Ferðamenn, ferðalög og einkaneysla knýja mikinn hagvöxt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2022 10:31 Erlendir ferðamenn eru aftur komnir á stjá hér á landi. Vísir/Vilhelm Hagstofa Íslands áætlar að landsframleiðsla hafi aukist að raungildi um 8,6 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í þjóðhagsreikningum Hagstofunnar, sem birtir voru í dag. Þar kemur fram að áætlað sé að einkaneysla hafi aukist um 8,8 prósent að raungildi á tímabilinu borið saman við sama tímabil fyrra árs. Segir Hagstofan að það skýrist að umtalsverðu leyti af auknum ferðalögum og neysluútgjöldum Íslendinga erlendis á tímabilinu. Þá mældist einnig umtalsverð aukning í kaupum heimila á nýjum bifreiðum á tímabilinu en á móti mældist samdráttur í öðrum neysluflokkum svo sem áfengi, húsbúnaði og innréttingum. Aukning í útfluttri þjónustu mældist 80,8 prósent á tímabilinu sem skýrist fyrst og fremst af mikilli aukningu í komum erlendra ferðamanna til Íslands. Samkvæmt talningu á erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll nam fjöldi þeirra um 245 þúsund á tímabilinu borið saman við tæplega 12 þúsund á sama tímabili árið 2021. Talsverður vöxtur mældist einnig í þjónustuinnflutningi eða 68,7 prósent sem skýrist að verulegu leyti af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda eftir mikinn samdrátt á árunum 2020 og 2021 vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vöxtur í inn- og útflutningi þjónustu hefur ekki mælst meiri frá því að ársfjórðungslegar mælingar landsframleiðslu hófust hér á landi. Efnahagsmál Verslun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Þetta kemur fram í þjóðhagsreikningum Hagstofunnar, sem birtir voru í dag. Þar kemur fram að áætlað sé að einkaneysla hafi aukist um 8,8 prósent að raungildi á tímabilinu borið saman við sama tímabil fyrra árs. Segir Hagstofan að það skýrist að umtalsverðu leyti af auknum ferðalögum og neysluútgjöldum Íslendinga erlendis á tímabilinu. Þá mældist einnig umtalsverð aukning í kaupum heimila á nýjum bifreiðum á tímabilinu en á móti mældist samdráttur í öðrum neysluflokkum svo sem áfengi, húsbúnaði og innréttingum. Aukning í útfluttri þjónustu mældist 80,8 prósent á tímabilinu sem skýrist fyrst og fremst af mikilli aukningu í komum erlendra ferðamanna til Íslands. Samkvæmt talningu á erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll nam fjöldi þeirra um 245 þúsund á tímabilinu borið saman við tæplega 12 þúsund á sama tímabili árið 2021. Talsverður vöxtur mældist einnig í þjónustuinnflutningi eða 68,7 prósent sem skýrist að verulegu leyti af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda eftir mikinn samdrátt á árunum 2020 og 2021 vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vöxtur í inn- og útflutningi þjónustu hefur ekki mælst meiri frá því að ársfjórðungslegar mælingar landsframleiðslu hófust hér á landi.
Efnahagsmál Verslun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira