Ráðgjafarnir eru lykilfólk SÁÁ Þráinn Farestveit skrifar 16. júní 2022 15:30 Ég hef setið í stjórn SÁÁ til fjölda ára, í framkvæmdastjórn í tvö ár og er í dag varaformaður samtakanna. Í þessari grein langar mig til að segja stuttlega frá starfi og námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ, en þeir eru lykilfólk í því meðferðarstarfi sem fram fer hjá samtökunum. SÁÁ búa að mikilli reynslu í meðferð fíknsjúkdóma. Hjá samtökunum starfar einstaklega hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk, sem er stöðugt að endurmeta aðferðafræði starfa sinna og sækja sér endurmenntun í þágu skjólstæðinga samtakanna. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar mynda kjarnann í meðferðarstarfinu. Á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. Nú starfa 42 ráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ og hafa þeir aldrei verið fleiri að störfum hjá samtökunum. Bandarísk fyrirmynd Forvígismenn SÁÁ þróuðu starf ráðgjafanna að þekktri og áhrifaríkri bandarískri fyrirmynd og alla tíð hefur þess verið gætt að ráðgjafastéttin vaxi og dafni í takti við aukna þekkingu á fíknsjúkdómnum. Ráðgjafanámið hefur frá fyrsta degi verið á vegum SÁÁ, enda ekki öðrum til að taka. Námið tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess klínískt starfsnám undir handleiðslu ráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfskraftur um allt land þó stærsti vinnustaður þeirra sé SÁÁ. Kennsla hefur alfarið verið á kostnað SÁÁ. Vímuefnaráðgjöf er í stöðugri þróun eftir því sem þekkingu á fíknsjúkdómnum fleygir fram. Framan af hafði stór hluti ráðgjafanna persónulega reynslu af því að hafa leitað sér aðstoðar vegna vímuefnavanda. Á seinni árum hefur þeim fjölgað í stéttinni sem ekki búa að slíkri lífsreynslu, enda er það ekki skilyrði til þess að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Margir sækja nú í námið í framhaldi af eða í tengslum við önnur störf eða menntun í félags- eða heilbrigðisgeiranum. SÁÁ lagði mikla áherslu á það að áfengis- og vímuefnaráðgjöf yrði viðurkennd og starfsleyfisskyld heilbrigðisstétt og fékkst sú viðurkenning eftir langa baráttu við kerfið. Þessir heilbrigðisstarfsmenn veita þjónustu á öllum starfsstöðum SÁÁ, þ.e. sjúkrahúsinu Vogi, göngudeildinni Von, eftir meðferðinni Vík og starfstöð samtakanna á Akureyri. Námið sjálft Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf tekur þrjú ár og fer fram á starfsstöðvum SÁÁ. Það fer fram í þverfaglegu teymi undir faglegri stjórn læknis sem vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð. Bóklegi þátturinn tekur um 300 klukkustundir og lýtur að lyfjafræði vímuefna, áfengis – og vímuvörnum, faglegri framgöngu í ráðgjafarstarfinu, ásamt hugmyndafræði og siðfræði áfengismeðferðar. Handleiðsla er ríkur þáttur í þjálfuninni, ásamt hópstarfi, viðtölum og samráðsfundum. Tveir starfsmenn SÁÁ, sálfræðingur og ráðgjafi, hafa kennsluna að aðalstarfi. Unnið er að því að auka menntunarkröfur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa til samræmis við eðli starfsins, og er horft til þess að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám á háskólastigi og hefur sú vinna þegar verið sett í gang. SÁÁ vinnur stöðugt að því að bæta og styrkja nám og um leið stöðu áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hefur fjölgað stöðugildum þeirra síðustu ár, í takt við það mikilvæga hlutverk sem þeir gegna í meðferðinni.. Áfengis – og vímuefnaráðgjafar hafa alltaf verið í lykilhlutverki í meðferðarstarfi SÁÁ og eftirspurn eftir þeirra starfskröftum mun án efa halda áfram að vaxa. Ekki eingöngu hjá SÁÁ heldur í heilbrigðis – og velferðarkerfinu öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar og varaformaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Ég hef setið í stjórn SÁÁ til fjölda ára, í framkvæmdastjórn í tvö ár og er í dag varaformaður samtakanna. Í þessari grein langar mig til að segja stuttlega frá starfi og námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ, en þeir eru lykilfólk í því meðferðarstarfi sem fram fer hjá samtökunum. SÁÁ búa að mikilli reynslu í meðferð fíknsjúkdóma. Hjá samtökunum starfar einstaklega hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk, sem er stöðugt að endurmeta aðferðafræði starfa sinna og sækja sér endurmenntun í þágu skjólstæðinga samtakanna. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar mynda kjarnann í meðferðarstarfinu. Á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. Nú starfa 42 ráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ og hafa þeir aldrei verið fleiri að störfum hjá samtökunum. Bandarísk fyrirmynd Forvígismenn SÁÁ þróuðu starf ráðgjafanna að þekktri og áhrifaríkri bandarískri fyrirmynd og alla tíð hefur þess verið gætt að ráðgjafastéttin vaxi og dafni í takti við aukna þekkingu á fíknsjúkdómnum. Ráðgjafanámið hefur frá fyrsta degi verið á vegum SÁÁ, enda ekki öðrum til að taka. Námið tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess klínískt starfsnám undir handleiðslu ráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfskraftur um allt land þó stærsti vinnustaður þeirra sé SÁÁ. Kennsla hefur alfarið verið á kostnað SÁÁ. Vímuefnaráðgjöf er í stöðugri þróun eftir því sem þekkingu á fíknsjúkdómnum fleygir fram. Framan af hafði stór hluti ráðgjafanna persónulega reynslu af því að hafa leitað sér aðstoðar vegna vímuefnavanda. Á seinni árum hefur þeim fjölgað í stéttinni sem ekki búa að slíkri lífsreynslu, enda er það ekki skilyrði til þess að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Margir sækja nú í námið í framhaldi af eða í tengslum við önnur störf eða menntun í félags- eða heilbrigðisgeiranum. SÁÁ lagði mikla áherslu á það að áfengis- og vímuefnaráðgjöf yrði viðurkennd og starfsleyfisskyld heilbrigðisstétt og fékkst sú viðurkenning eftir langa baráttu við kerfið. Þessir heilbrigðisstarfsmenn veita þjónustu á öllum starfsstöðum SÁÁ, þ.e. sjúkrahúsinu Vogi, göngudeildinni Von, eftir meðferðinni Vík og starfstöð samtakanna á Akureyri. Námið sjálft Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf tekur þrjú ár og fer fram á starfsstöðvum SÁÁ. Það fer fram í þverfaglegu teymi undir faglegri stjórn læknis sem vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð. Bóklegi þátturinn tekur um 300 klukkustundir og lýtur að lyfjafræði vímuefna, áfengis – og vímuvörnum, faglegri framgöngu í ráðgjafarstarfinu, ásamt hugmyndafræði og siðfræði áfengismeðferðar. Handleiðsla er ríkur þáttur í þjálfuninni, ásamt hópstarfi, viðtölum og samráðsfundum. Tveir starfsmenn SÁÁ, sálfræðingur og ráðgjafi, hafa kennsluna að aðalstarfi. Unnið er að því að auka menntunarkröfur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa til samræmis við eðli starfsins, og er horft til þess að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám á háskólastigi og hefur sú vinna þegar verið sett í gang. SÁÁ vinnur stöðugt að því að bæta og styrkja nám og um leið stöðu áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hefur fjölgað stöðugildum þeirra síðustu ár, í takt við það mikilvæga hlutverk sem þeir gegna í meðferðinni.. Áfengis – og vímuefnaráðgjafar hafa alltaf verið í lykilhlutverki í meðferðarstarfi SÁÁ og eftirspurn eftir þeirra starfskröftum mun án efa halda áfram að vaxa. Ekki eingöngu hjá SÁÁ heldur í heilbrigðis – og velferðarkerfinu öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar og varaformaður SÁÁ.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun