Ísland nær HM í fyrsta sinn eftir ákvörðun FIBA um Rússa Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 13:02 Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu frækinn sigur gegn Ítölum í febrúar. Vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er öruggt um sæti í seinni umferð undankeppni HM 2023 og á þar með möguleika á að spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn í sögunni. Þetta er niðurstaðan eftir ákvörðun FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins, varðandi þátttöku Rússlands í mótum á vegum sambandsins. FIBA tilkynnti í dag að öll úrslit í þeim mótum sem Rússar voru þátttakendur í hefðu nú verið ógilt, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland og Rússland voru saman í riðli í undankeppni HM ásamt Hollandi og Ítalíu, og höfðu Rússar unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Þrjú efstu lið riðilsins áttu að fara áfram á seinna stig undankeppninnar. Russia and Belarus to be withdrawn from FIBA Basketball World Cup Qualifying with results from their games annulled.As such,Greece Turkey Great Britain Italy Iceland Netherlands all progress to the next round of #FIBAWC qualifying. https://t.co/0CNoWEt8wC— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) May 18, 2022 Gætu lent í baráttu við Úkraínu um HM-farseðil Nú hafa Rússar verið dæmdir úr leik og þar með er ljóst að Ítalía, Ísland og Holland fara áfram á seinna stigið og leika í riðli með þremur efstu liðunum úr G-riðli (Georgía, Spánn, Úkraína og Norður-Makedónía). Fjögur af liðunum sex sem leika saman í riðli á seinna stiginu komast svo á sjálft heimsmeistaramótið sem allt í einu er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir Ísland. Þannig gæti sú barátta til dæmis snúist um að hafa betur gegn Úkraínu sem er í 32. sæti heimslistans, fjórtán sætum fyrir ofan Ísland. Ísland með tvo eða þrjú sigra með sér Ísland vann útisigur gegn Hollandi í nóvember og heimasigur gegn Ítalíu í febrúar en tapaði svo útileiknum gegn Ítölum. Eini leikur íslenska liðsins sem eftir er er því heimaleikur við Holland á Ásvöllum í byrjun júlí. Ísland tekur með sér úrslitin úr fyrra stigi undankeppninnar áfram á seinna stigið og á því möguleika á að taka þangað með sér þrjá sigra og eitt tap. Ákvörðun FIBA gildir bæði um Rússland og Hvíta-Rússland. Engin mót á vegum FIBA verða haldin í löndunum og löndin hafa verið tekin út úr þeim mótum sem þau voru í, sem voru undankeppni HM karla auk þess sem Rússland átti sæti á HM kvenna í september og HM U17 stelpna í sumar. Ákveðið hafði verið að Púertó Ríkó kæmi inn í stað Rússlands á HM kvenna. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir ákvörðun FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins, varðandi þátttöku Rússlands í mótum á vegum sambandsins. FIBA tilkynnti í dag að öll úrslit í þeim mótum sem Rússar voru þátttakendur í hefðu nú verið ógilt, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland og Rússland voru saman í riðli í undankeppni HM ásamt Hollandi og Ítalíu, og höfðu Rússar unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Þrjú efstu lið riðilsins áttu að fara áfram á seinna stig undankeppninnar. Russia and Belarus to be withdrawn from FIBA Basketball World Cup Qualifying with results from their games annulled.As such,Greece Turkey Great Britain Italy Iceland Netherlands all progress to the next round of #FIBAWC qualifying. https://t.co/0CNoWEt8wC— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) May 18, 2022 Gætu lent í baráttu við Úkraínu um HM-farseðil Nú hafa Rússar verið dæmdir úr leik og þar með er ljóst að Ítalía, Ísland og Holland fara áfram á seinna stigið og leika í riðli með þremur efstu liðunum úr G-riðli (Georgía, Spánn, Úkraína og Norður-Makedónía). Fjögur af liðunum sex sem leika saman í riðli á seinna stiginu komast svo á sjálft heimsmeistaramótið sem allt í einu er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir Ísland. Þannig gæti sú barátta til dæmis snúist um að hafa betur gegn Úkraínu sem er í 32. sæti heimslistans, fjórtán sætum fyrir ofan Ísland. Ísland með tvo eða þrjú sigra með sér Ísland vann útisigur gegn Hollandi í nóvember og heimasigur gegn Ítalíu í febrúar en tapaði svo útileiknum gegn Ítölum. Eini leikur íslenska liðsins sem eftir er er því heimaleikur við Holland á Ásvöllum í byrjun júlí. Ísland tekur með sér úrslitin úr fyrra stigi undankeppninnar áfram á seinna stigið og á því möguleika á að taka þangað með sér þrjá sigra og eitt tap. Ákvörðun FIBA gildir bæði um Rússland og Hvíta-Rússland. Engin mót á vegum FIBA verða haldin í löndunum og löndin hafa verið tekin út úr þeim mótum sem þau voru í, sem voru undankeppni HM karla auk þess sem Rússland átti sæti á HM kvenna í september og HM U17 stelpna í sumar. Ákveðið hafði verið að Púertó Ríkó kæmi inn í stað Rússlands á HM kvenna.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira