Þjálfari Berglindar og Svövu tekur við tríóinu í Bayern Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 14:31 Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München fá nýjan þjálfara eftir EM. Getty Alexander Straus, þjálfarinn sem fékk þær Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur til Brann í Noregi, kveður félagið í þessari viku til að taka við öðru Íslendingaliði, Bayern München. Straus hefur stýrt Brann, sem áður hét Sandviken, frá því í september 2020. Undir hans stjórn varð liðið norskur meistari í fyrra eftir að hafa unnið sautján leiki og gert eitt jafntefli í átján leikjum tímabilsins. Brann er sömuleiðis á toppnum núna í norsku úrvalsdeildinni, fimm stigum á undan Vålerenga (sem á leik til góða) og Rosenborg. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Hjá Bayern heldur Straus áfram að þjálfa Íslendinga því í liðinu er þríeykið Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Bayern endaði í 2. sæti þýsku deildarinnar í vor undir stjórn Jens Scheuer sem var látinn fara eftir tímabilið. „Ég get varla beðið eftir því að hefja störf sem aðalþjálfari FC Bayern. Ég hlakka mikið til að byrja að þjálfa liðið,“ sagði Straus en hann mun þó stýra Brann í bikarleik á miðvikudag áður en við tekur hlé fram í ágúst í Noregi vegna EM. Forráðamönnum Brann gefst því tími til að finna nýjan mann í hans stað. Straus segist taka við frábæru liði hjá Bayern: „Hjá stórveldi eins og FC Bayern er markmiðið alltaf að vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við erum með lið með virkilega, virkilega góðum leikmönnum og ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem þjálfarinn Jens Scheuer og hans starfsfólk hefur gert. Ég mun ekki umturna öllu heldur reyna að þróa liðið skref fyrir skref,“ sagði Straus á heimasíðu Bayern. Fótbolti Þýski boltinn Norski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira
Straus hefur stýrt Brann, sem áður hét Sandviken, frá því í september 2020. Undir hans stjórn varð liðið norskur meistari í fyrra eftir að hafa unnið sautján leiki og gert eitt jafntefli í átján leikjum tímabilsins. Brann er sömuleiðis á toppnum núna í norsku úrvalsdeildinni, fimm stigum á undan Vålerenga (sem á leik til góða) og Rosenborg. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Hjá Bayern heldur Straus áfram að þjálfa Íslendinga því í liðinu er þríeykið Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Bayern endaði í 2. sæti þýsku deildarinnar í vor undir stjórn Jens Scheuer sem var látinn fara eftir tímabilið. „Ég get varla beðið eftir því að hefja störf sem aðalþjálfari FC Bayern. Ég hlakka mikið til að byrja að þjálfa liðið,“ sagði Straus en hann mun þó stýra Brann í bikarleik á miðvikudag áður en við tekur hlé fram í ágúst í Noregi vegna EM. Forráðamönnum Brann gefst því tími til að finna nýjan mann í hans stað. Straus segist taka við frábæru liði hjá Bayern: „Hjá stórveldi eins og FC Bayern er markmiðið alltaf að vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við erum með lið með virkilega, virkilega góðum leikmönnum og ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem þjálfarinn Jens Scheuer og hans starfsfólk hefur gert. Ég mun ekki umturna öllu heldur reyna að þróa liðið skref fyrir skref,“ sagði Straus á heimasíðu Bayern.
Fótbolti Þýski boltinn Norski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira