Xavi sagður ósáttur við Piqué sem svarar fyrir sig Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 14:30 Xavi ræðir við Pique í leik Barcelona og Villareal í vetur. Eric Alonso/Getty Images Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, er sagður íhuga að losa sig við fyrrum liðsfélaga sinn til margra ára, Gerard Piqué. Sá síðarnefndi virðist hins vegar tilbúinn að gera margt til að vera áfram. Piqué og Xavi léku saman með Barcelona frá 2008 til 2015 þegar sá síðarnefndi yfirgaf félagið til að fara til Katar. Einnig léku þeir saman með spænska landsliðinu frá 2009 til 2014 þar sem þeir unnu saman HM 2010 og EM 2012. Eitthvað hefur kastast í kekki milli þeirra félaga eftir að Xavi varð yfirmaður Piqué þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í fyrra. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xavi sé ósáttur við hugarfar Piqué þar sem hann einblíni meira á líf sitt utan vallar en innan hans. Þjálfarinn sé hræddur um að hann geti ekki treyst á miðvörðinn. Piqué er orðinn 35 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir fjárfestingar sínar undanfarin ár. Hann er stofnandi fyrirtækisins Kosmos Holding sem gerði þriggja milljarða evra samning við Alþjóðatennissambandið vegna framþróunar á Davis-bikarnum, auk þess að standa að fantasy-fótboltaleikjum og eiga meirihluta í tveimur íþróttafélögum; FC Andorra og Gimnástic Manresa. Spænskum fjölmiðlum deilir á um hvort Piqué verði áfram hjá Barcelona eða ekki. Einhverjir segja hann á förum meðan aðrir, til að mynda COPE, segja hann hafa lofað Xavi að fótboltinn verði fremst í hans forgangsröð og verði því áfram. Sport.es segir Piqué vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram og koma í leiðinni til móts við félagið vegna fjárhagskragga þess. Miðillinn segir hann hafa sagt við Joan Laporta, forseta Barcelona, að kaupa besta miðvörð heims til þess eins að sjá hann sitja á bekknum, á eftir Piqué sjálfum sem verði í byrjunarliðinu á komandi tímabili sama hver verði keyptur. Piqué svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann birti myndband af sér að taka rækilega á því í ræktinni. There is no "offseason" pic.twitter.com/HQplCKNjGC— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 14, 2022 Piqué berst um miðvarðastöðuna hjá Barcelona við Ronald Araújo, Eric García og Clément Llenglet. Þá er Daninn Andreas Christensen sagður á leið til félagsins þegar samningur hans við Chelsea rennur út um mánaðamótin. Spænski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Piqué og Xavi léku saman með Barcelona frá 2008 til 2015 þegar sá síðarnefndi yfirgaf félagið til að fara til Katar. Einnig léku þeir saman með spænska landsliðinu frá 2009 til 2014 þar sem þeir unnu saman HM 2010 og EM 2012. Eitthvað hefur kastast í kekki milli þeirra félaga eftir að Xavi varð yfirmaður Piqué þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í fyrra. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xavi sé ósáttur við hugarfar Piqué þar sem hann einblíni meira á líf sitt utan vallar en innan hans. Þjálfarinn sé hræddur um að hann geti ekki treyst á miðvörðinn. Piqué er orðinn 35 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir fjárfestingar sínar undanfarin ár. Hann er stofnandi fyrirtækisins Kosmos Holding sem gerði þriggja milljarða evra samning við Alþjóðatennissambandið vegna framþróunar á Davis-bikarnum, auk þess að standa að fantasy-fótboltaleikjum og eiga meirihluta í tveimur íþróttafélögum; FC Andorra og Gimnástic Manresa. Spænskum fjölmiðlum deilir á um hvort Piqué verði áfram hjá Barcelona eða ekki. Einhverjir segja hann á förum meðan aðrir, til að mynda COPE, segja hann hafa lofað Xavi að fótboltinn verði fremst í hans forgangsröð og verði því áfram. Sport.es segir Piqué vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram og koma í leiðinni til móts við félagið vegna fjárhagskragga þess. Miðillinn segir hann hafa sagt við Joan Laporta, forseta Barcelona, að kaupa besta miðvörð heims til þess eins að sjá hann sitja á bekknum, á eftir Piqué sjálfum sem verði í byrjunarliðinu á komandi tímabili sama hver verði keyptur. Piqué svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann birti myndband af sér að taka rækilega á því í ræktinni. There is no "offseason" pic.twitter.com/HQplCKNjGC— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 14, 2022 Piqué berst um miðvarðastöðuna hjá Barcelona við Ronald Araújo, Eric García og Clément Llenglet. Þá er Daninn Andreas Christensen sagður á leið til félagsins þegar samningur hans við Chelsea rennur út um mánaðamótin.
Spænski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira