Inter frestar fagnaðarhöldum nágranna sinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2022 20:40 Lautaro Martínez fagnar öðru af mörkum sínum. EPA-EFE/Fabio Murru Inter vann 3-1 útisigur á Cagliari í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn þýðir að það ræðst í síðustu umferð hver verður Ítalíumeistari en AC Milan er með tveggja stiga forystu á Inter fyrir lokaumferðina. Milan Škriniar hélt hann hefði komið Inter yfir snemma leiks en markið var á endanum dæmt þar sem boltinn fór í hendina á varnarmanninum í aðdraganda marksins. Það var hins egar ekki hægt að dæma mark Matteo Darmian af þegar 25 mínútur voru liðnar. Vængbakvörðurinn Darmian skilaði sér þá inn í teig og stangaði fyrirgjöf Ivan Perišić – vængbakvarðarins hinum megin – í netið. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Lautaro Martínez frábæra sendingu frá Nicolò Barella og þrumaði boltanum í netið. Staðan orðin 2-0 og meistararnir í fínum málum. Aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Charalampos Lykogiannis muninn og leikurinn allt í einu galopinn. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka tryggði Martínez sigur gestanna þegar hann renndi boltanum í netið eftir sendingu Roberto Gagliardini. Staðan orðin 1-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Þegar ein umferð er eftir af Serie A þarf Inter að treysta á að Sassuolo nái í sigur gegn AC Milan og þá þurfa ríkjandi meistarar Inter að leggja Sampdoria. Staðan sem stendur þannig að AC Milan er með 83 stig en Inter 81. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Fótbolti
Inter vann 3-1 útisigur á Cagliari í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn þýðir að það ræðst í síðustu umferð hver verður Ítalíumeistari en AC Milan er með tveggja stiga forystu á Inter fyrir lokaumferðina. Milan Škriniar hélt hann hefði komið Inter yfir snemma leiks en markið var á endanum dæmt þar sem boltinn fór í hendina á varnarmanninum í aðdraganda marksins. Það var hins egar ekki hægt að dæma mark Matteo Darmian af þegar 25 mínútur voru liðnar. Vængbakvörðurinn Darmian skilaði sér þá inn í teig og stangaði fyrirgjöf Ivan Perišić – vængbakvarðarins hinum megin – í netið. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Lautaro Martínez frábæra sendingu frá Nicolò Barella og þrumaði boltanum í netið. Staðan orðin 2-0 og meistararnir í fínum málum. Aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Charalampos Lykogiannis muninn og leikurinn allt í einu galopinn. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka tryggði Martínez sigur gestanna þegar hann renndi boltanum í netið eftir sendingu Roberto Gagliardini. Staðan orðin 1-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Þegar ein umferð er eftir af Serie A þarf Inter að treysta á að Sassuolo nái í sigur gegn AC Milan og þá þurfa ríkjandi meistarar Inter að leggja Sampdoria. Staðan sem stendur þannig að AC Milan er með 83 stig en Inter 81. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn