Anna Hildur endurkjörin formaður SÁÁ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. júní 2022 22:22 Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður og Þráinn Farestveit varaformaður SÁÁ. Vísir/Hulda Margrét Anna Hildur Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður SÁÁ nú fyrr í kvöld og Þráinn Farestveit varaformaður sömuleiðis. Núverandi stjórn félagasamtakanna hélt velli þrátt fyrir mótframboð. 368 einstaklingar sóttu fundinn og fór hann vel fram að sögn varaformanns. „Við erum mjög jákvæð, við höfum verið mjög bjartsýn og horfum auðvitað fram á það að efla starfið, opna félagið, það má breyta ýmsu til batnaðar,“ segir Þráinn Farestveit varaformaður samtakanna í samtali við fréttastofu. „Meirihluti þeirra sem sátu fundinn kýs þá stjórn sem hefur verið starfandi síðustu tvö ár og styður hana í þeim málefnum og gildum sem við leggjum fram.“ Þráinn segir núverandi stjórn vilja opna félagið meira. „Við viljum fá fólk úr öllum stéttum, fólk sem hefur starfað faglega að málefnum þessara skjólstæðinga frá öllum stöðum því að markmið okkar auðvitað er að samþætta þetta betur, það er að segja tengingin milli ríkis og borgar og sveitarfélaganna, eiga náið samtal um hvernig þessi vettvangur er, með því teljum við okkur geta unnið betur.“ Þráinn leggur áherslu á að vilji stjórnarinnar sé að hinn almenni borgari geti nálgast samtökin betur og án skilyrða „ef það er fólk sem hefur áhuga á að vinna með okkur þá viljum við þannig fólk.“ Fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun Þráinn segir sjálfsaflafé félagsins aldrei hafa verið meira og verði það til þess að opið verði á göngudeild og Vík í sumar en félagið hafi ekki getað kostað það áður. „Við teljum að það sýni sig að þrátt fyrir þessa ágjöf og umræðu og það hvernig hlutirnir voru svona svolítið erfiðir, þá studdi fólkið okkur samt og líklega betur þar sem ákvörðun núverandi framkvæmdastjórnar var sú að við myndum draga okkur út úr spilakassaágóða og lögðum það til hliðar. Urðum þar af auðvitað tugum milljóna í tekjur sem skilar sér svo aftur í því að fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun.“ Félagasamtök Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. 17. maí 2022 14:36 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Við erum mjög jákvæð, við höfum verið mjög bjartsýn og horfum auðvitað fram á það að efla starfið, opna félagið, það má breyta ýmsu til batnaðar,“ segir Þráinn Farestveit varaformaður samtakanna í samtali við fréttastofu. „Meirihluti þeirra sem sátu fundinn kýs þá stjórn sem hefur verið starfandi síðustu tvö ár og styður hana í þeim málefnum og gildum sem við leggjum fram.“ Þráinn segir núverandi stjórn vilja opna félagið meira. „Við viljum fá fólk úr öllum stéttum, fólk sem hefur starfað faglega að málefnum þessara skjólstæðinga frá öllum stöðum því að markmið okkar auðvitað er að samþætta þetta betur, það er að segja tengingin milli ríkis og borgar og sveitarfélaganna, eiga náið samtal um hvernig þessi vettvangur er, með því teljum við okkur geta unnið betur.“ Þráinn leggur áherslu á að vilji stjórnarinnar sé að hinn almenni borgari geti nálgast samtökin betur og án skilyrða „ef það er fólk sem hefur áhuga á að vinna með okkur þá viljum við þannig fólk.“ Fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun Þráinn segir sjálfsaflafé félagsins aldrei hafa verið meira og verði það til þess að opið verði á göngudeild og Vík í sumar en félagið hafi ekki getað kostað það áður. „Við teljum að það sýni sig að þrátt fyrir þessa ágjöf og umræðu og það hvernig hlutirnir voru svona svolítið erfiðir, þá studdi fólkið okkur samt og líklega betur þar sem ákvörðun núverandi framkvæmdastjórnar var sú að við myndum draga okkur út úr spilakassaágóða og lögðum það til hliðar. Urðum þar af auðvitað tugum milljóna í tekjur sem skilar sér svo aftur í því að fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun.“
Félagasamtök Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. 17. maí 2022 14:36 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02
Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. 17. maí 2022 14:36