Flokkur fólksins útilokar ekki að setja tímabundið leiguþak Kolbrún Baldursdóttir og Helga Þórðardóttir skrifa 7. maí 2022 22:01 Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Reykjavík á nóg land undir lóðir og við í Flokki fólksins viljum nýta það og hafa lóðirnar á kostnaðarverði. Við viljum tryggja óhagnaðardrifnum íbúða- og leigufélögum aðgang aðhagkvæmum lóðumþannigað þau geti nýtt sér stofnfjárframlög ríkisins. Sú er því miður ekki raunin í dag. Með því að stórauka framboð á leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum í húsnæðis-samvinnufélögum má draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði. Aukið framboð og aukin fjölbreytni á rekstrarformi dregur úr vægi fjárfesta og spákaupmanna á íbúðamarkaðnum. Hvað þýðir „óhagnaðardrifinn“ rekstur og hvernig tryggjum við sanngjarna húsaleigu? Óhagnaðardrifinn rekstur stendur undir kostnaði og ef einhver afgangur verður þá rennur hann til neytendanna en ekki til fjárfesta eða eigenda. Þannig myndi hagnaður í óhagnaðardrifnu leigufélagi nýtast til lækkunar húsaleigu. Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal okkar í Flokki fólksins að lögfesta sams konar kröfur um greiðslumat vegna leigusamninga og gilda vegna lánasamninga. Þannig yrði tryggt að enginn þyrfti að búa við íþyngjandi húsnæðiskostnaði í formi leigu. Þar sem stór hluti leigjenda býr nú þegar við íþyngjandi húsnæðiskostnað myndi það jafnframt skapa hvata fyrir leigusala til að stilla leiguverði í hóf því annars myndu þeir ekki fá neina leigjendur sem stæðust greiðslumat. Okkur finnst þetta skemmtileg hugmynd og langar að kasta henni fram hér til hugleiðingar. Gaman væri að heyra skoðun leigjenda á henni og sem flestum öðrum einnig. Tryggja þarf öryggi leigjenda og réttindi þeirra Réttindi leigjenda, sem ætlað er að tryggja húsnæðisöryggi þeirra, eru lögbundin. Til að efla þau réttindi þyrfti að gera lagabreytingar á Alþingi. Flokkur fólksins er í stjórnarandstöðu á Alþingi og berst fyrir réttindum leigjenda á þeim vettvangi. Ásamt því að tryggja verður sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda útilokar Flokkur fólksins ekki að setja á leiguþak tímabundið meðan ástandið á húsnæðismarkaði er sem verst. Flokkur fólksins er með frumvarp á Alþingi um að frysta verðtryggingu á húsnæðislánum og leigusamningum í eitt ár. Í raun má segja að það frumvarp gangi út á að setja á tímabundið leiguþak enda eru langflestir leigusamningar verðtryggðir. Margir leigjendur berjast í bökkum. Leigjendur greiða allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Á meðan ástandið er svo slæmt þarf að auka beinan stuðning við leigjendur í formi húsnæðisbóta. AirBnb-væðing Hægt er að takmarka „AirBnb-væðingu“ og það hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti. Hversu langt skuli ganga í því er svo önnur spurning, en erlendis frá eru fordæmi fyrir því að hreinlega banna slíka starfsemi á svæðum þar sem er skortur á húsnæði fyrir almenna borgara. Að húsnæði standi tómt getur verið af mismunandi ástæðum. Oft er um að ræða húsnæði sem þarfnast mikilla og kostnaðarsamra endurbóta svo það verði íbúðarhæft og þá bætir ekki úr skák að leggja sektir eða aðrar refsingar á eigendur ef þeir eiga nú þegar erfitt með að fjármagna nauðsynlegar endurbætur. Að því sögðu er þó ekkert því til fyrirstöðu að setja skilyrði um búsetu eða leggja gjöld á eigendur fasteigna sem láta þær standa tómar án lögmætrar ástæðu. Flokkur fólksins er opinn fyrir því að skoða slíkar hugmyndir. Að lokum er áréttuð sú áhersla Flokks fólksins að helst ætti enginn að þurfa að hírast óviljugur á erfiðum leigumarkaði, eins og á við um langflesta leigjendur. Þess vegna þarf ekki aðeins að horfa til lausna sem snúa að hagsmunum leigjenda til lengri tíma heldur á líka að gera þeim sem vilja ekki vera á leigumarkaði kleift að komast þaðan í eigið húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna á Alþingi sem þjóna þeim tilgangi og mun gera allt sem í hans valdi stendur í borgarstjórn fái hann umboð kjósanda í komandi kosningum 14. maí. Höfundar skipa 1. og 2. sæti Flokks fólksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Leigumarkaður Airbnb Helga Þórðardóttir Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Reykjavík á nóg land undir lóðir og við í Flokki fólksins viljum nýta það og hafa lóðirnar á kostnaðarverði. Við viljum tryggja óhagnaðardrifnum íbúða- og leigufélögum aðgang aðhagkvæmum lóðumþannigað þau geti nýtt sér stofnfjárframlög ríkisins. Sú er því miður ekki raunin í dag. Með því að stórauka framboð á leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum í húsnæðis-samvinnufélögum má draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði. Aukið framboð og aukin fjölbreytni á rekstrarformi dregur úr vægi fjárfesta og spákaupmanna á íbúðamarkaðnum. Hvað þýðir „óhagnaðardrifinn“ rekstur og hvernig tryggjum við sanngjarna húsaleigu? Óhagnaðardrifinn rekstur stendur undir kostnaði og ef einhver afgangur verður þá rennur hann til neytendanna en ekki til fjárfesta eða eigenda. Þannig myndi hagnaður í óhagnaðardrifnu leigufélagi nýtast til lækkunar húsaleigu. Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal okkar í Flokki fólksins að lögfesta sams konar kröfur um greiðslumat vegna leigusamninga og gilda vegna lánasamninga. Þannig yrði tryggt að enginn þyrfti að búa við íþyngjandi húsnæðiskostnaði í formi leigu. Þar sem stór hluti leigjenda býr nú þegar við íþyngjandi húsnæðiskostnað myndi það jafnframt skapa hvata fyrir leigusala til að stilla leiguverði í hóf því annars myndu þeir ekki fá neina leigjendur sem stæðust greiðslumat. Okkur finnst þetta skemmtileg hugmynd og langar að kasta henni fram hér til hugleiðingar. Gaman væri að heyra skoðun leigjenda á henni og sem flestum öðrum einnig. Tryggja þarf öryggi leigjenda og réttindi þeirra Réttindi leigjenda, sem ætlað er að tryggja húsnæðisöryggi þeirra, eru lögbundin. Til að efla þau réttindi þyrfti að gera lagabreytingar á Alþingi. Flokkur fólksins er í stjórnarandstöðu á Alþingi og berst fyrir réttindum leigjenda á þeim vettvangi. Ásamt því að tryggja verður sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda útilokar Flokkur fólksins ekki að setja á leiguþak tímabundið meðan ástandið á húsnæðismarkaði er sem verst. Flokkur fólksins er með frumvarp á Alþingi um að frysta verðtryggingu á húsnæðislánum og leigusamningum í eitt ár. Í raun má segja að það frumvarp gangi út á að setja á tímabundið leiguþak enda eru langflestir leigusamningar verðtryggðir. Margir leigjendur berjast í bökkum. Leigjendur greiða allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Á meðan ástandið er svo slæmt þarf að auka beinan stuðning við leigjendur í formi húsnæðisbóta. AirBnb-væðing Hægt er að takmarka „AirBnb-væðingu“ og það hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti. Hversu langt skuli ganga í því er svo önnur spurning, en erlendis frá eru fordæmi fyrir því að hreinlega banna slíka starfsemi á svæðum þar sem er skortur á húsnæði fyrir almenna borgara. Að húsnæði standi tómt getur verið af mismunandi ástæðum. Oft er um að ræða húsnæði sem þarfnast mikilla og kostnaðarsamra endurbóta svo það verði íbúðarhæft og þá bætir ekki úr skák að leggja sektir eða aðrar refsingar á eigendur ef þeir eiga nú þegar erfitt með að fjármagna nauðsynlegar endurbætur. Að því sögðu er þó ekkert því til fyrirstöðu að setja skilyrði um búsetu eða leggja gjöld á eigendur fasteigna sem láta þær standa tómar án lögmætrar ástæðu. Flokkur fólksins er opinn fyrir því að skoða slíkar hugmyndir. Að lokum er áréttuð sú áhersla Flokks fólksins að helst ætti enginn að þurfa að hírast óviljugur á erfiðum leigumarkaði, eins og á við um langflesta leigjendur. Þess vegna þarf ekki aðeins að horfa til lausna sem snúa að hagsmunum leigjenda til lengri tíma heldur á líka að gera þeim sem vilja ekki vera á leigumarkaði kleift að komast þaðan í eigið húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna á Alþingi sem þjóna þeim tilgangi og mun gera allt sem í hans valdi stendur í borgarstjórn fái hann umboð kjósanda í komandi kosningum 14. maí. Höfundar skipa 1. og 2. sæti Flokks fólksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun