Ætla að leyfa kannabis í lækningaskyni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. júní 2022 14:30 LARISA SHPINEVA/GettyImages Allt bendir til þess að notkun kannabis í lækningaskyni verði innan skamms leyfð á Spáni, en það er nú þegar leyft í tæplega helming ríkja Evrópusambandsins. Læknir sem styður lögleiðingu slíkra lyfja segir algerlega fáránlegt að afstaða fólks til þessa lyfs skuli fara eftir því hvort það sé hægri- eða vinstrisinnað. Spænska þingið er að leggja lokahönd á skýrslu um notkun kannabis í lækningaskyni og fjölmiðlar segja að nú sé örstutt í Spánverjar leyfi notkun þess. Hún verður þó háð mjög ströngum skilyrðum, en Spánn bætist þar með í hóp rúmlega 40 ríkja sem þegar hafa lögleitt notkun kannabis í lækningaskyni, þeirra á meðal eru um10 þjóðir Evrópusambandsins. Ströng skilyrði Sérfræðingar sem spænska dagblaðið El País hefur talað við segja að notkun þess verði settar það þröngar skorður að einungis 200.000 manns komi til með að hafa hag af lögleiðingu efnisins, en spænska þjóðin telur rúmlega 47 milljónir manna. Sem fyrr segir verður útgáfu lyfseðla fyrir kannabis settar mjög þröngar skorður, alltof þröngar segja nokkrir læknar sem hafa mælt með lögleiðingu þess í lækningaskyni. T.a.m verður einungis hægt að leysa lyfið út í lyfjaafgreiðslum sjúkrahúsa. Kannabislyf gagnast fyrst og fremst til að slá á mikla og langvinna verki, sérstaklega hjá krabbameinssjúklingum og fólki sem þjáist af ýmiskonar taugasjúkdómum. Það slær á ógleði og lystarleysi fólk sem er í krabbameinsmeðferð. Þá getur það dregið úr flogaköstum flogaveiks fólks. Afstaða til kannabis fer eftir stjórnmálaskoðunum Manuel Guzmán, prófessor í lífefnafræði og sameindalíffræði við Complutense háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að lyfið sé þó ekkert kraftaverkalyf eins og hörðustu stuðningsmenn þess halda fram. Það hafi sína kosti sem fyrst og fremst geti bætt verulega lífsgæði þeirra sem það gagnast. Hann segir að því miður hafi gagnsemi kannabislyfja ekki verið rannsökuð nægilega, af tveimur ástæðum; annars vegar vegna þess að efnið hefur um áratugaskeið verið ólöglegt víðast hvar og hins vegar vegna þess að þar sem lyfið sé unnið úr plöntu sem ekki sé hægt að fá einkaleyfi á, hafi alþjóðleg lyfjafyrirtæki takmarkaðan áhuga á að fjármagna rannsóknir á lyfjum unnum úr kannabis. Néstor Szerman geðlæknir segir í samtali við sama blað að afstaða almennings til lyfsins sé sannarlega athyglisverð og í raun öðruvísi en gagnvart flestum öðrum lyfjum. Svo virðist sem fylgjendur þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni séu aðallega vinstrisinnaðir, en andstæðingar þess sé hægrisinnað fólk. Það sé í raun algerlega fáránlegt þegar haft sé í huga að notkun þess snúist fyrst og fremst um að lina þjáningar tuga- og hundruða þúsunda sjúklinga. Spánn Kannabis Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Spænska þingið er að leggja lokahönd á skýrslu um notkun kannabis í lækningaskyni og fjölmiðlar segja að nú sé örstutt í Spánverjar leyfi notkun þess. Hún verður þó háð mjög ströngum skilyrðum, en Spánn bætist þar með í hóp rúmlega 40 ríkja sem þegar hafa lögleitt notkun kannabis í lækningaskyni, þeirra á meðal eru um10 þjóðir Evrópusambandsins. Ströng skilyrði Sérfræðingar sem spænska dagblaðið El País hefur talað við segja að notkun þess verði settar það þröngar skorður að einungis 200.000 manns komi til með að hafa hag af lögleiðingu efnisins, en spænska þjóðin telur rúmlega 47 milljónir manna. Sem fyrr segir verður útgáfu lyfseðla fyrir kannabis settar mjög þröngar skorður, alltof þröngar segja nokkrir læknar sem hafa mælt með lögleiðingu þess í lækningaskyni. T.a.m verður einungis hægt að leysa lyfið út í lyfjaafgreiðslum sjúkrahúsa. Kannabislyf gagnast fyrst og fremst til að slá á mikla og langvinna verki, sérstaklega hjá krabbameinssjúklingum og fólki sem þjáist af ýmiskonar taugasjúkdómum. Það slær á ógleði og lystarleysi fólk sem er í krabbameinsmeðferð. Þá getur það dregið úr flogaköstum flogaveiks fólks. Afstaða til kannabis fer eftir stjórnmálaskoðunum Manuel Guzmán, prófessor í lífefnafræði og sameindalíffræði við Complutense háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að lyfið sé þó ekkert kraftaverkalyf eins og hörðustu stuðningsmenn þess halda fram. Það hafi sína kosti sem fyrst og fremst geti bætt verulega lífsgæði þeirra sem það gagnast. Hann segir að því miður hafi gagnsemi kannabislyfja ekki verið rannsökuð nægilega, af tveimur ástæðum; annars vegar vegna þess að efnið hefur um áratugaskeið verið ólöglegt víðast hvar og hins vegar vegna þess að þar sem lyfið sé unnið úr plöntu sem ekki sé hægt að fá einkaleyfi á, hafi alþjóðleg lyfjafyrirtæki takmarkaðan áhuga á að fjármagna rannsóknir á lyfjum unnum úr kannabis. Néstor Szerman geðlæknir segir í samtali við sama blað að afstaða almennings til lyfsins sé sannarlega athyglisverð og í raun öðruvísi en gagnvart flestum öðrum lyfjum. Svo virðist sem fylgjendur þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni séu aðallega vinstrisinnaðir, en andstæðingar þess sé hægrisinnað fólk. Það sé í raun algerlega fáránlegt þegar haft sé í huga að notkun þess snúist fyrst og fremst um að lina þjáningar tuga- og hundruða þúsunda sjúklinga.
Spánn Kannabis Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira