Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Kjartan Kjartansson, Atli Ísleifsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. júní 2022 12:36 Sérsveitarmaður miðar byssu sinni við Miðvang í Hafnarfirði. FJölmennt lið sérsveitarmanna var á vettvangi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. Umsátrið hófst eftir að tilkynning barst um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Íbúi í blokk við Miðvang 41 var grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl á bílastæði gegnt leikskólanum Víðivöllum. Lögreglan segir nú að maðurinn hafi skotið á tvo bíla. Fjölmennt lið sérsveitarmanna var sent á staðinn ásamt dróna og vélmenni sem var notað við aðgerð lögreglu. Lögreglumenn voru í símasambandi við manninn frá því um átta leytið en í millitíðinni var íbúum í blokkinni og nærliggjandi húsum bannað að yfirgefa heimili sín. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi sjálfviljugur gefið sig fram um klukkan 12:20. „Samningaviðræðurnar tókust. Hann var handtekinn í framhaldinu og er verið að flytja hann á lögreglustöð.“ Skúli segir að nú taki við rannsóknarvinna á vettvangi. „Búið er að taka lokunina af hérna í Miðvanginum og vettvangsvinna að hefjast.“ Hann segir að aðgerðin hafi í tekist vel. „Þetta tekur sinn tíma, svona samningaviðræður. Maður er bara guðslifandi feginn að enginn hafi slasast í þessu útkalli.“ Ekki er vitað til þess að nokkur tengsl séu á milli byssumannsins og bílsins sem hann skaut á. Fréttin hefur verið uppfærð.
Umsátrið hófst eftir að tilkynning barst um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Íbúi í blokk við Miðvang 41 var grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl á bílastæði gegnt leikskólanum Víðivöllum. Lögreglan segir nú að maðurinn hafi skotið á tvo bíla. Fjölmennt lið sérsveitarmanna var sent á staðinn ásamt dróna og vélmenni sem var notað við aðgerð lögreglu. Lögreglumenn voru í símasambandi við manninn frá því um átta leytið en í millitíðinni var íbúum í blokkinni og nærliggjandi húsum bannað að yfirgefa heimili sín. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi sjálfviljugur gefið sig fram um klukkan 12:20. „Samningaviðræðurnar tókust. Hann var handtekinn í framhaldinu og er verið að flytja hann á lögreglustöð.“ Skúli segir að nú taki við rannsóknarvinna á vettvangi. „Búið er að taka lokunina af hérna í Miðvanginum og vettvangsvinna að hefjast.“ Hann segir að aðgerðin hafi í tekist vel. „Þetta tekur sinn tíma, svona samningaviðræður. Maður er bara guðslifandi feginn að enginn hafi slasast í þessu útkalli.“ Ekki er vitað til þess að nokkur tengsl séu á milli byssumannsins og bílsins sem hann skaut á. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás við Miðvang Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira