Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 14:31 Gauff ritar skilaboðin á sjónvarpsmyndavél í París í gær. Tim Clayton/Corbis via Getty Images Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. Gauff lagði hina ítölsku Martinu Trevisan í undanúrslitum mótsins í gær og tryggði sér þannig í úrslitaviðureign í einliðaleik á Opna franska í fyrsta skipti. Þar bíður hennar strembið verkefni er hún tekst á við hina pólsku Igu Swiatek, sem er efst á heimslistanum. Eftir sigur gærdagsins greip Gauff í tússpenna og skrifaði skilaboð á sjónvarpsmyndavél. Þar sagði: „Friður. Bindum enda á skotárásir.“ Hávært ákall hefur verið eftir breytingum á byssulöggjöf vestanhafs eftir að 19 börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Þá voru þrír starfsmenn og einn sjúklingur á sjúrkahúsi í Oklahoma drepin í skotárás í gær. „Ég vaknaði í morgun og sá að það var önnur skotárás og hugsaði hvað þetta er brenglað,“ sagði Gauff í viðtali eftir keppni gærdagsins. „Mér fannst rétt að gera þetta í augnablikinu. Vonandi skilar þetta sér til fólksins sem með valdið fer, og verði til breytinga.“ Skilaboðin sem Gauff ritaði á vélina.Tim Clayton/Corbis via Getty Images Íþróttafólk eigi að láta í sér heyra Gauff er á meðal fjölda íþróttafólks sem hefur kallað eftir breytingum eftir árásina í síðustu viku. Þar má meðal annars nefna LeBron James, Serenu Williams, Naomi Osaka og Colin Kaepernick. „Mér finnst við oft skilgreind innan þröngs ramma og fólk segi að aðskilja eigi íþróttir og pólitík. Ég er sammála að vissu leyti, en á sama tíma er ég fyrst og fremst manneskja, fremur en tenniskona,“ segir Gauff. „Auðvitað er mér ekki sama um þessi mál og mun láta í mér heyra. Ef eitthvað er, þá gefa íþróttirnar manni þetta sviðljós, sem gefur færi á að ná til fleira fólks.“ Gauff keppir til úrslita á Opna franska gegn Igu Swiatek á laugardag. Gauff er aðeins 18 ára gömul og er sú yngsta til að keppa til úrslita á mótinu frá Kim Clijsters sem komst í úrslit 2001. Verkefnið er ærið þar sem Swiatek hefur unnið síðustu 34 leiki sína í röð og fagnað sigri á síðustu fimm mótum. Tveir úrslitaleikir bíða Gauff á Roland Garros-vellinum um helgina en hún tryggði sér sæti í úrslitum í tvíliðaleik með sigri í undanúrslitum í dag. Þar unnu þær Gauff og landa hennar Jessica Pegula 6-4 7-6 (7-4) sigur á Madison Keys og Taylor Townsend, sem einnig eru frá Bandaríkjunum. Gauff vakti fyrst athygli árið 2019 þegar hún komst í 16 manna úrslit á Wimbledon-mótinu í Englandi, aðeins 15 ára gömul. Hún hefur unnið fjóra titla á ferlinum en leitar enn síns fyrsta risatitilins, sem hún hefur aldrei verið eins nálægt og nú. Tennis Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Sjá meira
Gauff lagði hina ítölsku Martinu Trevisan í undanúrslitum mótsins í gær og tryggði sér þannig í úrslitaviðureign í einliðaleik á Opna franska í fyrsta skipti. Þar bíður hennar strembið verkefni er hún tekst á við hina pólsku Igu Swiatek, sem er efst á heimslistanum. Eftir sigur gærdagsins greip Gauff í tússpenna og skrifaði skilaboð á sjónvarpsmyndavél. Þar sagði: „Friður. Bindum enda á skotárásir.“ Hávært ákall hefur verið eftir breytingum á byssulöggjöf vestanhafs eftir að 19 börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Þá voru þrír starfsmenn og einn sjúklingur á sjúrkahúsi í Oklahoma drepin í skotárás í gær. „Ég vaknaði í morgun og sá að það var önnur skotárás og hugsaði hvað þetta er brenglað,“ sagði Gauff í viðtali eftir keppni gærdagsins. „Mér fannst rétt að gera þetta í augnablikinu. Vonandi skilar þetta sér til fólksins sem með valdið fer, og verði til breytinga.“ Skilaboðin sem Gauff ritaði á vélina.Tim Clayton/Corbis via Getty Images Íþróttafólk eigi að láta í sér heyra Gauff er á meðal fjölda íþróttafólks sem hefur kallað eftir breytingum eftir árásina í síðustu viku. Þar má meðal annars nefna LeBron James, Serenu Williams, Naomi Osaka og Colin Kaepernick. „Mér finnst við oft skilgreind innan þröngs ramma og fólk segi að aðskilja eigi íþróttir og pólitík. Ég er sammála að vissu leyti, en á sama tíma er ég fyrst og fremst manneskja, fremur en tenniskona,“ segir Gauff. „Auðvitað er mér ekki sama um þessi mál og mun láta í mér heyra. Ef eitthvað er, þá gefa íþróttirnar manni þetta sviðljós, sem gefur færi á að ná til fleira fólks.“ Gauff keppir til úrslita á Opna franska gegn Igu Swiatek á laugardag. Gauff er aðeins 18 ára gömul og er sú yngsta til að keppa til úrslita á mótinu frá Kim Clijsters sem komst í úrslit 2001. Verkefnið er ærið þar sem Swiatek hefur unnið síðustu 34 leiki sína í röð og fagnað sigri á síðustu fimm mótum. Tveir úrslitaleikir bíða Gauff á Roland Garros-vellinum um helgina en hún tryggði sér sæti í úrslitum í tvíliðaleik með sigri í undanúrslitum í dag. Þar unnu þær Gauff og landa hennar Jessica Pegula 6-4 7-6 (7-4) sigur á Madison Keys og Taylor Townsend, sem einnig eru frá Bandaríkjunum. Gauff vakti fyrst athygli árið 2019 þegar hún komst í 16 manna úrslit á Wimbledon-mótinu í Englandi, aðeins 15 ára gömul. Hún hefur unnið fjóra titla á ferlinum en leitar enn síns fyrsta risatitilins, sem hún hefur aldrei verið eins nálægt og nú.
Tennis Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Sjá meira