Darri ósammála Hannesi og skýtur á liðin: „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2022 15:00 Darri Freyr Atlason. Vísir/Hulda Margrét Darri Freyr Atlason, fyrrum þjálfari karla- og kvennaliðs KR og kvennaliðs Vals, leggst gegn kröfu Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, um frekari fjárhagsstyrki frá íslenska ríkinu. Hann segir fjárhagsvandamál körfuboltafélaga á Íslandi vera sjálfsköpuð. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tók undir ummæli Darra. Hannes sagði íslensk stjórnvöld draga lappirnar í samtali við Vísi í morgun þar sem fjármagn, 500 milljónir króna, sem samþykkt var að veita íþróttahreyfingunni í mars hafi enn ekki skilað sér. Málið sé fast á milli ráðuneyta og á meðan drabbist starfsemi félaganna niður. Hannes vakti athygli á málinu í kjölfar þess að mörg félög lentu í vandræðum með að gera upp skuldir sínar við KKÍ og greiða skráningargjöld fyrir þátttöku í Íslandsmótum á vegum KKÍ. KR var þá of seint að greiða sín gjöld vegna skuldar við KKÍ. Darri Freyr, sem var þjálfari hjá KR síðast tímabilið 2020-21 og er uppalinn í Vesturbænum, virðist lítið koma til stefnu félagsins, og annarra sem reka sín mál með þeim hætti að þau safni upp skuldum. Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann.Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.https://t.co/uaLlLwcEOe— Darri (@DarriFreyr) June 10, 2022 „Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann,“ sagði Darri á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Hann á þá líklega við vinsæla stefnu körfuboltafélaga að safna upp útlendingum á kostnað yngri og uppaldra leikmanna. Þeirri stefnu líkir hann við vígbúnarkapphlaup, þar sem ofuráhersla er lögð á árangur meistaraflokks á kostnað annarar starfsemi. „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.“ sagði Darri Freyr enn fremur í færslu sinni á Twitter. Athygli vekur að Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, endurtísti færslu Darra og tók undir orð hans að fullu. KR Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Hannes sagði íslensk stjórnvöld draga lappirnar í samtali við Vísi í morgun þar sem fjármagn, 500 milljónir króna, sem samþykkt var að veita íþróttahreyfingunni í mars hafi enn ekki skilað sér. Málið sé fast á milli ráðuneyta og á meðan drabbist starfsemi félaganna niður. Hannes vakti athygli á málinu í kjölfar þess að mörg félög lentu í vandræðum með að gera upp skuldir sínar við KKÍ og greiða skráningargjöld fyrir þátttöku í Íslandsmótum á vegum KKÍ. KR var þá of seint að greiða sín gjöld vegna skuldar við KKÍ. Darri Freyr, sem var þjálfari hjá KR síðast tímabilið 2020-21 og er uppalinn í Vesturbænum, virðist lítið koma til stefnu félagsins, og annarra sem reka sín mál með þeim hætti að þau safni upp skuldum. Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann.Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.https://t.co/uaLlLwcEOe— Darri (@DarriFreyr) June 10, 2022 „Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann,“ sagði Darri á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Hann á þá líklega við vinsæla stefnu körfuboltafélaga að safna upp útlendingum á kostnað yngri og uppaldra leikmanna. Þeirri stefnu líkir hann við vígbúnarkapphlaup, þar sem ofuráhersla er lögð á árangur meistaraflokks á kostnað annarar starfsemi. „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.“ sagði Darri Freyr enn fremur í færslu sinni á Twitter. Athygli vekur að Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, endurtísti færslu Darra og tók undir orð hans að fullu.
KR Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira