Hækkunin er sú mesta frá hruni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. maí 2022 17:47 Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir launafólk finna vel fyrir öllum þeim hækkunum sem orðið hafa undanfarið. Vísir/Egill Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. Fasteignamat ársins 2023 var birt í dag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar mest á Suðurlandi eða um 22,4 prósent en minnst á Austurlandi eða um 14,9 prósent . Á höfuðborgarsvæðinu hækkar það um 20,2 prósent. Af einstaka sveitarfélögunum hækkar fasteignamat mest í Hveragerði, Árborg og Skorradalshreppi en þar er hækkunin um og yfir þrjátíu prósent. Minnst er hækkunin í Dalvíkurbyggð, Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Þá hækkar fasteignamat sumarhúsa um rúm tuttugu prósent og atvinnuhúsnæðis um tíu prósent. Hækkun á fasteignamati nú er sú mesta frá hruni. Á grundvelli þessa fasteignamats eiga svo sveitarfélögin eftir að taka ákvörðun um fasteignagjöld í haust. Þannig geta þessar hækkanir á fasteignamati haft áhrif á það hvað fólk greiðir í fasteignagjöld á næsta ári. „Það er í rauninni sveitarfélögunum í sjálfsvald sett hvernig þau leggja á fasteignaskattana að einhverju leyti. Þannig það er á þeirra ábyrgð að þessi gríðarlega hækkun fasteignamats verði ekki til þess að rýra kjör almennings þegar kemur að hækkun fasteignaskattanna,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segir hækkanirnar geta haft áhrif á komandi kjaraviðræður. „Við erum í dýrtíð. Það eru að hækka öll aðföng, matvæli, vextir eru að hækka og verðbólga er farin að stað. Þannig að auðvitað eru heimilin á Íslandi að taka töluverðan skell akkúrat núna. Auðvitað mun þetta líka hafa áhrif á kjarasamningsviðræðurnar í haust þar sem við erum að verja lífskjör almennings og sækja fram.“ Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í dag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar mest á Suðurlandi eða um 22,4 prósent en minnst á Austurlandi eða um 14,9 prósent . Á höfuðborgarsvæðinu hækkar það um 20,2 prósent. Af einstaka sveitarfélögunum hækkar fasteignamat mest í Hveragerði, Árborg og Skorradalshreppi en þar er hækkunin um og yfir þrjátíu prósent. Minnst er hækkunin í Dalvíkurbyggð, Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Þá hækkar fasteignamat sumarhúsa um rúm tuttugu prósent og atvinnuhúsnæðis um tíu prósent. Hækkun á fasteignamati nú er sú mesta frá hruni. Á grundvelli þessa fasteignamats eiga svo sveitarfélögin eftir að taka ákvörðun um fasteignagjöld í haust. Þannig geta þessar hækkanir á fasteignamati haft áhrif á það hvað fólk greiðir í fasteignagjöld á næsta ári. „Það er í rauninni sveitarfélögunum í sjálfsvald sett hvernig þau leggja á fasteignaskattana að einhverju leyti. Þannig það er á þeirra ábyrgð að þessi gríðarlega hækkun fasteignamats verði ekki til þess að rýra kjör almennings þegar kemur að hækkun fasteignaskattanna,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segir hækkanirnar geta haft áhrif á komandi kjaraviðræður. „Við erum í dýrtíð. Það eru að hækka öll aðföng, matvæli, vextir eru að hækka og verðbólga er farin að stað. Þannig að auðvitað eru heimilin á Íslandi að taka töluverðan skell akkúrat núna. Auðvitað mun þetta líka hafa áhrif á kjarasamningsviðræðurnar í haust þar sem við erum að verja lífskjör almennings og sækja fram.“
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira