 07:26 Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. 2. maí 2022 11:19 Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. 1. maí 2022 07:40 Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. 29. apríl 2022 19:21 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Vaktin: Frans páfi sakar Nató um að „gelta við dyr Rússlands“ Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. 3. maí 2022 07:26
Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. 2. maí 2022 11:19
Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. 1. maí 2022 07:40
Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. 29. apríl 2022 19:21