Xavi sagður ósáttur við Piqué sem svarar fyrir sig Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 14:30 Xavi ræðir við Pique í leik Barcelona og Villareal í vetur. Eric Alonso/Getty Images Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, er sagður íhuga að losa sig við fyrrum liðsfélaga sinn til margra ára, Gerard Piqué. Sá síðarnefndi virðist hins vegar tilbúinn að gera margt til að vera áfram. Piqué og Xavi léku saman með Barcelona frá 2008 til 2015 þegar sá síðarnefndi yfirgaf félagið til að fara til Katar. Einnig léku þeir saman með spænska landsliðinu frá 2009 til 2014 þar sem þeir unnu saman HM 2010 og EM 2012. Eitthvað hefur kastast í kekki milli þeirra félaga eftir að Xavi varð yfirmaður Piqué þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í fyrra. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xavi sé ósáttur við hugarfar Piqué þar sem hann einblíni meira á líf sitt utan vallar en innan hans. Þjálfarinn sé hræddur um að hann geti ekki treyst á miðvörðinn. Piqué er orðinn 35 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir fjárfestingar sínar undanfarin ár. Hann er stofnandi fyrirtækisins Kosmos Holding sem gerði þriggja milljarða evra samning við Alþjóðatennissambandið vegna framþróunar á Davis-bikarnum, auk þess að standa að fantasy-fótboltaleikjum og eiga meirihluta í tveimur íþróttafélögum; FC Andorra og Gimnástic Manresa. Spænskum fjölmiðlum deilir á um hvort Piqué verði áfram hjá Barcelona eða ekki. Einhverjir segja hann á förum meðan aðrir, til að mynda COPE, segja hann hafa lofað Xavi að fótboltinn verði fremst í hans forgangsröð og verði því áfram. Sport.es segir Piqué vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram og koma í leiðinni til móts við félagið vegna fjárhagskragga þess. Miðillinn segir hann hafa sagt við Joan Laporta, forseta Barcelona, að kaupa besta miðvörð heims til þess eins að sjá hann sitja á bekknum, á eftir Piqué sjálfum sem verði í byrjunarliðinu á komandi tímabili sama hver verði keyptur. Piqué svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann birti myndband af sér að taka rækilega á því í ræktinni. There is no "offseason" pic.twitter.com/HQplCKNjGC— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 14, 2022 Piqué berst um miðvarðastöðuna hjá Barcelona við Ronald Araújo, Eric García og Clément Llenglet. Þá er Daninn Andreas Christensen sagður á leið til félagsins þegar samningur hans við Chelsea rennur út um mánaðamótin. Spænski boltinn Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Piqué og Xavi léku saman með Barcelona frá 2008 til 2015 þegar sá síðarnefndi yfirgaf félagið til að fara til Katar. Einnig léku þeir saman með spænska landsliðinu frá 2009 til 2014 þar sem þeir unnu saman HM 2010 og EM 2012. Eitthvað hefur kastast í kekki milli þeirra félaga eftir að Xavi varð yfirmaður Piqué þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í fyrra. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xavi sé ósáttur við hugarfar Piqué þar sem hann einblíni meira á líf sitt utan vallar en innan hans. Þjálfarinn sé hræddur um að hann geti ekki treyst á miðvörðinn. Piqué er orðinn 35 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir fjárfestingar sínar undanfarin ár. Hann er stofnandi fyrirtækisins Kosmos Holding sem gerði þriggja milljarða evra samning við Alþjóðatennissambandið vegna framþróunar á Davis-bikarnum, auk þess að standa að fantasy-fótboltaleikjum og eiga meirihluta í tveimur íþróttafélögum; FC Andorra og Gimnástic Manresa. Spænskum fjölmiðlum deilir á um hvort Piqué verði áfram hjá Barcelona eða ekki. Einhverjir segja hann á förum meðan aðrir, til að mynda COPE, segja hann hafa lofað Xavi að fótboltinn verði fremst í hans forgangsröð og verði því áfram. Sport.es segir Piqué vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram og koma í leiðinni til móts við félagið vegna fjárhagskragga þess. Miðillinn segir hann hafa sagt við Joan Laporta, forseta Barcelona, að kaupa besta miðvörð heims til þess eins að sjá hann sitja á bekknum, á eftir Piqué sjálfum sem verði í byrjunarliðinu á komandi tímabili sama hver verði keyptur. Piqué svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann birti myndband af sér að taka rækilega á því í ræktinni. There is no "offseason" pic.twitter.com/HQplCKNjGC— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 14, 2022 Piqué berst um miðvarðastöðuna hjá Barcelona við Ronald Araújo, Eric García og Clément Llenglet. Þá er Daninn Andreas Christensen sagður á leið til félagsins þegar samningur hans við Chelsea rennur út um mánaðamótin.
Spænski boltinn Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira