Elliðaárstöð brumar Birna Bragadóttir skrifar 5. maí 2022 13:00 Það er ekkert minna en yndislegt að hefja vinnudaginn í Elliðaárdal þessa dagana. Gróðurilmur er sem óðast að fylla loftið, græni liturinn að breiðast út, göngufólk eða skokkarar á ferð sem bjóða góðan daginn, hoplax líður letilega um strauminn undir göngubrúnni og verkefnið sem mér þykir svo vænt um – Elliðaárstöð – er líka að bruma í vorloftinu. Vagga veitnanna Það var fyrir tveimur og hálfu ári að Orkuveita Reykjavíkur lagði upp í þann leiðangur að nýta húsakost hinnar aldargömlu Rafstöðvar Reykvíkinga við Elliðaár til að byggja upp nýjan áfangastað í dalnum, sem nú þegar er trúlega vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa og nærsveitafólks. Áfangastað þar sem veitt er innsýn í það galdraverk sem hin nauðsynlega þjónusta ósýnilegra veitukerfanna færir okkur, þar sem iðn- og tæknistörfin sem halda þessum kerfum gangandi eru kynnt og áfangastað þar sem 113 ára sögu veitnanna eru gerð skil. Veigamesti veiturekstur borgarinnar á allur samastað í Elliðaárdal og því köllum við hann stundum vöggu veitnanna. Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar. Gömul hús fá nýtt hlutverk Þá var að framkvæma. Móta landið, gera upp hluta gömlu friðuðu húsanna og byrja að taka á móti fólki. Þrátt fyrir að enn vanti nokkuð upp á svæðið hafi fengið þann svip sem stefnt er að, höfum við tekið á móti hundruðum skólabarna og annarra gesta, meðal annars á HönnunarMars á kóvidárinu 2021, Barnamenningarhátíð þar sem börn fræddust um orku og vísindi í gegnum sirkuslistir og samstarfsverkefni við Árbæjarskóla þar sem nemendur í 10. bekk fá að kynnast fjölbreyttum störfum og verkefnum í iðn- og tæknigreinum í heilan vetur. Framundan er frekari frágangur á svæðinu kringum Rafstöðina og meðal annars uppsetning á jarðborum sem leikið hafa lykilhlutverk í færa okkur heitt vatn úr iðrum jarðar í hitaveituna okkar. Í undirbúningi er líka að auglýsa eftir rekstaraðilum á veitingarekstri í kaffihúsi sem verður í húsakynnum þar sem vélstjórarnir sem héldu Rafstöðinni gangandi héldu kýr og hænur, enda langt að fara inn til Reykjavíkur eftir slíku lengst af síðustu öld. Samstaða bakhjarla Þrátt fyrir faraldurinn hefur verkefnið gengið vel. Þó það hafi tafist svolítið stendur útkoman hingað til rúmlega undir væntingum og kostnaður er á áætlun. Heildarkostnaður við verkefnið er um 800 milljónir króna, en 550 milljónum króna þegar verið varið í þetta fjárfestingarverkefni meiri lífsgæða. Seint á þessu ári verður Elliðaárstöð á rafstöðvarreitnum við Elliðaár því búin að fá sinn nýja svip. Farsæld þessa verkefnis hefur ekki síst byggst á því að alger samstaða hefur verið um það meðal bakhjarla þess, stjórnar og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Stuðningur meðal íbúa í Árbænum, vegfarenda um Elliðaárdal, veiðifólks og annarra hagsmunaaðila hefur svo hjálpað okkur óendanlega mikið í ýmsum útfærslum sem máli skipta. Velkomin í dalinn um helgina Nú um helgina er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra unnendur Elliðaárdalsins að kynna sér Elliðaárstöðvarverkefnið. Við erum með á HönnunarMars í annað sinn og hvorttveggja á laugardag og sunnudag er hægt að velja á milli nokkurra skipulagðra viðburða þar sem Elliðáarstöðvarverkefnið er kynnt. Hönnunarteymið Terta sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni leiða gesti um svæðið og segja frá hönnunarnálgun sinni í verkefinu, einnig fá gestir að upplifa tónverk á dórófón í einstökum vélarsal Elliðaárstöðvar, auk fleiri viðburða sem glæða svæðið lífi. Það er brum á trjánum og gott ef Elliðaárstöð er ekki bara farin að laufgast. Verið velkomin. Höfundur er forstöðukona Elliðaárstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Reykjavík HönnunarMars Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekkert minna en yndislegt að hefja vinnudaginn í Elliðaárdal þessa dagana. Gróðurilmur er sem óðast að fylla loftið, græni liturinn að breiðast út, göngufólk eða skokkarar á ferð sem bjóða góðan daginn, hoplax líður letilega um strauminn undir göngubrúnni og verkefnið sem mér þykir svo vænt um – Elliðaárstöð – er líka að bruma í vorloftinu. Vagga veitnanna Það var fyrir tveimur og hálfu ári að Orkuveita Reykjavíkur lagði upp í þann leiðangur að nýta húsakost hinnar aldargömlu Rafstöðvar Reykvíkinga við Elliðaár til að byggja upp nýjan áfangastað í dalnum, sem nú þegar er trúlega vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa og nærsveitafólks. Áfangastað þar sem veitt er innsýn í það galdraverk sem hin nauðsynlega þjónusta ósýnilegra veitukerfanna færir okkur, þar sem iðn- og tæknistörfin sem halda þessum kerfum gangandi eru kynnt og áfangastað þar sem 113 ára sögu veitnanna eru gerð skil. Veigamesti veiturekstur borgarinnar á allur samastað í Elliðaárdal og því köllum við hann stundum vöggu veitnanna. Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar. Gömul hús fá nýtt hlutverk Þá var að framkvæma. Móta landið, gera upp hluta gömlu friðuðu húsanna og byrja að taka á móti fólki. Þrátt fyrir að enn vanti nokkuð upp á svæðið hafi fengið þann svip sem stefnt er að, höfum við tekið á móti hundruðum skólabarna og annarra gesta, meðal annars á HönnunarMars á kóvidárinu 2021, Barnamenningarhátíð þar sem börn fræddust um orku og vísindi í gegnum sirkuslistir og samstarfsverkefni við Árbæjarskóla þar sem nemendur í 10. bekk fá að kynnast fjölbreyttum störfum og verkefnum í iðn- og tæknigreinum í heilan vetur. Framundan er frekari frágangur á svæðinu kringum Rafstöðina og meðal annars uppsetning á jarðborum sem leikið hafa lykilhlutverk í færa okkur heitt vatn úr iðrum jarðar í hitaveituna okkar. Í undirbúningi er líka að auglýsa eftir rekstaraðilum á veitingarekstri í kaffihúsi sem verður í húsakynnum þar sem vélstjórarnir sem héldu Rafstöðinni gangandi héldu kýr og hænur, enda langt að fara inn til Reykjavíkur eftir slíku lengst af síðustu öld. Samstaða bakhjarla Þrátt fyrir faraldurinn hefur verkefnið gengið vel. Þó það hafi tafist svolítið stendur útkoman hingað til rúmlega undir væntingum og kostnaður er á áætlun. Heildarkostnaður við verkefnið er um 800 milljónir króna, en 550 milljónum króna þegar verið varið í þetta fjárfestingarverkefni meiri lífsgæða. Seint á þessu ári verður Elliðaárstöð á rafstöðvarreitnum við Elliðaár því búin að fá sinn nýja svip. Farsæld þessa verkefnis hefur ekki síst byggst á því að alger samstaða hefur verið um það meðal bakhjarla þess, stjórnar og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Stuðningur meðal íbúa í Árbænum, vegfarenda um Elliðaárdal, veiðifólks og annarra hagsmunaaðila hefur svo hjálpað okkur óendanlega mikið í ýmsum útfærslum sem máli skipta. Velkomin í dalinn um helgina Nú um helgina er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra unnendur Elliðaárdalsins að kynna sér Elliðaárstöðvarverkefnið. Við erum með á HönnunarMars í annað sinn og hvorttveggja á laugardag og sunnudag er hægt að velja á milli nokkurra skipulagðra viðburða þar sem Elliðáarstöðvarverkefnið er kynnt. Hönnunarteymið Terta sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni leiða gesti um svæðið og segja frá hönnunarnálgun sinni í verkefinu, einnig fá gestir að upplifa tónverk á dórófón í einstökum vélarsal Elliðaárstöðvar, auk fleiri viðburða sem glæða svæðið lífi. Það er brum á trjánum og gott ef Elliðaárstöð er ekki bara farin að laufgast. Verið velkomin. Höfundur er forstöðukona Elliðaárstöðvar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun