Leikjaniðurröðun fyrir Subway deildirnar klár Árni Jóhannsson skrifar 20. júní 2022 07:01 Íslandsmeistarar Njarðvíkur fara í heimsókn í Keflavík í fyrsta leik vísir Búið er að birta leikjaniðurröðun fyrir næsta körfuknattleikstímabil. Subway deild kvenna fer af stað í september á meðan Subway deild karla fer af stað í byrjun október. Þó það virðist stutt síðan körfuknattleikstímabilinu lauk þá er ekki eftir neinu að bíða en að birta leikjaniðurröðun næsta tímabils. Það er nákvæmlega það sem KKÍ gerði á vef sínum í síðustu viku. Subway deild kvenna mun fara af stað 21. september næstkomandi og karlarnir fara af stað þann 6. október. Íslandsmeistarar Njarðvíkur í Subway deild kvenna byrja á því að mæta erkifjendum sínum í Keflavík í Sláturhúsinu en andstæðingar þeirra í lokaeinvíginu Haukar fá nýliða ÍR í fyrsta leik. Íslandsmeistarar karla Valur taka á móti Stjörnunni að Hlíðarenda í fyrsta leik sínum en andstæðingar þeirra í lokaeinvíginu, Tindastóll, fara til Keflavíkur. Eins og síðasta tímabil verður spilað á milli jóla og nýárs og verður sá leikdagur notaður til að etja nágrönnum og erkifjendum saman karlamegin. Valsmenn fara þá á Sauðárkrók á meðan Njarðvíkingar taka á móti erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík. Stjarnan tekur á móti KR á sama tíma, Grindavík og Þór Þorlákshöfn berjast um Suðurstrandaveginn og Breiðablik tekur á móti grönnum sínum í Haukum. Hinir nýliðarnir fara í TM hellinn og keppa við ÍR. Sömu leikir nema bara með víxluðum heimaleikjum verða háði í lokaumferð deildarkepnninnar. Hjá konunum munu, á milli jóla og nýárs, mætast nágrannarnir í Haukum og Breiðablik, Valskonur taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á meðan Keflvíkingar taka á móti deildarmeisturum Fjölnis. ÍR tekur að lokum á móti Grindavík í TM hellinum. Lokaumferðin hjá konunum verður svo leikin 22. mars en þá mætast t.d. Njarðvík og Haukar og deildarmeistarar Fjölnis og Valur. Hjá körlunum lýkur deildarkeppninni rúmlega viku seinna með leikjunum sem nefndir voru hér að ofan. Á vefsíðu KKÍ er hægt að glöggva sig betur á því hvernig leikjaniðurröðunini er: Subwaydeild karla og Subwaydeild kvenna Subway-deild kvenna Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 51-65 | Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta eftir 14 stiga sigur gegn Haukum í oddaleik í kvöld, 51-65. 1. maí 2022 23:35 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Þó það virðist stutt síðan körfuknattleikstímabilinu lauk þá er ekki eftir neinu að bíða en að birta leikjaniðurröðun næsta tímabils. Það er nákvæmlega það sem KKÍ gerði á vef sínum í síðustu viku. Subway deild kvenna mun fara af stað 21. september næstkomandi og karlarnir fara af stað þann 6. október. Íslandsmeistarar Njarðvíkur í Subway deild kvenna byrja á því að mæta erkifjendum sínum í Keflavík í Sláturhúsinu en andstæðingar þeirra í lokaeinvíginu Haukar fá nýliða ÍR í fyrsta leik. Íslandsmeistarar karla Valur taka á móti Stjörnunni að Hlíðarenda í fyrsta leik sínum en andstæðingar þeirra í lokaeinvíginu, Tindastóll, fara til Keflavíkur. Eins og síðasta tímabil verður spilað á milli jóla og nýárs og verður sá leikdagur notaður til að etja nágrönnum og erkifjendum saman karlamegin. Valsmenn fara þá á Sauðárkrók á meðan Njarðvíkingar taka á móti erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík. Stjarnan tekur á móti KR á sama tíma, Grindavík og Þór Þorlákshöfn berjast um Suðurstrandaveginn og Breiðablik tekur á móti grönnum sínum í Haukum. Hinir nýliðarnir fara í TM hellinn og keppa við ÍR. Sömu leikir nema bara með víxluðum heimaleikjum verða háði í lokaumferð deildarkepnninnar. Hjá konunum munu, á milli jóla og nýárs, mætast nágrannarnir í Haukum og Breiðablik, Valskonur taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á meðan Keflvíkingar taka á móti deildarmeisturum Fjölnis. ÍR tekur að lokum á móti Grindavík í TM hellinum. Lokaumferðin hjá konunum verður svo leikin 22. mars en þá mætast t.d. Njarðvík og Haukar og deildarmeistarar Fjölnis og Valur. Hjá körlunum lýkur deildarkeppninni rúmlega viku seinna með leikjunum sem nefndir voru hér að ofan. Á vefsíðu KKÍ er hægt að glöggva sig betur á því hvernig leikjaniðurröðunini er: Subwaydeild karla og Subwaydeild kvenna
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 51-65 | Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta eftir 14 stiga sigur gegn Haukum í oddaleik í kvöld, 51-65. 1. maí 2022 23:35 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 51-65 | Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta eftir 14 stiga sigur gegn Haukum í oddaleik í kvöld, 51-65. 1. maí 2022 23:35