Árangur í þágu borgarbúa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2022 07:46 Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Árangur og ábyrgð Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr hvað þetta varðar og árangur flokksins í borgarstjórn talar líka sínu máli. Við viljum gæta að hagsmunum allra borgarbúa og beitum okkur fyrir frjálslyndum og réttlátum umbótum í þeirra þágu. Rauði þráðurinn í stefnu okkar hefur ávallt verið sá að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völdin. Fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þýðir það að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og staðið er vörð um grunnþjónustuna. Þetta hefur einkennt okkar störf í borginni undir forystu Þórdísar Lóu, formanns borgarráðs, sem fer núna aftur fram sem oddviti flokksins. Staðreyndirnar liggja fyrir og þær sýna að fjárhagsstaðan er sterk. Skuldahlutfall borgarsjóðs er vel undir viðmiðum og skuldir á hvern íbúa eru lægri en í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þessari braut þarf að halda áfram til að styrkja stöðu borgarinnar enn frekar. Það er einmitt á grundvelli góðs árangurs og skýrrar framtíðarstefnu sem við gerum umbæturnar að veruleika. Í anda þessa hefur Viðreisn kynnt ítarlega stefnumálaskrá fyrir næsta tímabil. Málefnin ráða för Við viljum til dæmis lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði, sem mun koma sér vel fyrir fyrirtæki sem sjá fram á sífellt hækkandi rekstrarkostnað vegna hækkana á fasteignamati. Við viljum líka styrkja skólana til að geta mætt öllum nemendum betur og gefa foreldrum val með því að auka framlag til sjálfstætt starfandi skóla gegn því að þeir taki ekki skólagjöld af foreldrum. Styrkja menntakerfið og stöðu barnafjölskyldna á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf. Þrátt fyrir mikinn árangur í rekstri eru svo líka tækifæri til að gera enn betur, meðal annars með stafrænni umbreytingu, fleiri útboðum á þjónustu og með því að losa um eignir á samkeppnismarkaði. Í húsnæðismálum er stefna okkar sú að lækka kostnað við nýbyggingar með einfaldara regluverki og tryggja nægilegt lóðaframboð á sama tíma og þéttingarstefnunni er fylgt eftir. Við höfum sýnt það í borgarstjórn að bæði er hægt. Á síðustu þremur árum hefur fullgerðum íbúðum fjölgað umtalsvert og stefnt er að enn frekari uppbyggingu á næstunni. Þúsundir íbúða munu rísa í Ártúnsholti, Úlfarsárdal, Gufunesi og Skerjafirði. Við viljum svo líka skipuleggja meiri byggð á Kjalarnesi. Ekki síst til að styrkja þar nærþjónustu. Skipulagsmál borgarinnar hafa því verið í góðum höndum undir formennsku okkar fulltrúa, Pawel Bartoszek, sem sækist eftir áframhaldandi stuðningi til góðra verka. Svipaðar sögur fara af metnaðarfullum verkefnum í samgöngumálum. Tekist hefur að efla almenningssamgöngur og undirbúningur hafinn að Borgarlínu. Því næst þarf auðvitað að hefja flutning flugvallarins úr Vatnsmýri, sem lengi hefur staðið til en stjórnarflokkarnir reynt að tefja hvað eftir öðru. Það má nefnilega ekki gleymast að framboðin sem nú fara fram verða ekki slitin frá þeim flokkum sem á bak við þau standa. Málefnin ráða för en trúverðugleikinn kemur líka sterkt við sögu. Höfum þetta hugfast og kjósum áframhaldandi árangur og ábyrgð á kjördag næsta laugardag. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Árangur og ábyrgð Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr hvað þetta varðar og árangur flokksins í borgarstjórn talar líka sínu máli. Við viljum gæta að hagsmunum allra borgarbúa og beitum okkur fyrir frjálslyndum og réttlátum umbótum í þeirra þágu. Rauði þráðurinn í stefnu okkar hefur ávallt verið sá að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völdin. Fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þýðir það að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og staðið er vörð um grunnþjónustuna. Þetta hefur einkennt okkar störf í borginni undir forystu Þórdísar Lóu, formanns borgarráðs, sem fer núna aftur fram sem oddviti flokksins. Staðreyndirnar liggja fyrir og þær sýna að fjárhagsstaðan er sterk. Skuldahlutfall borgarsjóðs er vel undir viðmiðum og skuldir á hvern íbúa eru lægri en í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þessari braut þarf að halda áfram til að styrkja stöðu borgarinnar enn frekar. Það er einmitt á grundvelli góðs árangurs og skýrrar framtíðarstefnu sem við gerum umbæturnar að veruleika. Í anda þessa hefur Viðreisn kynnt ítarlega stefnumálaskrá fyrir næsta tímabil. Málefnin ráða för Við viljum til dæmis lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði, sem mun koma sér vel fyrir fyrirtæki sem sjá fram á sífellt hækkandi rekstrarkostnað vegna hækkana á fasteignamati. Við viljum líka styrkja skólana til að geta mætt öllum nemendum betur og gefa foreldrum val með því að auka framlag til sjálfstætt starfandi skóla gegn því að þeir taki ekki skólagjöld af foreldrum. Styrkja menntakerfið og stöðu barnafjölskyldna á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf. Þrátt fyrir mikinn árangur í rekstri eru svo líka tækifæri til að gera enn betur, meðal annars með stafrænni umbreytingu, fleiri útboðum á þjónustu og með því að losa um eignir á samkeppnismarkaði. Í húsnæðismálum er stefna okkar sú að lækka kostnað við nýbyggingar með einfaldara regluverki og tryggja nægilegt lóðaframboð á sama tíma og þéttingarstefnunni er fylgt eftir. Við höfum sýnt það í borgarstjórn að bæði er hægt. Á síðustu þremur árum hefur fullgerðum íbúðum fjölgað umtalsvert og stefnt er að enn frekari uppbyggingu á næstunni. Þúsundir íbúða munu rísa í Ártúnsholti, Úlfarsárdal, Gufunesi og Skerjafirði. Við viljum svo líka skipuleggja meiri byggð á Kjalarnesi. Ekki síst til að styrkja þar nærþjónustu. Skipulagsmál borgarinnar hafa því verið í góðum höndum undir formennsku okkar fulltrúa, Pawel Bartoszek, sem sækist eftir áframhaldandi stuðningi til góðra verka. Svipaðar sögur fara af metnaðarfullum verkefnum í samgöngumálum. Tekist hefur að efla almenningssamgöngur og undirbúningur hafinn að Borgarlínu. Því næst þarf auðvitað að hefja flutning flugvallarins úr Vatnsmýri, sem lengi hefur staðið til en stjórnarflokkarnir reynt að tefja hvað eftir öðru. Það má nefnilega ekki gleymast að framboðin sem nú fara fram verða ekki slitin frá þeim flokkum sem á bak við þau standa. Málefnin ráða för en trúverðugleikinn kemur líka sterkt við sögu. Höfum þetta hugfast og kjósum áframhaldandi árangur og ábyrgð á kjördag næsta laugardag. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar