Fjöldamorðingjar sækja innblástur til Frakklands Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. maí 2022 15:31 Payton Gendron leiddur fyrir dómara eftir fjöldamorðin í Buffalo. Scott Olson/GettyImages Ekkert lát er á fjöldamorðum í Bandaríkjunum. Æ fleiri þeirra eru framin af kynþáttahöturum sem beina vopnum sínum að minnihlutahópum. Margir þeirra sækja innblástur sinn í bók sem kom út í Frakklandi fyrir 10 árum. Æ fleiri fjöldamorðingjar síðustu missera hafa réttlætt gjörðir sínar með því að vísa til kenningarinnar „The Great Replacement“ sem á íslensku væri hægt að kalla „Hin stóru umskipti“. Þetta er lítið þekkt kenning sem þó hefur vaxið hratt fiskur um hrygg á síðustu árum. Hin stóru umskipti Fyrir áratug gaf franski rithöfundurinn Renaud Camus út bók með þessum titli, Hin stóru umskipti. Þar er því haldið fram að í gangi sé stórt samsæri runnið undan rifjum frjálslyndra og vinstri sinnaðra alþjóðasinna á Vesturlöndum sem miði að því að flytja inn stóra hópa múslima og fólks frá Afríku og með þeim hætti gera hvíta Evrópubúa og Bandaríkjamenn að minnihluta í eigin heimahögum. Camus, sem er 75 ára gamall, hefur verið hálfgerður minnipokamaður í sínu starfi sem rithöfundur. Þessi bók aflaði honum þó fylgis á meðal öfgahægrimanna og þjóðernissinna og nú er svo komið að þó nokkur fjöldi framámanna í bandaríska Repúblikanaflokknum heldur þessari kenningu á lofti. Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox heldur til að mynda þessari kenningu hátt á lofti. Og sem fyrr segir, þá réttlæta æ fleiri fjöldamorðingjar gjörðir sínar með því að vísa til þessarar kenningar. Þar má meðal annars nefna Payton Gendron sem um miðjan þennan mánuð drap 10 blökkumenn í stórmarkaði í Buffalo í Bandaríkjunum og Brenton Harrison, sem árið 2019 myrti 51 mann við mosku í Nýja Sjálandi. Segist vera friðarsinni Camus sjálfur segir í samtali við spænska dagblaðið El País að hann sé einlægur friðarsinni og innblásinn af boðskap Gandhis, hann hafi engan veginn verið að búa til eða setja fram kenningu í bókinni um umskiptin, heldur hreinlega verið að lýsa veruleikanum og staðreyndum. Hann segist ekki bera nokkra ábyrgð á verkum þessara fjöldamorðingja, veruleikinn í kringum þá sé þeirra innblástur. Fjöldamorðum hvítra kynþáttahatara hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum í Bandaríkjunum, svo mjög að Christopher Wray, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði við yfirheyrslur í bandaríska þinginu í fyrrahaust að þau væru orðin helsta hryðjuverkaógn Bandaríkjanna og að leyniþjónustan væri með um 2.000 mál undir smásjánni þar sem kynþáttahatarar ættu hlut að máli, tvisvar sinnum fleiri en fyrir 5 árum. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Frakkland Tengdar fréttir Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Æ fleiri fjöldamorðingjar síðustu missera hafa réttlætt gjörðir sínar með því að vísa til kenningarinnar „The Great Replacement“ sem á íslensku væri hægt að kalla „Hin stóru umskipti“. Þetta er lítið þekkt kenning sem þó hefur vaxið hratt fiskur um hrygg á síðustu árum. Hin stóru umskipti Fyrir áratug gaf franski rithöfundurinn Renaud Camus út bók með þessum titli, Hin stóru umskipti. Þar er því haldið fram að í gangi sé stórt samsæri runnið undan rifjum frjálslyndra og vinstri sinnaðra alþjóðasinna á Vesturlöndum sem miði að því að flytja inn stóra hópa múslima og fólks frá Afríku og með þeim hætti gera hvíta Evrópubúa og Bandaríkjamenn að minnihluta í eigin heimahögum. Camus, sem er 75 ára gamall, hefur verið hálfgerður minnipokamaður í sínu starfi sem rithöfundur. Þessi bók aflaði honum þó fylgis á meðal öfgahægrimanna og þjóðernissinna og nú er svo komið að þó nokkur fjöldi framámanna í bandaríska Repúblikanaflokknum heldur þessari kenningu á lofti. Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox heldur til að mynda þessari kenningu hátt á lofti. Og sem fyrr segir, þá réttlæta æ fleiri fjöldamorðingjar gjörðir sínar með því að vísa til þessarar kenningar. Þar má meðal annars nefna Payton Gendron sem um miðjan þennan mánuð drap 10 blökkumenn í stórmarkaði í Buffalo í Bandaríkjunum og Brenton Harrison, sem árið 2019 myrti 51 mann við mosku í Nýja Sjálandi. Segist vera friðarsinni Camus sjálfur segir í samtali við spænska dagblaðið El País að hann sé einlægur friðarsinni og innblásinn af boðskap Gandhis, hann hafi engan veginn verið að búa til eða setja fram kenningu í bókinni um umskiptin, heldur hreinlega verið að lýsa veruleikanum og staðreyndum. Hann segist ekki bera nokkra ábyrgð á verkum þessara fjöldamorðingja, veruleikinn í kringum þá sé þeirra innblástur. Fjöldamorðum hvítra kynþáttahatara hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum í Bandaríkjunum, svo mjög að Christopher Wray, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði við yfirheyrslur í bandaríska þinginu í fyrrahaust að þau væru orðin helsta hryðjuverkaógn Bandaríkjanna og að leyniþjónustan væri með um 2.000 mál undir smásjánni þar sem kynþáttahatarar ættu hlut að máli, tvisvar sinnum fleiri en fyrir 5 árum.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Frakkland Tengdar fréttir Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46
Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31