Fá 220 milljónir til að efla netöryggi hjá erlendum fyrirtækjum Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 10:22 Nanitor stefnir rakleitt í frekari útrás. Aðsend Íslenska netöryggisfyrirtækið Nanitor hefur tryggt sér 220 milljóna króna fjármögnun frá Brunni með þátttöku einkafjárfesta. Stendur til að nýta fjármagnið til stækkunar á erlendum mörkuðum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það sérhæfi sig í rauntímagreiningu á heildstæðu grunnöryggi tölvukerfa fyrirtækja með því markmiði að bæta öryggisstöðu upplýsingakerfa. „Með þessari virku vöktun er fylgst með öryggisstillingum, þekktum veikleikum og hugbúnaðaruppfærslum tölvukerfa en þannig er komið í veg fyrir að skaði hljótist af mögulegum netárásum.“ Meðal viðskiptavina Nanitor í dag eru Booking.com, Rentalcars.com, Birmingham City Council, Oman Arab Bank, Festi, Rarik og Valitor. Lausnin sögð einstök á heimsvísu Að sögn Nanitor felst sérstaða þess í snjallgreiningarlausninni Nanitor Discovery Engine sem uppsett sé á netþjónum, útstöðvum, netbúnaði og gagnagrunnum og birti rauntímastöðuyfirlit í miðlægu stjórnborði. Stjórnborðið geri stjórnendum fyrirtækja og netöyggis auðvelt að hafa yfirsýn, og bregðast hratt við mögulegri vá. „Lausn Nanitor er einstök á heimsvísu og gerir fyrirtækjum stórum sem smáum kleift að verjast mögulegum netárásum á mjög skilvirkan og einfaldan hátt. Áður fyrr voru netöryggislausnir af þessum gæðaflokki eingöngu aðgengilegar erlendum stjónvöldum og stærri fyrirtækjum. Í þessum málaflokki eru netöryggismál oft keyrð áfram af viðbragði við utankomandi vá en Nanitor lausnin snýr þessu við og byggir upp kerfislegt grunnnetöryggi sem eykur mótstöðuafl gegn yfirvofandi netárásum,“ segir Sigurður Arnljótsson, fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og stjórnamaður í stjórn Nanitor, í tilkynningu. Átta ára þróun að baki „Viðskiptatækifæri Nanitor er að fyrirtæki og stjórnvöld erlendis hafa gert sér grein fyrir netöryggisvánni og eru að fjárfesta gríðarlega í kerfislægu netöryggi. Þessi fjármögnun gerir okkur kleift að byggja upp frekar starfssemi okkar erlendis og takast á við stækkun félagsins næstu misseri,“ segir Jón Fannar Karlsson Taylor, forstjóri Nanitor. Lausn Nanitor hefur verið í þróun síðastliðin átta ár og felst í því að geta sótt öryggisupplýsingar niður á einstaka tölvu og tæki sem staðsett er hjá viðskiptavinum í rauntíma. Nýsköpun Tækni Netöryggi Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það sérhæfi sig í rauntímagreiningu á heildstæðu grunnöryggi tölvukerfa fyrirtækja með því markmiði að bæta öryggisstöðu upplýsingakerfa. „Með þessari virku vöktun er fylgst með öryggisstillingum, þekktum veikleikum og hugbúnaðaruppfærslum tölvukerfa en þannig er komið í veg fyrir að skaði hljótist af mögulegum netárásum.“ Meðal viðskiptavina Nanitor í dag eru Booking.com, Rentalcars.com, Birmingham City Council, Oman Arab Bank, Festi, Rarik og Valitor. Lausnin sögð einstök á heimsvísu Að sögn Nanitor felst sérstaða þess í snjallgreiningarlausninni Nanitor Discovery Engine sem uppsett sé á netþjónum, útstöðvum, netbúnaði og gagnagrunnum og birti rauntímastöðuyfirlit í miðlægu stjórnborði. Stjórnborðið geri stjórnendum fyrirtækja og netöyggis auðvelt að hafa yfirsýn, og bregðast hratt við mögulegri vá. „Lausn Nanitor er einstök á heimsvísu og gerir fyrirtækjum stórum sem smáum kleift að verjast mögulegum netárásum á mjög skilvirkan og einfaldan hátt. Áður fyrr voru netöryggislausnir af þessum gæðaflokki eingöngu aðgengilegar erlendum stjónvöldum og stærri fyrirtækjum. Í þessum málaflokki eru netöryggismál oft keyrð áfram af viðbragði við utankomandi vá en Nanitor lausnin snýr þessu við og byggir upp kerfislegt grunnnetöryggi sem eykur mótstöðuafl gegn yfirvofandi netárásum,“ segir Sigurður Arnljótsson, fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og stjórnamaður í stjórn Nanitor, í tilkynningu. Átta ára þróun að baki „Viðskiptatækifæri Nanitor er að fyrirtæki og stjórnvöld erlendis hafa gert sér grein fyrir netöryggisvánni og eru að fjárfesta gríðarlega í kerfislægu netöryggi. Þessi fjármögnun gerir okkur kleift að byggja upp frekar starfssemi okkar erlendis og takast á við stækkun félagsins næstu misseri,“ segir Jón Fannar Karlsson Taylor, forstjóri Nanitor. Lausn Nanitor hefur verið í þróun síðastliðin átta ár og felst í því að geta sótt öryggisupplýsingar niður á einstaka tölvu og tæki sem staðsett er hjá viðskiptavinum í rauntíma.
Nýsköpun Tækni Netöryggi Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira