Það tekur 30 mínútur að bjarga mannslífi – Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er í dag Davíð Stefán Guðmundsson skrifar 14. júní 2022 07:01 Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur 14. júní ár hvert. Dagurinn er haldinn til heiðurs blóðgjöfum um heim allan sem gefa af óeigingirni blóð og blóðhluta sem síðan er gefið til sjúkra. Mikil þörf er á að fjölga blóðgjöfum, því er tilvalið að nýta þennan hátíðisdag til að ganga í hóp vaskrar sveitar blóðgjafa sem tryggja samfélaginu dýrmætt framboð af blóði og blóðhlutum. Án framlags okkar góðu blóðgjafa yrði erfitt, jafnvel ómögulegt að framkvæma skurðaðgerðir og aðstoða einstaklinga í gegnum erfið veikindi. Sumartíminn reynist starfsemi Blóðbankans gjarnan erfið þar sem ferðalög eru tíðari og blóðgjafar síður heima við en annars. Það er því starfseminni dýrmætt þegar blóðgjafar muna eftir að gefa blóð áður en haldið er í fríið því Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag allan ársins hring. Þessu til viðbótar má nefna að á Íslandi eru virkir blóðgjafar um 2.000 færri en þeir þurfa að vera. Þessu til viðbótar eru um 2.000 gjafar á hverju ári sem hætta að gefa sökum aldurs eða annara orsaka. Heildar þörf Blóðbankans á nýliðun í blóðgjafahópnum er því um 4.000 blóðgjafar á ári. Ég vil sérstaklega hvetja konur til að gerast blóðgjafar, en Ísland er sér á báti þegar kemur að lágum fjölda kvenna í hópi blóðgjafa. Af heildar magni heilblóðs á Íslandi á um 27% uppruna sinn hjá konum, á meðan 44% af heilblóði á uppruna sinn hjá konum í Svíþjóð. Heildar fjöldi blóðgjafa í dag er um 6.000, en aðeins 2.000 úr þessum hópi eru konur. Blóðgjafafélag Íslands vill beita sér fyrir því að fjölga konum í hópi blóðgjafa helst á þann stað að konur séu með helmingsstöðu í hópi blóðgjafa. Sökum ástandsins í samfélaginu og framkvæmda við Snorrabraut verður ekki slegið upp garðveislu að Snorrabraut í tilefni dagsins, en blóðgjafar og sér í lagi þau sem hafa áhuga á að gerast blóðgjafar eru hvattir til að mæta í Blóðbankann að Snorrabraut 60 eða á 2.hæðina að Glerártorgi Akureyri og láta gott af sér leiða. Boðið er uppá sérstaklega góðar veitingar í tilefni dagsins. Best er að panta tíma í blóðgjöf með því hringja í síma 543 5500 (Reykjavík) eða 543 5560 (Akureyri). Einnig er hægt að bóka tíma á www.blodbankinn.is. Dagurinn 14. júní var valinn en það er afmælisdagur nóbelverðlaunahafans Karl Landsteiner en hann uppgötvaði ABO-blóðflokkakerfið árið 1900. Að alþjóðlega blóðgjafadeginum standa WHO, Alþjóða Rauði krossinn, Alþjóðasamtök blóðgjafafélaga og Alþjóðasamtök blóðgjafar. Að baki þessara samtaka eru 192 aðildarríki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, 181 landssamtök Rauða krossins, 50 landssamtök blóðgjafafélaga og þúsundir sérfræðinga um blóðgjafir. Áhugasamir um blóðgjafir og starfsemi BGFÍ geta gerst meðlimir félagsins á heimasíðu félagsins, www.bgfi.is. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur 14. júní ár hvert. Dagurinn er haldinn til heiðurs blóðgjöfum um heim allan sem gefa af óeigingirni blóð og blóðhluta sem síðan er gefið til sjúkra. Mikil þörf er á að fjölga blóðgjöfum, því er tilvalið að nýta þennan hátíðisdag til að ganga í hóp vaskrar sveitar blóðgjafa sem tryggja samfélaginu dýrmætt framboð af blóði og blóðhlutum. Án framlags okkar góðu blóðgjafa yrði erfitt, jafnvel ómögulegt að framkvæma skurðaðgerðir og aðstoða einstaklinga í gegnum erfið veikindi. Sumartíminn reynist starfsemi Blóðbankans gjarnan erfið þar sem ferðalög eru tíðari og blóðgjafar síður heima við en annars. Það er því starfseminni dýrmætt þegar blóðgjafar muna eftir að gefa blóð áður en haldið er í fríið því Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag allan ársins hring. Þessu til viðbótar má nefna að á Íslandi eru virkir blóðgjafar um 2.000 færri en þeir þurfa að vera. Þessu til viðbótar eru um 2.000 gjafar á hverju ári sem hætta að gefa sökum aldurs eða annara orsaka. Heildar þörf Blóðbankans á nýliðun í blóðgjafahópnum er því um 4.000 blóðgjafar á ári. Ég vil sérstaklega hvetja konur til að gerast blóðgjafar, en Ísland er sér á báti þegar kemur að lágum fjölda kvenna í hópi blóðgjafa. Af heildar magni heilblóðs á Íslandi á um 27% uppruna sinn hjá konum, á meðan 44% af heilblóði á uppruna sinn hjá konum í Svíþjóð. Heildar fjöldi blóðgjafa í dag er um 6.000, en aðeins 2.000 úr þessum hópi eru konur. Blóðgjafafélag Íslands vill beita sér fyrir því að fjölga konum í hópi blóðgjafa helst á þann stað að konur séu með helmingsstöðu í hópi blóðgjafa. Sökum ástandsins í samfélaginu og framkvæmda við Snorrabraut verður ekki slegið upp garðveislu að Snorrabraut í tilefni dagsins, en blóðgjafar og sér í lagi þau sem hafa áhuga á að gerast blóðgjafar eru hvattir til að mæta í Blóðbankann að Snorrabraut 60 eða á 2.hæðina að Glerártorgi Akureyri og láta gott af sér leiða. Boðið er uppá sérstaklega góðar veitingar í tilefni dagsins. Best er að panta tíma í blóðgjöf með því hringja í síma 543 5500 (Reykjavík) eða 543 5560 (Akureyri). Einnig er hægt að bóka tíma á www.blodbankinn.is. Dagurinn 14. júní var valinn en það er afmælisdagur nóbelverðlaunahafans Karl Landsteiner en hann uppgötvaði ABO-blóðflokkakerfið árið 1900. Að alþjóðlega blóðgjafadeginum standa WHO, Alþjóða Rauði krossinn, Alþjóðasamtök blóðgjafafélaga og Alþjóðasamtök blóðgjafar. Að baki þessara samtaka eru 192 aðildarríki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, 181 landssamtök Rauða krossins, 50 landssamtök blóðgjafafélaga og þúsundir sérfræðinga um blóðgjafir. Áhugasamir um blóðgjafir og starfsemi BGFÍ geta gerst meðlimir félagsins á heimasíðu félagsins, www.bgfi.is. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun