Miðjubandalag Macrons með flest þingsæti eftir fyrstu tölur Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 23:50 Emmanuel Macron og eiginkona hans Brigitte eftir að þau greiddu atkvæði í dag. Ludovic Marin/AP Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í dag. Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta leiðir eftir fyrstu tölur með 25,2 prósent atkvæða en flest spáð þingsæti. Bandalag vinstri flokka fylgir fast á hæla miðjuflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en öllu færri spáð þingsæti en bandalag Macrons. Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái áframhaldandi hreinum meirihluta á franska þinginu. Macron boðar skattalækkanir og almenna hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 árum í 65. Bandalag Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon boðar aftur á móti töluverðra hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Stjórnmálarýnendur í Frakklandi hafa spáð því að tæpur minnihluti greiddra atkvæða muni skila Macron nægilega mörgum þingsætum til að halda hreinum meirihluta, að því er segir í umfjöllun France24 um frönsku kosningarnar. Þannig er miðjubandalaginu spáð 225 til 295 þingsætum en bandalagi Mélenchons aðeins 150 til 190. Macron þarf 289 þingsæti til að halda hreinum meirihluta á franska þinginu. Elizabeth Borne, forstætisráðherra Frakklands, segir miðjubandalagið nú hafa eina viku til að undirbúa sig fyrir seinni umferð kosninganna. „Eina viku til að sannfæra, eina viku til að ná öflugum og skýrum meirihluta,“ segir hún. Mélenchon gefur aftur á móti lítið fyrir það að byrjað sé að telja þingsæti svo snemma í kosningaferlinu og hvetur Frakka til að mæta á kjörstað í næstu viku, en kjörsókn í dag var með eindæmum lítil, aðeins 47,7 prósent. „Í ljósi þessarar niðurstöðu, og þess einstaka tækifæris sem það veitir okkur til að hafa áhrif á örlög föðurlandsins, ákalla ég fólkið í landinu að yfirbuga hörmuleg stjórnmál meirihlutans, Macrons, á sunnnudaginn,“ segir hann. Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái áframhaldandi hreinum meirihluta á franska þinginu. Macron boðar skattalækkanir og almenna hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 árum í 65. Bandalag Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon boðar aftur á móti töluverðra hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Stjórnmálarýnendur í Frakklandi hafa spáð því að tæpur minnihluti greiddra atkvæða muni skila Macron nægilega mörgum þingsætum til að halda hreinum meirihluta, að því er segir í umfjöllun France24 um frönsku kosningarnar. Þannig er miðjubandalaginu spáð 225 til 295 þingsætum en bandalagi Mélenchons aðeins 150 til 190. Macron þarf 289 þingsæti til að halda hreinum meirihluta á franska þinginu. Elizabeth Borne, forstætisráðherra Frakklands, segir miðjubandalagið nú hafa eina viku til að undirbúa sig fyrir seinni umferð kosninganna. „Eina viku til að sannfæra, eina viku til að ná öflugum og skýrum meirihluta,“ segir hún. Mélenchon gefur aftur á móti lítið fyrir það að byrjað sé að telja þingsæti svo snemma í kosningaferlinu og hvetur Frakka til að mæta á kjörstað í næstu viku, en kjörsókn í dag var með eindæmum lítil, aðeins 47,7 prósent. „Í ljósi þessarar niðurstöðu, og þess einstaka tækifæris sem það veitir okkur til að hafa áhrif á örlög föðurlandsins, ákalla ég fólkið í landinu að yfirbuga hörmuleg stjórnmál meirihlutans, Macrons, á sunnnudaginn,“ segir hann.
Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira