Hversu löng eru fjögur ár? Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 11. maí 2022 13:46 Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á fjögurra ára fresti. Líf fólks getur gjörbreyst á þeim tíma, aðstæður þess og kröfur orðið aðrar og fyrir vikið getur fólk þurft að reiða sig á annars konar þjónustu en þegar það gekk síðast að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum. Ef að vika er langur tími í pólitík, hversu löng eru þá fjögur ár í lífi bæjarbúa? Við Píratar störfum eftir skýrri grunnstefnu. Þar segir meðal annars að öll eigi að hafa rétt á aðkomu að ákvarðanatöku um málefni sem varða þau sjálf. Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega flókið. Ef stjórnmálafólk er að taka ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf fólks þá á fólk að geta haft bein áhrif á þær ákvarðanir. Þetta teljum við vera sérstaklega mikilvægt í sveitarfélögum, enda veita sveitarfélögin margvíslega þjónustu sem stendur íbúum nærri. Ákvarðanir bæjarstjórnar geta haft margvísleg áhrif á líf bæjarbúa og ekkert nema eðlilegt að bæjarbúar fái að hafa áhrif á þær. Í þessu samhengi erum ekki aðeins að tala um að leyfa fólki að ákveða hvar setja eigi upp næsta ærslabelg eða róluvöll. Bæjarbúum er nefnilega fyllilega treystandi til að hafa áhrif á mikilvægari mál, með fullri virðingu fyrir ærslabelgjum. Íbúar eru fullkomlega færir um að setja mark sitt á skóla-, velferðar- og skipulagsmál, sem og forgangsröðun viðhaldsverkefna og framkvæmda í hverfunum svo eitthvað sé nefnt. Það er því óneitanlega dapurlegt að í Kópavogsbæ, næststærsta sveitarfélagi landsins með um 39 þúsund íbúa, skulu ekki vera starfrækt íbúaráð á vegum stjórnsýslunnar. Píratar í Kópavogi vilja bæta úr því. Við viljum auka samráð við bæjarbúa. Við viljum efla bæði lýðræðislega þátttöku íbúa sem og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar og koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig. Þannig væri hægt að tryggja samráð við Kópavogsbúa á öllum stigum, valdefla íbúa og gefa okkur öllum þá tilfinningu að við skiptum einhverju máli í bænum okkar. Fyrir utan það auðvitað að stjórnmálafólk veit ekkert alltaf best og því er mikilvægt að bæjarbúar geti veitt almenninlegt aðhald, oftar en á fjögurra ára fresti. Stefna bæjarstjórnar er skýr: „Kópavogur er samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál.“ Þetta er því bara spurning um að framkvæma. Það ætlum við Píratar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á fjögurra ára fresti. Líf fólks getur gjörbreyst á þeim tíma, aðstæður þess og kröfur orðið aðrar og fyrir vikið getur fólk þurft að reiða sig á annars konar þjónustu en þegar það gekk síðast að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum. Ef að vika er langur tími í pólitík, hversu löng eru þá fjögur ár í lífi bæjarbúa? Við Píratar störfum eftir skýrri grunnstefnu. Þar segir meðal annars að öll eigi að hafa rétt á aðkomu að ákvarðanatöku um málefni sem varða þau sjálf. Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega flókið. Ef stjórnmálafólk er að taka ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf fólks þá á fólk að geta haft bein áhrif á þær ákvarðanir. Þetta teljum við vera sérstaklega mikilvægt í sveitarfélögum, enda veita sveitarfélögin margvíslega þjónustu sem stendur íbúum nærri. Ákvarðanir bæjarstjórnar geta haft margvísleg áhrif á líf bæjarbúa og ekkert nema eðlilegt að bæjarbúar fái að hafa áhrif á þær. Í þessu samhengi erum ekki aðeins að tala um að leyfa fólki að ákveða hvar setja eigi upp næsta ærslabelg eða róluvöll. Bæjarbúum er nefnilega fyllilega treystandi til að hafa áhrif á mikilvægari mál, með fullri virðingu fyrir ærslabelgjum. Íbúar eru fullkomlega færir um að setja mark sitt á skóla-, velferðar- og skipulagsmál, sem og forgangsröðun viðhaldsverkefna og framkvæmda í hverfunum svo eitthvað sé nefnt. Það er því óneitanlega dapurlegt að í Kópavogsbæ, næststærsta sveitarfélagi landsins með um 39 þúsund íbúa, skulu ekki vera starfrækt íbúaráð á vegum stjórnsýslunnar. Píratar í Kópavogi vilja bæta úr því. Við viljum auka samráð við bæjarbúa. Við viljum efla bæði lýðræðislega þátttöku íbúa sem og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar og koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig. Þannig væri hægt að tryggja samráð við Kópavogsbúa á öllum stigum, valdefla íbúa og gefa okkur öllum þá tilfinningu að við skiptum einhverju máli í bænum okkar. Fyrir utan það auðvitað að stjórnmálafólk veit ekkert alltaf best og því er mikilvægt að bæjarbúar geti veitt almenninlegt aðhald, oftar en á fjögurra ára fresti. Stefna bæjarstjórnar er skýr: „Kópavogur er samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál.“ Þetta er því bara spurning um að framkvæma. Það ætlum við Píratar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun