Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. maí 2022 08:00 Það er skiljanlegt að snjallvæðingunni mæti stundum mótstaða á vinnustöðum því snjallar lausnir leysa oft af hólmi verkefni sem fólk hefur áður sinnt. Hins vegar segir Brynjólfur Borgar framkvæmdastjóri DataLab að frekar megi horfa til þeirra tækifæra sem verða til í kjölfarið því ný eða breytt störf og verkefni verða þá til. Mótstaða við snjallvæðinguna er þó ekki aðeins að finna hjá starfsmönnum, heldur líka æðstu stjórnendum og jafnvel stjórnarmönnum. Vísir/Vilhelm Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. En Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab bendir á að með aukinni snjallvæðingu verður oft til ný geta eða tækifæri innan fyrirtækja til frekari starfsþróunar og verkefna sem þarf að sinna. Snjallar lausnir séu því ekki eitthvað sem fólk þarf að hræðast, heldur frekar eðlilegt framhald af stafvæðingu. Brynjólfur fór fyrir stuttu yfir það með Atvinnulífinu hvers vegna hann telur mikilvægt að íslenskt atvinnulíf efli samkeppnishæfni sína með því að ganga lengra í snjallvæðingu. Til að taka einfalt dæmi um hver munurinn er á milli stafvæðingar og snjallvæðingar má nefna Spotify sem dæmi: Starfsemi Spotify stafvæddi neyslu tónlistar. Spotify lét þó ekki staðar numið heldur nýtti sér gögnin sem safnast upp með notkun viðskiptavina og nýttust þannig til að snjallvæða þjónustuna og búa til sérsniðna lagalista að smekk hvers og eins. Brynjólfur segir gagnaóreiðu oft meiri fyrirstöðu innan fyrirtækja heldur en að gögn séu ekki til staðar. Og að oftar en ekki felist áskorunin í því að leysa úr þeim hnút að koma gögnum fyrir í nútímalegum gagnainnviðum og tryggja aðgengi að þeim. „Og byrja að nýta þau í snjöllum lausnum.“ Oft er fyrirstöðuna að finna á skorti á þekkingu á því hvernig nýta megi gögn til að ná árangri. „Tæknin er ný af nálinni og því er eðlilegt að skilningur sé upp og ofan. Hér er þjóðráð að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum, bæði innan og utan veggja fyrirtækisins.“ Brynjólfur segir þegar vitað að það verði skortur á sérfræðingum í gagnavinnslu og gagnavísindum næstu árin. Hann bendir þó á að innanbúðarfólk búi oftast yfir mikilli sérþekkingu sem hægt er að nýta vel til að þróa snjallar lausnir. Vinnustaðir þurfi fyrst og fremst að tryggja fólkinu sínu markvissa og góða þjálfun og leiðsögn. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Helstu gryfjurnar og lausnir DataLab tók saman fjögur atriði sem Brynjólfur segir algengustu gryfjurnar til að forðast eða vera vakandi yfir að séu ekki til staðar innan fyrirtækja. Þessi fjögur atriði eru. 1. Vitlaust verkefni er valið Mikilvægast í byrjun er að velja rétt verkefni og þess vegna þarf að liggja fyrir skýr mynd af því hvernig verkefninu er ætlað að styrkja innri ferla eða bæta þjónustu. Til þess að tryggja þetta þarf að hefja vegferðina á traustri stefnumótun og tryggja þannig að snjallvæðingin styðji við heildarstefnu fyrirtækisins. 2. Andstaða innanhús og lítill skilningur Snjallar gagnalausnir munu leysa mannshöndina af hólmi í mörgum verkefnum samhliða því að bæta við nýrri getu. Þess vegna kemur fyrir að ýmsar snjallar hugmyndir veki einhvern ótta og mæti jafnvel andstöðu innan vinnustaða. Þessi mótstaða er ekki aðeins eitthvað sem má finna hjá starfsmönnum, heldur einnig æðstu stjórnendum og stjórnarmönnum. Sérstaklega í þeim tilvikum þar sem skilningur er takmarkaður á möguleikum tækninnar. „Eftir höfðinu dansa limirnir.“ Lausnin á þessu er til dæmis að skoða hvernig nýta megi tímann í önnur virðisaukandi verkefni sem jafnvel sitja oft á hakanum vegna þess að fólk er upptekið við að sinna sömu verkefnunum aftur og aftur. Ef snjöll lausn leysir þau verkefni af hólmi, breytast stundum störf úr því að vera rútínustörf í meiri ráðgjafastörf og vinnutíminn er þá nýttur í annað og meira, til dæmis samskipti við viðskiptavini. Hér eru því ýmiss tækifæri til starfsþróunar. „En vakningin er mikil um þessar mundir, það er eins og faraldurinn hafi ýtt við okkur og nú víkur vantraust fyrir tiltrú á eigin getu til að taka þessi snjöllu skref,“ segir Brynjólfur. 3. Gagnaóreiðan Oft er mikið magn gagna og gagnaóreiða stórt verkefni að ráðast í og nánast að fólki fallist hendur: Hvar á að byrja? Og hvernig á að geyma þessi gögn á öruggan hátt og í samræmi við persónuvernd og fleira? Galdurinn hér er að láta ekki yfirþyrmandi magn gagna draga úr framkvæmdargleðinni og viljanum til að búa til snjallar lausnir. Þetta verkefni er því aðeins til að yfirstíga og því meira sem hægt er að vinna með gögn, því betra. „Best er að geyma gögnin á einum, öruggum stað, til dæmis í skýjaþjónustu, í stað þess að hafa þau dreifð á mörgum netþjónum, hvað þá í eiginlegum skjalaskápum. Magnið er ekki vandi í sjálfu sér – því meiri gögn, þeim mun meira fóður fyrir reikniritin.“ 4. Skortur á færni og þekkingu Að sögn Brynjólfs stefnir í að skortur verði á sérfræðingum í gagnavinnslu og gagnavísindum næstu árin. Að því leiðir eru sum fyrirtæki hikandi við þróun gagnalausna. Hins vegar er líka skortur á þekkingu um það hvernig hægt er að nýta snjallar lausnir á hagnýtan hátt þegar þær hafa verið smíðaðar. Þetta þekkingargap þarf að brúa, annað hvort með nýju fólki eða markvissri þjálfun þeirra sem fyrir eru. Hérna bendir Brynjólfur á að innanbúðarfólk hefur gjarnan verðmæta sérþekkingu, sem oft nýtist vel þegar ætlunin er að koma auga á tækifæri snjallvæðingar. Fyrst og fremst þarf að tryggja starfsfólkinu rétta þjálfun og leiðsögn. Fyrri hluta viðtals við Brynjólf Borgar um snjallvæðinguna má sjá hér. Stafræn þróun Tækni Nýsköpun Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Starfsframi Stjórnun Gervigreind Tengdar fréttir „Miklu að tapa ef fyrirtæki eru of sein og missa af lestinni“ 3. desember 2020 07:01 Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
En Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab bendir á að með aukinni snjallvæðingu verður oft til ný geta eða tækifæri innan fyrirtækja til frekari starfsþróunar og verkefna sem þarf að sinna. Snjallar lausnir séu því ekki eitthvað sem fólk þarf að hræðast, heldur frekar eðlilegt framhald af stafvæðingu. Brynjólfur fór fyrir stuttu yfir það með Atvinnulífinu hvers vegna hann telur mikilvægt að íslenskt atvinnulíf efli samkeppnishæfni sína með því að ganga lengra í snjallvæðingu. Til að taka einfalt dæmi um hver munurinn er á milli stafvæðingar og snjallvæðingar má nefna Spotify sem dæmi: Starfsemi Spotify stafvæddi neyslu tónlistar. Spotify lét þó ekki staðar numið heldur nýtti sér gögnin sem safnast upp með notkun viðskiptavina og nýttust þannig til að snjallvæða þjónustuna og búa til sérsniðna lagalista að smekk hvers og eins. Brynjólfur segir gagnaóreiðu oft meiri fyrirstöðu innan fyrirtækja heldur en að gögn séu ekki til staðar. Og að oftar en ekki felist áskorunin í því að leysa úr þeim hnút að koma gögnum fyrir í nútímalegum gagnainnviðum og tryggja aðgengi að þeim. „Og byrja að nýta þau í snjöllum lausnum.“ Oft er fyrirstöðuna að finna á skorti á þekkingu á því hvernig nýta megi gögn til að ná árangri. „Tæknin er ný af nálinni og því er eðlilegt að skilningur sé upp og ofan. Hér er þjóðráð að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum, bæði innan og utan veggja fyrirtækisins.“ Brynjólfur segir þegar vitað að það verði skortur á sérfræðingum í gagnavinnslu og gagnavísindum næstu árin. Hann bendir þó á að innanbúðarfólk búi oftast yfir mikilli sérþekkingu sem hægt er að nýta vel til að þróa snjallar lausnir. Vinnustaðir þurfi fyrst og fremst að tryggja fólkinu sínu markvissa og góða þjálfun og leiðsögn. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Helstu gryfjurnar og lausnir DataLab tók saman fjögur atriði sem Brynjólfur segir algengustu gryfjurnar til að forðast eða vera vakandi yfir að séu ekki til staðar innan fyrirtækja. Þessi fjögur atriði eru. 1. Vitlaust verkefni er valið Mikilvægast í byrjun er að velja rétt verkefni og þess vegna þarf að liggja fyrir skýr mynd af því hvernig verkefninu er ætlað að styrkja innri ferla eða bæta þjónustu. Til þess að tryggja þetta þarf að hefja vegferðina á traustri stefnumótun og tryggja þannig að snjallvæðingin styðji við heildarstefnu fyrirtækisins. 2. Andstaða innanhús og lítill skilningur Snjallar gagnalausnir munu leysa mannshöndina af hólmi í mörgum verkefnum samhliða því að bæta við nýrri getu. Þess vegna kemur fyrir að ýmsar snjallar hugmyndir veki einhvern ótta og mæti jafnvel andstöðu innan vinnustaða. Þessi mótstaða er ekki aðeins eitthvað sem má finna hjá starfsmönnum, heldur einnig æðstu stjórnendum og stjórnarmönnum. Sérstaklega í þeim tilvikum þar sem skilningur er takmarkaður á möguleikum tækninnar. „Eftir höfðinu dansa limirnir.“ Lausnin á þessu er til dæmis að skoða hvernig nýta megi tímann í önnur virðisaukandi verkefni sem jafnvel sitja oft á hakanum vegna þess að fólk er upptekið við að sinna sömu verkefnunum aftur og aftur. Ef snjöll lausn leysir þau verkefni af hólmi, breytast stundum störf úr því að vera rútínustörf í meiri ráðgjafastörf og vinnutíminn er þá nýttur í annað og meira, til dæmis samskipti við viðskiptavini. Hér eru því ýmiss tækifæri til starfsþróunar. „En vakningin er mikil um þessar mundir, það er eins og faraldurinn hafi ýtt við okkur og nú víkur vantraust fyrir tiltrú á eigin getu til að taka þessi snjöllu skref,“ segir Brynjólfur. 3. Gagnaóreiðan Oft er mikið magn gagna og gagnaóreiða stórt verkefni að ráðast í og nánast að fólki fallist hendur: Hvar á að byrja? Og hvernig á að geyma þessi gögn á öruggan hátt og í samræmi við persónuvernd og fleira? Galdurinn hér er að láta ekki yfirþyrmandi magn gagna draga úr framkvæmdargleðinni og viljanum til að búa til snjallar lausnir. Þetta verkefni er því aðeins til að yfirstíga og því meira sem hægt er að vinna með gögn, því betra. „Best er að geyma gögnin á einum, öruggum stað, til dæmis í skýjaþjónustu, í stað þess að hafa þau dreifð á mörgum netþjónum, hvað þá í eiginlegum skjalaskápum. Magnið er ekki vandi í sjálfu sér – því meiri gögn, þeim mun meira fóður fyrir reikniritin.“ 4. Skortur á færni og þekkingu Að sögn Brynjólfs stefnir í að skortur verði á sérfræðingum í gagnavinnslu og gagnavísindum næstu árin. Að því leiðir eru sum fyrirtæki hikandi við þróun gagnalausna. Hins vegar er líka skortur á þekkingu um það hvernig hægt er að nýta snjallar lausnir á hagnýtan hátt þegar þær hafa verið smíðaðar. Þetta þekkingargap þarf að brúa, annað hvort með nýju fólki eða markvissri þjálfun þeirra sem fyrir eru. Hérna bendir Brynjólfur á að innanbúðarfólk hefur gjarnan verðmæta sérþekkingu, sem oft nýtist vel þegar ætlunin er að koma auga á tækifæri snjallvæðingar. Fyrst og fremst þarf að tryggja starfsfólkinu rétta þjálfun og leiðsögn. Fyrri hluta viðtals við Brynjólf Borgar um snjallvæðinguna má sjá hér.
Stafræn þróun Tækni Nýsköpun Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Starfsframi Stjórnun Gervigreind Tengdar fréttir „Miklu að tapa ef fyrirtæki eru of sein og missa af lestinni“ 3. desember 2020 07:01 Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01
Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08
„Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00
Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00