Óttast endurkomu verðtryggðra lána Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2022 12:07 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/vilhelm Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðalbankans nú í morgun kemur fram að gæta þurfi þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni - og óhóflegur vöxtur útlána. Til að bregðast við stöðunni ákvað bankinn meðal annars að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent en hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt. Lánastofnanir eru skyldugar til að fara eftir þessum tilmælum bankans en aðgerðirnar hafa aðallega áhrif á verðtryggð lán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óttast að fólk stefni í að skuldsetja sig um of. Hann óttast endurkomu verðtryggða lána, sem eins og lántakendur þekkja margir, hafa lága greiðslubyrði í upphafi. „Þannig að við viljum tryggja það að fólk fari ekki að taka verðtryggð lán, að einhverju leyti á röngum forsendum, til að fara inn á fasteignamarkað þar sem verðið er alltof hátt,“ segir Ásgeir. Líkir verðtryggðum lánum við kúlulán Hann líkir þessum verðtryggðu lánum við kúlulán, sem hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans og reynslan sýnir að geta verið nokkuð hættuleg tegund lánveitinga. „Það er alveg rétt. Eins og þessi týpísku 40 ára Íslandslán hafa verið með þessum jafngreiðsluskilmálum, þau verða þannig að fólk er að greiða mjög lítið af þeim í upphafi og er ekki að greiða fulla vexti af þeim.“ Þetta sé nokkurn veginn í fyrsta sinn sem seðlabankinn grípur til aðgerða sem þessara. „Þar sem við viljum bara tryggja það að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku og við viljum í rauninni tryggja ákveðið jarðsamband á markaði, að markaðurinn sé í tengslum við launin í landinu, í tengslum við líf venjulegs fólks. Að við séum ekki aftur að fara í einhverja gírun,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðalbankans nú í morgun kemur fram að gæta þurfi þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni - og óhóflegur vöxtur útlána. Til að bregðast við stöðunni ákvað bankinn meðal annars að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent en hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt. Lánastofnanir eru skyldugar til að fara eftir þessum tilmælum bankans en aðgerðirnar hafa aðallega áhrif á verðtryggð lán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óttast að fólk stefni í að skuldsetja sig um of. Hann óttast endurkomu verðtryggða lána, sem eins og lántakendur þekkja margir, hafa lága greiðslubyrði í upphafi. „Þannig að við viljum tryggja það að fólk fari ekki að taka verðtryggð lán, að einhverju leyti á röngum forsendum, til að fara inn á fasteignamarkað þar sem verðið er alltof hátt,“ segir Ásgeir. Líkir verðtryggðum lánum við kúlulán Hann líkir þessum verðtryggðu lánum við kúlulán, sem hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans og reynslan sýnir að geta verið nokkuð hættuleg tegund lánveitinga. „Það er alveg rétt. Eins og þessi týpísku 40 ára Íslandslán hafa verið með þessum jafngreiðsluskilmálum, þau verða þannig að fólk er að greiða mjög lítið af þeim í upphafi og er ekki að greiða fulla vexti af þeim.“ Þetta sé nokkurn veginn í fyrsta sinn sem seðlabankinn grípur til aðgerða sem þessara. „Þar sem við viljum bara tryggja það að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku og við viljum í rauninni tryggja ákveðið jarðsamband á markaði, að markaðurinn sé í tengslum við launin í landinu, í tengslum við líf venjulegs fólks. Að við séum ekki aftur að fara í einhverja gírun,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37