Ósammála vali Nadim en segir hana velkomna Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 19:07 Pernille Harder og Nadia Nadim hafa lengi verið í aðalhlutverkum hjá danska landsliðinu. Getty/Andrea Staccioli Nadia Nadim, landsliðskona Dana í fótbolta, er umdeild í Danmörku vegna sinna starfa sem sendiherra HM í Katar. Pernille Harder segir hana þó velkomna í danska landsliðshópinn. Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi. EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjá meira
Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjá meira