Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 4. maí 2022 20:08 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Arnar Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Verðbólga mældist þá 7,2% í apríl og horfur hafa versnað verulega. Enn sem fyrr vegur hækkun húsnæðisverðs og annarra innlendra kostnaðarliða þungt auk þess sem alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur hækkað mikið. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þessa vaxtahækkun þýða kostnaðarauka fyrir launafólk. „Þetta er svo sannarlega ekki sá stöðugi grunnur sem Seðlabankinn er að byggja framhaldið á. Við erum núna að leggja lokahönd á kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga og nú þurfum við að setjast niður og reikna út, því þessi vaxtahækkun þýðir kostnaðarauka fyrir okkar félagsfólk. Við munum hreinlega bara bæta því við okkar kröfugerð. Það er ljóst að þessi grunnur er ekki góður,“ sagði Ragnar Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hækkunina ekki standast neina skoðun. „Við getum bara tekið fyrirtækin [í landinu] sem skulda fimm þúsund milljarða. Eitt prósent vaxtaauki á fyrirtækin eru fimmtíu milljarðar. Það jafngildir fimm prósenta launahækkun og ég get ekki séð hvernig Seðlabankinn getur réttlætt að auka á kostnað fyrirtækjanna með þessum hætti, með vaxtaálagi, frekar heldur en launahækkun. Þetta stenst enga skoðun,“ segir Ragnar. Munið þið fara fram með kröfu um að bæta þetta í komandi kjarasamningum? „Að sjálfsögðu gerum við það, þetta er fáránlegt útspil,“ segir Ragnar. Hann segir skýringar Seðlabankans á vaxtahækkunum um að þær skýrist af innfluttri verðbólgu ekki standast skoðun. „Það hlýtur að vera fréttnæmt í útlöndum ef Seðlabanki á Íslandi telur sig geta barist gegn verðhækkunum á bæði olíu, hrávöruverði, flutningum og fleira, með því að hækka stýrivexti á Íslandi,“ segir Ragnar. „Það er hægt að finna margar aðrar leiðir til þess að stemma stigu við húsnæðismarkaðinn, meðal annars að byggja eða mörgum þeim tækjum sem Seðlabankinn hefur, í stað þess að refsa almenningi og fyrirtækjum í landinu með þessu glórulausa útspili.“ Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Verðbólga mældist þá 7,2% í apríl og horfur hafa versnað verulega. Enn sem fyrr vegur hækkun húsnæðisverðs og annarra innlendra kostnaðarliða þungt auk þess sem alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur hækkað mikið. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þessa vaxtahækkun þýða kostnaðarauka fyrir launafólk. „Þetta er svo sannarlega ekki sá stöðugi grunnur sem Seðlabankinn er að byggja framhaldið á. Við erum núna að leggja lokahönd á kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga og nú þurfum við að setjast niður og reikna út, því þessi vaxtahækkun þýðir kostnaðarauka fyrir okkar félagsfólk. Við munum hreinlega bara bæta því við okkar kröfugerð. Það er ljóst að þessi grunnur er ekki góður,“ sagði Ragnar Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hækkunina ekki standast neina skoðun. „Við getum bara tekið fyrirtækin [í landinu] sem skulda fimm þúsund milljarða. Eitt prósent vaxtaauki á fyrirtækin eru fimmtíu milljarðar. Það jafngildir fimm prósenta launahækkun og ég get ekki séð hvernig Seðlabankinn getur réttlætt að auka á kostnað fyrirtækjanna með þessum hætti, með vaxtaálagi, frekar heldur en launahækkun. Þetta stenst enga skoðun,“ segir Ragnar. Munið þið fara fram með kröfu um að bæta þetta í komandi kjarasamningum? „Að sjálfsögðu gerum við það, þetta er fáránlegt útspil,“ segir Ragnar. Hann segir skýringar Seðlabankans á vaxtahækkunum um að þær skýrist af innfluttri verðbólgu ekki standast skoðun. „Það hlýtur að vera fréttnæmt í útlöndum ef Seðlabanki á Íslandi telur sig geta barist gegn verðhækkunum á bæði olíu, hrávöruverði, flutningum og fleira, með því að hækka stýrivexti á Íslandi,“ segir Ragnar. „Það er hægt að finna margar aðrar leiðir til þess að stemma stigu við húsnæðismarkaðinn, meðal annars að byggja eða mörgum þeim tækjum sem Seðlabankinn hefur, í stað þess að refsa almenningi og fyrirtækjum í landinu með þessu glórulausa útspili.“
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51
Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28