„Náðum að spila okkar vörn og vonandi er hún komin til að vera“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. maí 2022 22:53 Kristófer Acox og Callum Lawson fögnuðu eftir leik Vísir/Bára Dröfn Valur tók forystuna 2-1 gegn Tindastóli í úrsliteinvíginu í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn voru undir nánast allan leikinn en með ótrúlegum fjórða leikhluta unnu heimamenn 84-79.Kristófer Acox, leikmaður Vals, var afar ánægður eftir leik. „Körfubolti er spilaður í fjórtíu mínútur. Við lentum í svipaðri stöðu og í síðasta leik. Við töluðum um það í hálfleik að það væru tuttugu mínútur eftir við höfum komið áður til baka í sömu aðstæðum. Við grófum okkur djúpt en við vissum að við áttum mikið inni,“ sagði Kristófer Acox hæstánægður með sigurinn. Kristófer taldi andlegu hlið Vals betri í kvöld heldur en fyrir norðan og hrósaði hann sínu liði fyrir það. „Við töluðum um það að við myndum ekki jafna þetta á einni mínútu heldur yrðum við að vera þolinmóðir og gefast ekki upp þrátt fyrir að þeir myndu gera nokkrar körfur í röð. Við duttum í það hugarfar og sóttum sigurinn.“ Kristófer var ánægður með vörn Vals í seinni hálfleik sem endaði með að Tindastóll tapaði urmul af boltum. „Við fengum loksins að sjá þessa vörn sem við erum þekktir fyrir. Það var leiðinlegt að fá hana svona seint en vonandi er hún komin til að vera.“ Þetta var annar leikurinn í röð sem Valur tapaði átján boltum og taldi Kristófer það áhyggjuefni. „Það er mikið áhyggjuefni og mér fannst við gefa þeim mikið af sóknarfráköstum. Tindastóll refsar okkur alltaf þegar við töpum boltanum og við þurfum að halda haus og spila okkar bolta,“ sagði Kristófer Acox að lokum. Subway-deild karla Valur Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Sjá meira
„Körfubolti er spilaður í fjórtíu mínútur. Við lentum í svipaðri stöðu og í síðasta leik. Við töluðum um það í hálfleik að það væru tuttugu mínútur eftir við höfum komið áður til baka í sömu aðstæðum. Við grófum okkur djúpt en við vissum að við áttum mikið inni,“ sagði Kristófer Acox hæstánægður með sigurinn. Kristófer taldi andlegu hlið Vals betri í kvöld heldur en fyrir norðan og hrósaði hann sínu liði fyrir það. „Við töluðum um það að við myndum ekki jafna þetta á einni mínútu heldur yrðum við að vera þolinmóðir og gefast ekki upp þrátt fyrir að þeir myndu gera nokkrar körfur í röð. Við duttum í það hugarfar og sóttum sigurinn.“ Kristófer var ánægður með vörn Vals í seinni hálfleik sem endaði með að Tindastóll tapaði urmul af boltum. „Við fengum loksins að sjá þessa vörn sem við erum þekktir fyrir. Það var leiðinlegt að fá hana svona seint en vonandi er hún komin til að vera.“ Þetta var annar leikurinn í röð sem Valur tapaði átján boltum og taldi Kristófer það áhyggjuefni. „Það er mikið áhyggjuefni og mér fannst við gefa þeim mikið af sóknarfráköstum. Tindastóll refsar okkur alltaf þegar við töpum boltanum og við þurfum að halda haus og spila okkar bolta,“ sagði Kristófer Acox að lokum.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Sjá meira