„Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 18:30 Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík örvandi ADHD-lyf ofnotuð hér á landi. Vísir/Egill Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. Gríðarleg aukning hefur verið á ávísunum örvandi ADHD-lyfja síðustu ár en þegar hefur komið fram að þeim fjölgaði um tuttugu prósent milli 2020 og 2021. Samfara því hafi tilfellum geðrofa og örlyndis fjölgað. Frá árinu 2017 hafa ávísanir slíkra lyfja aukist um 58,6 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Einn af hverjum tíu verið á ADHD- lyfjum Á tímabilinu 2003 – 2021 fengu tæplega 32.000 einstaklingar hér á landi afgreidd örvandi ADHD- lyf eða um einn af hverjum tíu Íslendingum. Sífellt fleiri börn fá slík lyf en um fjórtán prósent stráka á aldrinum sex til sautján ára fengu þau í fyrra og átta prósent stelpna á sama aldri. Alls ekki góð þróun Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík lyf ofnotuð hér á landi. „Þetta er alls ekki góð þróun miðað við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Þetta alltof há tala, það er talað um að þrjú til fimm prósent séu með ADHD á hinum Norðurlöndunum. Einn fremsti félagsfræðingur Noregs, sagði þar þegar fjögur komma níu prósent drengja var á ADHD-lyfjum, að það væru félagsleg svik. Þannig að samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu. Við verðum að finna nýja nálganir,“ segir Hermundur. Hann segir langtímaáhrif lyfjanna enn ekki komin fram. „Það skortir langtímarannsóknir á virkni lyfjanna og því þarf að fara rosalega varlega í þetta og finna aðrar leiðir. Kannski væri frekar hægt að byrja skólann þegar börn eru sjö ára, stytta skóladaginn, hafa meiri hreyfingu og aðstoða börnin meira við að finna ástríðuna sína, því ADHD getur verið styrkleiki ef börnin fá að vinna með það sem þau hafa ástríðu fyrir,“ segir hann. Börn sem eru fædd síðar á skólaári fara frekar á ADHD-lyf Hann bendir á að börn sem eru fædd síðar á árinu fái frekar ADHD-lyf. „Hvað þýðir það? Það er mjög áhugavert að setja það í stærra samhengi. Gæti ástæðan ekki frekar verið að krakkar sem eru fæddir síðar á árinu séu ekki með eins mikinn þroska og þau sem fæðast fyrr? Það getur haft þau áhrif að þau yngri eru aðeins á eftir þeim sem eldri eru. Það getur orðið til þess að þau sem eru fædd síðar á árinu verði stressuð og spennt sem getur mögulega valdið því að þau séu frekar sett á ADHD- lyf en þau sem eiga afmæli fyrr á árinu. Þetta er alla vega rosalega áhugaverð rannsókn sem þyrfti að kanna enn frekar og í stærra samhengi,“ segir hann. Hermundur telur mikilvægt að nálgast málið á nýjan hátt og bendir á verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmanneyja sem beinist m.a. að því að kveikja ástríðu hjá börnum og hvetja þau til að hreyfa sig. „Vinnudagurinn hér á landi er langur. Þjóðfélagið sem slíkt er í mikilli spennu og kapphlaupi og þetta kemur niður á börnunum okkar sem við setjum á lyf í stað þess að þau geti þrifist og fengið réttar áskoranir, sérstaklega í skólanum,“ segir Hermundur að lokum. Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur verið á ávísunum örvandi ADHD-lyfja síðustu ár en þegar hefur komið fram að þeim fjölgaði um tuttugu prósent milli 2020 og 2021. Samfara því hafi tilfellum geðrofa og örlyndis fjölgað. Frá árinu 2017 hafa ávísanir slíkra lyfja aukist um 58,6 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Einn af hverjum tíu verið á ADHD- lyfjum Á tímabilinu 2003 – 2021 fengu tæplega 32.000 einstaklingar hér á landi afgreidd örvandi ADHD- lyf eða um einn af hverjum tíu Íslendingum. Sífellt fleiri börn fá slík lyf en um fjórtán prósent stráka á aldrinum sex til sautján ára fengu þau í fyrra og átta prósent stelpna á sama aldri. Alls ekki góð þróun Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík lyf ofnotuð hér á landi. „Þetta er alls ekki góð þróun miðað við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Þetta alltof há tala, það er talað um að þrjú til fimm prósent séu með ADHD á hinum Norðurlöndunum. Einn fremsti félagsfræðingur Noregs, sagði þar þegar fjögur komma níu prósent drengja var á ADHD-lyfjum, að það væru félagsleg svik. Þannig að samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu. Við verðum að finna nýja nálganir,“ segir Hermundur. Hann segir langtímaáhrif lyfjanna enn ekki komin fram. „Það skortir langtímarannsóknir á virkni lyfjanna og því þarf að fara rosalega varlega í þetta og finna aðrar leiðir. Kannski væri frekar hægt að byrja skólann þegar börn eru sjö ára, stytta skóladaginn, hafa meiri hreyfingu og aðstoða börnin meira við að finna ástríðuna sína, því ADHD getur verið styrkleiki ef börnin fá að vinna með það sem þau hafa ástríðu fyrir,“ segir hann. Börn sem eru fædd síðar á skólaári fara frekar á ADHD-lyf Hann bendir á að börn sem eru fædd síðar á árinu fái frekar ADHD-lyf. „Hvað þýðir það? Það er mjög áhugavert að setja það í stærra samhengi. Gæti ástæðan ekki frekar verið að krakkar sem eru fæddir síðar á árinu séu ekki með eins mikinn þroska og þau sem fæðast fyrr? Það getur haft þau áhrif að þau yngri eru aðeins á eftir þeim sem eldri eru. Það getur orðið til þess að þau sem eru fædd síðar á árinu verði stressuð og spennt sem getur mögulega valdið því að þau séu frekar sett á ADHD- lyf en þau sem eiga afmæli fyrr á árinu. Þetta er alla vega rosalega áhugaverð rannsókn sem þyrfti að kanna enn frekar og í stærra samhengi,“ segir hann. Hermundur telur mikilvægt að nálgast málið á nýjan hátt og bendir á verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmanneyja sem beinist m.a. að því að kveikja ástríðu hjá börnum og hvetja þau til að hreyfa sig. „Vinnudagurinn hér á landi er langur. Þjóðfélagið sem slíkt er í mikilli spennu og kapphlaupi og þetta kemur niður á börnunum okkar sem við setjum á lyf í stað þess að þau geti þrifist og fengið réttar áskoranir, sérstaklega í skólanum,“ segir Hermundur að lokum.
Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00
Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18