Pavel leikur hundraðasta leikinn sinn í úrslitakeppni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 13:30 Pavel Ermolinskij í leik með Valsmönnum sem hafa ekki orðið Íslandmeistarar í 39 ár. Vísir/Vilhelm Valsmaðurinn Pavel Ermolinskij verður í kvöld aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að spila hundrað leiki í úrslitakeppni karla í körfubolta. Hundraðasti leikur Pavels í úrslitakeppni verður jafnframt fyrsti leikur karlaliðs Vals í úrslitaeinvígi í þrjátíu ár. Leikur eitt í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls í úrslitakeppni karla hefst klukkan 20.30 í Origo-höllinni en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00 á sömu stöð og leikurinn verður síðan gerður upp að honum loknum. Pavel og félagar í Valsliðinu hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni sem er ekki algengt. Hundraðasti leikur hans hefði því að öllu eðlilegu átt að koma í undanúrslitunum en það hefur bara enginn ráðið við Valsliðið í þessari úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu þannig Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn út úr undanúrslitunum með þremur sigrum með 11,3 stigum að meðaltali og það þrátt fyrir að leik tvo leikjanna á útivelli. Pavel lék sinn fyrsta leik í úrslitakeppni með ÍR-ingum vorið 2003 en þegar hann kom aftur heim eftir atvinnumennsku þá fór hann í KR. Hann lék í KR frá 2010 til 2011 og náði þar tveimur úrslitakeppnum og eftir tvö ár í Svíþjóð kom hann heim og var lykilmaður þegar KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel hefur síðan leikið með Val í þrjú tímabil. Á öðru árinu komst liðið í úrslitakeppni í fyrsta sinn í 29 ár og nú er liðið komið í lokaúrslit í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Pavel er kominn í lokaúrslitin í áttunda skipti en hann hefur aldrei tapað þar. Pavel varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019. Þetta þýðir um leið að Pavel hefur verið í sigurliði í 73 af 99 leikjum sínum í úrslitakeppni sem þýðir að sigurhlutfall liða með hann innanborðs er 74 prósent. Pavel er ekki sá eini í einvíginu sem nær væntanlega hundrað leikjum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur sinn 99. leik í úrslitakeppni í kvöld. Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Hundraðasti leikur Pavels í úrslitakeppni verður jafnframt fyrsti leikur karlaliðs Vals í úrslitaeinvígi í þrjátíu ár. Leikur eitt í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls í úrslitakeppni karla hefst klukkan 20.30 í Origo-höllinni en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00 á sömu stöð og leikurinn verður síðan gerður upp að honum loknum. Pavel og félagar í Valsliðinu hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni sem er ekki algengt. Hundraðasti leikur hans hefði því að öllu eðlilegu átt að koma í undanúrslitunum en það hefur bara enginn ráðið við Valsliðið í þessari úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu þannig Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn út úr undanúrslitunum með þremur sigrum með 11,3 stigum að meðaltali og það þrátt fyrir að leik tvo leikjanna á útivelli. Pavel lék sinn fyrsta leik í úrslitakeppni með ÍR-ingum vorið 2003 en þegar hann kom aftur heim eftir atvinnumennsku þá fór hann í KR. Hann lék í KR frá 2010 til 2011 og náði þar tveimur úrslitakeppnum og eftir tvö ár í Svíþjóð kom hann heim og var lykilmaður þegar KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel hefur síðan leikið með Val í þrjú tímabil. Á öðru árinu komst liðið í úrslitakeppni í fyrsta sinn í 29 ár og nú er liðið komið í lokaúrslit í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Pavel er kominn í lokaúrslitin í áttunda skipti en hann hefur aldrei tapað þar. Pavel varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019. Þetta þýðir um leið að Pavel hefur verið í sigurliði í 73 af 99 leikjum sínum í úrslitakeppni sem þýðir að sigurhlutfall liða með hann innanborðs er 74 prósent. Pavel er ekki sá eini í einvíginu sem nær væntanlega hundrað leikjum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur sinn 99. leik í úrslitakeppni í kvöld. Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir
Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti