Einn var um borð í bátnum sem var staddur um einn og hálfan kílómetra frá landi rétt vestur af Straumsvík, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Mikill forgangur var á útkallinu þar sem bátinn rak hratt að landi og var björgunarbátur frá Hafnarfirði komin á vettvang aðeins um hálftíma eftir að útkall barst.
Áhöfn björgunarbátsins tók bátinn í tog dróg hann til hafnar. Alls tók útkallið um klukkustund og allt fór vel að lokum.