Þess vegna bjóðum við okkur fram Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:45 Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki við styrkjum frá fyrirtækjum því það er mikilvægt að vera óháður fjársterkum hagsmunaöflum. Við leggjum áherslu á öðruvísi mál eins og að auðvelda fólki að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, því að við vitum að kjörnir fulltrúar vita ekki alltaf best. Við hugsum til framtíðar, því við vitum að ákvarðanir sem við tökum í dag munu hafa mikil áhrif á þau sem á eftir okkur koma. En á sama tíma erum við ekkert sérstaklega óvenjuleg. Þvert á móti erum við hópur fólks sem endurspeglar vel íbúasamsetningu Kópavogs. Meðalaldurinn í Kópavogi er tæplega 40 ár, rétt eins og meðal fimm efstu frambjóðenda Pírata. Við erum fjölskyldufólk sem þekkir það að reka heimili og ala upp börn en mæta samt í vinnuna á réttum tíma. Við finnum hvað það er mikilvægt að öll kerfin í bænum okkar virki fyrir þau sem þurfa á þeim að halda - því mörg okkar þurfa á þeim að halda. Við trúum því að kjörnir fulltrúar þurfi að endurspegla íbúana sem ljá þeim atkvæði sitt. Bæjarfulltrúar þurfa að vita hvernig það er að búa í bænum, þekkja þjónustuna sem bærin veitir og finna á eigin skinni hvar betur má fara. Í stuttu máli: Vera í tengslum við daglegt líf bæjarbúa. Þetta er ekki bara mikilvægt í bæjarpólitíkinni, við sjáum einfaldlega hvað getur gerst þegar rödd ólíkra hópa heyrist ekki þegar ákvarðanir eru teknar. Íbúar Kópavogs eru fjölbreyttir og því er mikilvægt að fjölbreyttar raddir heyrist við bæjarstjórnarborðið. Eins og sagt er: Ekkert um okkur án okkar. Þetta er hægt Þetta er líka stór ástæða þess að mörg okkar ákváðu að fara í framboð. Við viljum stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki upplýstar ákvarðanir. Við viljum meira samráð, við viljum heyra skoðanir og álit fólks áður en við framkvæmum því þannig aukum við líkurnar á að niðurstaðan verði farsæl. Það er þess vegna sem við viljum auka aðgengi íbúa að lýðræðisverkefnum, koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig og auka samráð við íbúa um mál sem þá varða. Við viljum líka hugsa til framtíðar. Ekki bara eitt kjörtímabil fram í tímann, heldur áratugi, og þar spila skipulagsmálin lykilhlutverk. Við viljum tryggja gæði byggðar, græn svæði og heilnæmt umhverfi í Kópavogi: Mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að Kópavogsbær sé fjölmenningarlegt, dýravænt samfélag og barnvænasti bær landsins með jöfnu aðgengi og jafnrétti í öllu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi. Við erum sannfærð um að það sé hægt. Þess vegna bjóðum við okkur fram. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Píratar Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki við styrkjum frá fyrirtækjum því það er mikilvægt að vera óháður fjársterkum hagsmunaöflum. Við leggjum áherslu á öðruvísi mál eins og að auðvelda fólki að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, því að við vitum að kjörnir fulltrúar vita ekki alltaf best. Við hugsum til framtíðar, því við vitum að ákvarðanir sem við tökum í dag munu hafa mikil áhrif á þau sem á eftir okkur koma. En á sama tíma erum við ekkert sérstaklega óvenjuleg. Þvert á móti erum við hópur fólks sem endurspeglar vel íbúasamsetningu Kópavogs. Meðalaldurinn í Kópavogi er tæplega 40 ár, rétt eins og meðal fimm efstu frambjóðenda Pírata. Við erum fjölskyldufólk sem þekkir það að reka heimili og ala upp börn en mæta samt í vinnuna á réttum tíma. Við finnum hvað það er mikilvægt að öll kerfin í bænum okkar virki fyrir þau sem þurfa á þeim að halda - því mörg okkar þurfa á þeim að halda. Við trúum því að kjörnir fulltrúar þurfi að endurspegla íbúana sem ljá þeim atkvæði sitt. Bæjarfulltrúar þurfa að vita hvernig það er að búa í bænum, þekkja þjónustuna sem bærin veitir og finna á eigin skinni hvar betur má fara. Í stuttu máli: Vera í tengslum við daglegt líf bæjarbúa. Þetta er ekki bara mikilvægt í bæjarpólitíkinni, við sjáum einfaldlega hvað getur gerst þegar rödd ólíkra hópa heyrist ekki þegar ákvarðanir eru teknar. Íbúar Kópavogs eru fjölbreyttir og því er mikilvægt að fjölbreyttar raddir heyrist við bæjarstjórnarborðið. Eins og sagt er: Ekkert um okkur án okkar. Þetta er hægt Þetta er líka stór ástæða þess að mörg okkar ákváðu að fara í framboð. Við viljum stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki upplýstar ákvarðanir. Við viljum meira samráð, við viljum heyra skoðanir og álit fólks áður en við framkvæmum því þannig aukum við líkurnar á að niðurstaðan verði farsæl. Það er þess vegna sem við viljum auka aðgengi íbúa að lýðræðisverkefnum, koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig og auka samráð við íbúa um mál sem þá varða. Við viljum líka hugsa til framtíðar. Ekki bara eitt kjörtímabil fram í tímann, heldur áratugi, og þar spila skipulagsmálin lykilhlutverk. Við viljum tryggja gæði byggðar, græn svæði og heilnæmt umhverfi í Kópavogi: Mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að Kópavogsbær sé fjölmenningarlegt, dýravænt samfélag og barnvænasti bær landsins með jöfnu aðgengi og jafnrétti í öllu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi. Við erum sannfærð um að það sé hægt. Þess vegna bjóðum við okkur fram. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar