Annar hver andardráttur þinn kemur úr hafinu – Hugum að hafinu á Degi hafsins Margrét Hugadóttir skrifar 8. júní 2022 10:30 Á Jörðinni er eitt stórt haf sem þekur meirihluta reikistjörnunnar okkar. Þó að úthöfin eigi sér mismunandi nöfn er erfitt að sjá hvar eitt haf endar og annað haf byrjar. Breytingar á einum stað, hafa því áhrif annarsstaðar. Við erum því öll tengd. 8. júní er alþjóðlegur Dagur hafsins og er því við hæfi að rifja upp hvaða áhrif hafið hefur á líf okkar, og hvaða áhrif við höfum á hafið. Suðurskautslandið. Öll stór úthöf líkt og Atlantshafið, Kyrrahafið og Indlandshaf eru tengd og mynda eitt stórt haf. Hafið gerir Jörðina lífvænlega Líf eins og við þekkjum það gæti ekki þrifist án hafsins. Hafið leikur lykilhlutverk í hringrás vatns og svo kemur annar hver andardráttur sem við öndum að okkur frá hafinu, - helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá örsmáum lífverum í hafinu sem heita plöntusvif. Við eigum því hafinu mikið að þakka. Í hafinu má finna allt frá smæstu örverum til stærstu dýra Jarðarinnar, steypireyðar sem er stærsta dýrið sem nokkru sinni hefur verið til á Jörðinni, stærri en risaeðlur, eða um 22-33 metrar á lengd, sem er álíka og meðal sundlaug! Hafið er kraftmikið og mótar Jörðina. Krafturinn í öldunum sem skella á landið myndar kletta, björg og strendur. Lífverur í hafinu setja einnig mark sitt á Jörðina, en kóraldýr mynda kóralrif sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fjölda lífvera. Stærsta kóralrif á Jörðinni er um 2000 km á lengd og yfir 140 km á breytt og sést utan úr geimnum! Kórallar við Íslandsstrendur.Hafrannsóknarstofnun Hafið hefur áhrif á loftslag og veður Hafið jafnar út hitastigið á Jörðinni. Hitabreytingar eru hægari í hafinu en lofti og flytja hafstraumarnir varma á milli svæða. Golfstraumurinn kemur með hlýjan sjó að sunnan. Kaldur Austur-Íslandsstraumurinn og Austur-Grænlandsstraumurinn flytja kaldan sjó og jafnvel ísjaka frá Grænlandi og Norðurpólnum. Ef golfstraumurinn kæmi ekki að norðurslóðum, þá væri mun kaldara á Íslandi. Við getum ekki án hafsins verið Hafið tengir saman löndin og líka fólkið. Hafið er matarkista okkar og sækjum við í það fjölbreytta fæðu úr dýra- og jurtaríkinu sem og salt og bætiefni. Efni úr hafinu og lífverum sem þar búa eru notuð í krem og lyf. Lækning við sjúkdómum sem eru ólæknandi í dag gæti leynst á hafsbotni. Hafið veitir okkur innblástur til listsköpunar og það hefur sýnt sig að nálægð við hafið getur verið hin fínasta heilsubót. Mengun virðir engin landamæri. Plastmengun veldur skaða í lífríkinu. Súla að gefa unga plastdræsu.Bo Eide Athafnir mannanna ógna heilbrigði hafsins Loftslagsbreytingar, plastmengun í hafi, ofveiði, eyðing búsvæða og önnur mengunarhætta steðjar að lífinu í sjónum og þar af leiðandi lífinu á landi. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Heilbrigði hafsins er hnattrænt málefni sem snertir alla á Jörðinni. Hvernig vilt þú hjálpa hafinu? Kynntu þér nokkrar leiðir í bókinni Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Hugum að hafinu á Degi hafsins sem og alla aðra daga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd og höfundur bókarinnar Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Margrét Hugadóttir Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Á Jörðinni er eitt stórt haf sem þekur meirihluta reikistjörnunnar okkar. Þó að úthöfin eigi sér mismunandi nöfn er erfitt að sjá hvar eitt haf endar og annað haf byrjar. Breytingar á einum stað, hafa því áhrif annarsstaðar. Við erum því öll tengd. 8. júní er alþjóðlegur Dagur hafsins og er því við hæfi að rifja upp hvaða áhrif hafið hefur á líf okkar, og hvaða áhrif við höfum á hafið. Suðurskautslandið. Öll stór úthöf líkt og Atlantshafið, Kyrrahafið og Indlandshaf eru tengd og mynda eitt stórt haf. Hafið gerir Jörðina lífvænlega Líf eins og við þekkjum það gæti ekki þrifist án hafsins. Hafið leikur lykilhlutverk í hringrás vatns og svo kemur annar hver andardráttur sem við öndum að okkur frá hafinu, - helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá örsmáum lífverum í hafinu sem heita plöntusvif. Við eigum því hafinu mikið að þakka. Í hafinu má finna allt frá smæstu örverum til stærstu dýra Jarðarinnar, steypireyðar sem er stærsta dýrið sem nokkru sinni hefur verið til á Jörðinni, stærri en risaeðlur, eða um 22-33 metrar á lengd, sem er álíka og meðal sundlaug! Hafið er kraftmikið og mótar Jörðina. Krafturinn í öldunum sem skella á landið myndar kletta, björg og strendur. Lífverur í hafinu setja einnig mark sitt á Jörðina, en kóraldýr mynda kóralrif sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fjölda lífvera. Stærsta kóralrif á Jörðinni er um 2000 km á lengd og yfir 140 km á breytt og sést utan úr geimnum! Kórallar við Íslandsstrendur.Hafrannsóknarstofnun Hafið hefur áhrif á loftslag og veður Hafið jafnar út hitastigið á Jörðinni. Hitabreytingar eru hægari í hafinu en lofti og flytja hafstraumarnir varma á milli svæða. Golfstraumurinn kemur með hlýjan sjó að sunnan. Kaldur Austur-Íslandsstraumurinn og Austur-Grænlandsstraumurinn flytja kaldan sjó og jafnvel ísjaka frá Grænlandi og Norðurpólnum. Ef golfstraumurinn kæmi ekki að norðurslóðum, þá væri mun kaldara á Íslandi. Við getum ekki án hafsins verið Hafið tengir saman löndin og líka fólkið. Hafið er matarkista okkar og sækjum við í það fjölbreytta fæðu úr dýra- og jurtaríkinu sem og salt og bætiefni. Efni úr hafinu og lífverum sem þar búa eru notuð í krem og lyf. Lækning við sjúkdómum sem eru ólæknandi í dag gæti leynst á hafsbotni. Hafið veitir okkur innblástur til listsköpunar og það hefur sýnt sig að nálægð við hafið getur verið hin fínasta heilsubót. Mengun virðir engin landamæri. Plastmengun veldur skaða í lífríkinu. Súla að gefa unga plastdræsu.Bo Eide Athafnir mannanna ógna heilbrigði hafsins Loftslagsbreytingar, plastmengun í hafi, ofveiði, eyðing búsvæða og önnur mengunarhætta steðjar að lífinu í sjónum og þar af leiðandi lífinu á landi. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Heilbrigði hafsins er hnattrænt málefni sem snertir alla á Jörðinni. Hvernig vilt þú hjálpa hafinu? Kynntu þér nokkrar leiðir í bókinni Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Hugum að hafinu á Degi hafsins sem og alla aðra daga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd og höfundur bókarinnar Hreint haf - Plast á norðurslóðum.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun