Misst fjögur börn úr vannæringu og komin á spítala með það fimmta Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 12:01 Hin þrítuga Nazia heldur á vannærðu barni sínu á spítala í Parwan. Ap/Ebrahim Noroozi Líklegt er að 1,1 milljón barna í Afganistan undir fimm ára aldri muni þjást af hættulegustu tegund vannæringar á þessu ári, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða tvöföldun frá árinu 2018 en fjöldinn stóð rétt undir milljón barna á seinasta ári. Sífellt fleiri hungruð börn eru lögð inn á heilbrigðisstofnanir í landinu og fer staðan versnandi. Hjálparstofnanir sem fæddu milljónir íbúa og forðuðu landinu frá hungursneyð eftir valdatöku talibana eiga nú sífellt erfiðara með að halda í við þróunina. Að sögn þeirra hefur fátækt stóraukist í landinu og fleiri Afganar nú hjálparþurfi á sama tíma og matvælaverð fer hækkandi á heimsvísu í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Þá segir í nýlegri skýrslu að enn sé ekki búið að efna öll loforð um erlenda fjárhagsaðstoð. Hafði ekki efni á því að koma börnunum undir læknishendur Hin þrítuga Nazia segist hafa misst fjögur börn úr vannæringu, tvær dætur og tvo syni, öll undir tveggja ára aldri. „Öll fjögur létust vegna fjárhagserfiðleika og fátæktar,“ segir Nazia í samtali við AP-fréttaveituna. Hún hafi ekki haft efni á því að koma þeim undir læknishendur þegar veikindin versnuðu. Nazia bætir við að eiginmaðurinn sé daglaunamaður og fíkill sem komi sjaldnast með nokkrar tekjur heim. Fréttamaður AP hitti hana á Charakar-spítalanum í Parwan-héraði í norðurhluta landsins þar sem Nazia og sjö mánaða dóttir hennar þiggja læknismeðferð vegna næringarskorts. Líkt og margir Afganar ber Nazia einungis eitt nafn. Afgönsk móðir aðstoðar vannærðan son sinn á spítala í höfuðborginni Kabúl.AP/Ebrahim Noroozi Valdatakan bætti gráu ofan á svart Stöðug aukning hefur verið í fjölda barna undir fimm ára aldri sem lögð eru inn á heilbrigðisstofnanir með alvarlega vannæringu síðustu tvö ár. Þannig voru 16 þúsund slík tilfelli skráð í mars 2020, 18 þúsund í mars 2021 og 28 þúsund ári síðar, að sögn Mohamed Ag Ayoya, fulltrúa UNICEF Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Fyrir valdatöku talibana í fyrra blasti fæðuskortur við Afganistan vegna langvarandi stríðsátaka og mestu þurrka sem íbúar hafa þurft að þola í áratugi. Eftir valdatökuna hrundi síðan efnahagur landsins þegar alþjóðlegar refsiaðgerðir skáru á erlent fjárflæði til afganskra stjórnvalda og margar hjálparstofnanir hurfu frá landinu. Afganistan Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Sífellt fleiri hungruð börn eru lögð inn á heilbrigðisstofnanir í landinu og fer staðan versnandi. Hjálparstofnanir sem fæddu milljónir íbúa og forðuðu landinu frá hungursneyð eftir valdatöku talibana eiga nú sífellt erfiðara með að halda í við þróunina. Að sögn þeirra hefur fátækt stóraukist í landinu og fleiri Afganar nú hjálparþurfi á sama tíma og matvælaverð fer hækkandi á heimsvísu í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Þá segir í nýlegri skýrslu að enn sé ekki búið að efna öll loforð um erlenda fjárhagsaðstoð. Hafði ekki efni á því að koma börnunum undir læknishendur Hin þrítuga Nazia segist hafa misst fjögur börn úr vannæringu, tvær dætur og tvo syni, öll undir tveggja ára aldri. „Öll fjögur létust vegna fjárhagserfiðleika og fátæktar,“ segir Nazia í samtali við AP-fréttaveituna. Hún hafi ekki haft efni á því að koma þeim undir læknishendur þegar veikindin versnuðu. Nazia bætir við að eiginmaðurinn sé daglaunamaður og fíkill sem komi sjaldnast með nokkrar tekjur heim. Fréttamaður AP hitti hana á Charakar-spítalanum í Parwan-héraði í norðurhluta landsins þar sem Nazia og sjö mánaða dóttir hennar þiggja læknismeðferð vegna næringarskorts. Líkt og margir Afganar ber Nazia einungis eitt nafn. Afgönsk móðir aðstoðar vannærðan son sinn á spítala í höfuðborginni Kabúl.AP/Ebrahim Noroozi Valdatakan bætti gráu ofan á svart Stöðug aukning hefur verið í fjölda barna undir fimm ára aldri sem lögð eru inn á heilbrigðisstofnanir með alvarlega vannæringu síðustu tvö ár. Þannig voru 16 þúsund slík tilfelli skráð í mars 2020, 18 þúsund í mars 2021 og 28 þúsund ári síðar, að sögn Mohamed Ag Ayoya, fulltrúa UNICEF Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Fyrir valdatöku talibana í fyrra blasti fæðuskortur við Afganistan vegna langvarandi stríðsátaka og mestu þurrka sem íbúar hafa þurft að þola í áratugi. Eftir valdatökuna hrundi síðan efnahagur landsins þegar alþjóðlegar refsiaðgerðir skáru á erlent fjárflæði til afganskra stjórnvalda og margar hjálparstofnanir hurfu frá landinu.
Afganistan Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira