Stéttaskipting í Reykjavík Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 10. maí 2022 09:01 Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu. Þriðji valmöguleikinn var sá að búa heima hjá foreldrunum, vinna með námi og á sumrin, spara hverja aukakrónu og vonast til að eiga fyrir útborgun eftir örfá ár. Við völdum það og eftir ár í hreiðrinu vildi svo heppilega til að gömlu voru ólm í að koma okkur út og lánuðu okkur fyrir útborgun ofan á það sem við höfðum sparað. Við komumst út en fasteignaverðbólgan hefur haldið áfram. Í fjögur ár hafa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin, seðlabankastjóri og fjölmargir sérfræðingar varað við því að ef við förum ekki að byggja meira og hraðar muni skorturinn leiða af sér enn frekari verðhækkanir á íbúðarhúsnæði og verðbólgu. Nú hefur það raungerst og við sjáum afborganirnar af húsnæðislánunum okkar hækka um tugi þúsunda. Að því gefnu að maður standi undir þessum afborgunum sem er alls ekki sjálfgefið, erum við þó þau lánsömu. Því ef baklandið getur ekki hjálpað festist fólk á leigumarkaðnum í vítahring sí hækkandi leigu þökk sé verðbólgunni og eiga því enn minni möguleika á því að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta er ein besta leiðin til að breikka bilið milli stétta og hlekkja lág- og meðallaunafólk og er að svínvirka. Árangur skortsstefnunnar stendur ekki á sér Fyrir fjórum árum var húsnæðisskorturinn orðin áberandi mikill þegar meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar lofuðu að næst myndu þau leysa málin. Núna, fjórum árum síðar, er húsnæðisvandinn enn verri og enn eru sömu veruleikafirrtu yfirlýsingarnar um metfjölda íbúða í byggingu frá sömu flokkum. Eftir 12 ár við völd geta þessir flokkað státað sig af því að hlutfall leigjenda sem þykir erfitt að verða sér úti um húsnæði hefur haldist sögulega hátt samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sífellt stækkar hópur þeirra sem þarf á félagslegu húsnæði að halda. Það þarf að sporna við aukinni stéttaskiptingu og taka stöðu með Reykvíkingum Hækkun fasteignaverðs fylgir hækkun tekna af fasteignasköttum sem greiddir eru til Reykjavíkurborgar. Fyrir vikið hagnast borgin alveg heilmikið á skortsstefnunni sem Samfylkingin, Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn hafa verið að reka, en það er beint á kostnað íbúanna. Það er óeðlilegt að borgin sem á styðja íbúana hafi svo mikinn hvata af hækkun fasteignaverðs. Á meðan er borgarstjóri að hreykja sér af fjölgun félagslegra íbúða en þær fjárfestingar eru bara smáræði miðað við það sem borgin græðir á verðhækkun íbúðarhúsnæðis. Þessu þarf að breyta enda lítill vilji hjá meirihlutanum til að taka á húsnæðisvandanum á meðan borgin hagnast svona mikið á honum. Þess vegna ætlum við Sjálfstæðismenn að frysta frekari hækkanir á fasteignagjöldum og taka þannig stöðu með borgarbúum. Við viljum stöðva þessa þróun og snúa dæminu við. Þessi aðgerð mun leiða til þess að borgarbúar munu borgar sömu krónutölu í fasteignagjöld út kjörtímabilið, óháð hækkandi fasteignamati, og borgin hættir að græða á stéttaskiptingu í Reykjavík. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Fasteignamarkaður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu. Þriðji valmöguleikinn var sá að búa heima hjá foreldrunum, vinna með námi og á sumrin, spara hverja aukakrónu og vonast til að eiga fyrir útborgun eftir örfá ár. Við völdum það og eftir ár í hreiðrinu vildi svo heppilega til að gömlu voru ólm í að koma okkur út og lánuðu okkur fyrir útborgun ofan á það sem við höfðum sparað. Við komumst út en fasteignaverðbólgan hefur haldið áfram. Í fjögur ár hafa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin, seðlabankastjóri og fjölmargir sérfræðingar varað við því að ef við förum ekki að byggja meira og hraðar muni skorturinn leiða af sér enn frekari verðhækkanir á íbúðarhúsnæði og verðbólgu. Nú hefur það raungerst og við sjáum afborganirnar af húsnæðislánunum okkar hækka um tugi þúsunda. Að því gefnu að maður standi undir þessum afborgunum sem er alls ekki sjálfgefið, erum við þó þau lánsömu. Því ef baklandið getur ekki hjálpað festist fólk á leigumarkaðnum í vítahring sí hækkandi leigu þökk sé verðbólgunni og eiga því enn minni möguleika á því að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta er ein besta leiðin til að breikka bilið milli stétta og hlekkja lág- og meðallaunafólk og er að svínvirka. Árangur skortsstefnunnar stendur ekki á sér Fyrir fjórum árum var húsnæðisskorturinn orðin áberandi mikill þegar meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar lofuðu að næst myndu þau leysa málin. Núna, fjórum árum síðar, er húsnæðisvandinn enn verri og enn eru sömu veruleikafirrtu yfirlýsingarnar um metfjölda íbúða í byggingu frá sömu flokkum. Eftir 12 ár við völd geta þessir flokkað státað sig af því að hlutfall leigjenda sem þykir erfitt að verða sér úti um húsnæði hefur haldist sögulega hátt samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sífellt stækkar hópur þeirra sem þarf á félagslegu húsnæði að halda. Það þarf að sporna við aukinni stéttaskiptingu og taka stöðu með Reykvíkingum Hækkun fasteignaverðs fylgir hækkun tekna af fasteignasköttum sem greiddir eru til Reykjavíkurborgar. Fyrir vikið hagnast borgin alveg heilmikið á skortsstefnunni sem Samfylkingin, Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn hafa verið að reka, en það er beint á kostnað íbúanna. Það er óeðlilegt að borgin sem á styðja íbúana hafi svo mikinn hvata af hækkun fasteignaverðs. Á meðan er borgarstjóri að hreykja sér af fjölgun félagslegra íbúða en þær fjárfestingar eru bara smáræði miðað við það sem borgin græðir á verðhækkun íbúðarhúsnæðis. Þessu þarf að breyta enda lítill vilji hjá meirihlutanum til að taka á húsnæðisvandanum á meðan borgin hagnast svona mikið á honum. Þess vegna ætlum við Sjálfstæðismenn að frysta frekari hækkanir á fasteignagjöldum og taka þannig stöðu með borgarbúum. Við viljum stöðva þessa þróun og snúa dæminu við. Þessi aðgerð mun leiða til þess að borgarbúar munu borgar sömu krónutölu í fasteignagjöld út kjörtímabilið, óháð hækkandi fasteignamati, og borgin hættir að græða á stéttaskiptingu í Reykjavík. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun