Yfirlýsing frá KR: Harma að formaður KKÍ „ræði einkamál félaganna og sambandsins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 15:22 Stjórn körfuknattleiksdeildar KR lýsir yfir ósætti sínu með framferði formannsins. vísir/bára Körfuknattleiksdeild KR sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af skuld félagsins við KKÍ. Þar er nafntogun félagsins af hálfu formanns KKÍ hörmuð. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að skipulagning á Íslandsmótum í körfubolta hefðu lítillega tafist þar sem KR var veittur frestur á að greiða skráningargjöld fyrir meistaraflokka sína í karla- og kvennaflokki. Ástæðan var sú að KR var í skuld við KKÍ og félögum er ekki heimilt að skrá sig til keppni meðan slíkt skuld er ógreidd til sambandsins. Fresturinn til skráningar rann út 31. maí síðastliðinn en KR gerði skuldina upp, auk þess að greiða skráningargjaldið í gær og málið því afgreitt. KR þurfti aftur á móti að bera meiri kostnað en önnur félög vegna seinagangsins, í samræmi við lög KKÍ, sem segja til um að lið sem greiði seint borgi tvöfalt. KR þurfti því að borga 880 þúsund krónur í stað 440 þúsund fyrir liðin sín tvö. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi fyrr í dag að KR væri félagið sem um ræðir. Þetta eru KR-ingar ósáttir við og gagnrýna í yfirlýsingu sem þeir sendu síðdegis. „Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir jafnframt að KR-ingar muni koma athugasemdum sínum á framfæri við formanninn persónulega, frekar en að gera það í gegnum fjölmiðla: „Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Körfuknattleiksdeildar KR Varðandi fréttaflutning um skuld Körfuknattleiksdeildar KR við KKÍ. Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands. Eins og vitað er þá hefur Covid faraldurinn haft mikil áhrif á íþróttaheyfinguna eins og margt annað í hagkerfinu og er KKD KR þar síst undanskilin. Róðurinn hefur á stundum verið þungur en það er bjart framundan nú þegar faraldurinn er yfirstaðin. Rétt er að ítreka það líkt og formaðurinn tekur fram að skuldin sem um ræðir hefur verið greidd að fullu. Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti. Virðingarfyllst Stjórn KKD KR KR Subway-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að skipulagning á Íslandsmótum í körfubolta hefðu lítillega tafist þar sem KR var veittur frestur á að greiða skráningargjöld fyrir meistaraflokka sína í karla- og kvennaflokki. Ástæðan var sú að KR var í skuld við KKÍ og félögum er ekki heimilt að skrá sig til keppni meðan slíkt skuld er ógreidd til sambandsins. Fresturinn til skráningar rann út 31. maí síðastliðinn en KR gerði skuldina upp, auk þess að greiða skráningargjaldið í gær og málið því afgreitt. KR þurfti aftur á móti að bera meiri kostnað en önnur félög vegna seinagangsins, í samræmi við lög KKÍ, sem segja til um að lið sem greiði seint borgi tvöfalt. KR þurfti því að borga 880 þúsund krónur í stað 440 þúsund fyrir liðin sín tvö. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi fyrr í dag að KR væri félagið sem um ræðir. Þetta eru KR-ingar ósáttir við og gagnrýna í yfirlýsingu sem þeir sendu síðdegis. „Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir jafnframt að KR-ingar muni koma athugasemdum sínum á framfæri við formanninn persónulega, frekar en að gera það í gegnum fjölmiðla: „Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Körfuknattleiksdeildar KR Varðandi fréttaflutning um skuld Körfuknattleiksdeildar KR við KKÍ. Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands. Eins og vitað er þá hefur Covid faraldurinn haft mikil áhrif á íþróttaheyfinguna eins og margt annað í hagkerfinu og er KKD KR þar síst undanskilin. Róðurinn hefur á stundum verið þungur en það er bjart framundan nú þegar faraldurinn er yfirstaðin. Rétt er að ítreka það líkt og formaðurinn tekur fram að skuldin sem um ræðir hefur verið greidd að fullu. Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti. Virðingarfyllst Stjórn KKD KR
KR Subway-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira