Lögregla frá þremur löndum leitar morðingja saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 14:56 Lögreglumenn við inngang hótels í Barú í Kólumbíu þar sem Marcelo Pecci var skotinn til bana. Hann hafði lífverði í Paragvæ en skildi þá eftir heima í brúðkaupsferðinni. Vísir/EPA Líklegt er talið að paragvæskur saksóknari sem var skotinn til bana í Kólumbíu á þriðjudag hafi verið myrtur vegna baráttu hans gegn glæpum. Lögreglumenn frá Kólumbíu, Paragvæ og Bandaríkjunum leita nú morðingja hans. Marcelo Pecci, saksóknari sem sérhæfði sig í skipulagðri glæpastarfsemi, var skotinn til bana á ferðamannaströnd í Kólumbíu á þriðjudag. Hann var 45 ára gamall og var þar í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni. Hún hafði tilkynnt að hún væri með barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en Pecci var myrtur. Fulltrúa bandarísku fíkniefnaalríkislögreglunnar (DEA) og alríkislögreglunnar (FBI) hjálpa nú kollegum sínum frá Paragvæ og Kólumbíu að rannsaka morðið og leita morðinganna. Eiginkona Pecci lýsti því að tveir menn hafi komið siglandi á litlum bát eða sæþotu og annar þeirra skotið hann orðalaust. Kólumbíska lögreglan hefur birt óskýra mynd og teikningu af öðrum tilræðismannanna og heitið hálfri milljón Bandaríkjadollara, jafnvirði meira en 67 milljóna króna, hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tilgáta lögreglunnar er að morðið hafi tengst stóru máli sem Pecci vann að í heimalandi sínu en það er sagt stærsta kókaínsmygl- og peningaþvættismál sem komið hefur upp þar. Yfirvöld brutu þar á bak aftur fíkniefnahring sem smyglaði kókaíni frá Kólumbíu og Bólivíu til Evrópu í gegnum Paragvæ. Tók Pecci meðal annars þátt í að leggja hald á eignir að andvirði hundruð milljóna dollara. Tugir manna voru handteknir í tengslum við málið. Paragvæ Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Marcelo Pecci, saksóknari sem sérhæfði sig í skipulagðri glæpastarfsemi, var skotinn til bana á ferðamannaströnd í Kólumbíu á þriðjudag. Hann var 45 ára gamall og var þar í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni. Hún hafði tilkynnt að hún væri með barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en Pecci var myrtur. Fulltrúa bandarísku fíkniefnaalríkislögreglunnar (DEA) og alríkislögreglunnar (FBI) hjálpa nú kollegum sínum frá Paragvæ og Kólumbíu að rannsaka morðið og leita morðinganna. Eiginkona Pecci lýsti því að tveir menn hafi komið siglandi á litlum bát eða sæþotu og annar þeirra skotið hann orðalaust. Kólumbíska lögreglan hefur birt óskýra mynd og teikningu af öðrum tilræðismannanna og heitið hálfri milljón Bandaríkjadollara, jafnvirði meira en 67 milljóna króna, hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tilgáta lögreglunnar er að morðið hafi tengst stóru máli sem Pecci vann að í heimalandi sínu en það er sagt stærsta kókaínsmygl- og peningaþvættismál sem komið hefur upp þar. Yfirvöld brutu þar á bak aftur fíkniefnahring sem smyglaði kókaíni frá Kólumbíu og Bólivíu til Evrópu í gegnum Paragvæ. Tók Pecci meðal annars þátt í að leggja hald á eignir að andvirði hundruð milljóna dollara. Tugir manna voru handteknir í tengslum við málið.
Paragvæ Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01