Búa sig undir slag um þungunarrofspillu Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 11:24 Sjálfboðaliði heilsugæslustöðvar í Jackson í Mississippi heldur á skilti um að stöðin sé enn opin og að þungunarrofspilla sé enn lögleg eftir að Hæstiréttur felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs á föstudag. Stöðin er sú eina sem gerði þungunarrof í Mississippi en bann við þungunarrofi tekur gildi á næstu dögum. AP/Rogelio V. Solis Hvíta húsið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að ríki geti bannað svonefnda þungunarrofspillu í kjölfar Hæstaréttardóms um að konur eigi ekki rétt til þungunarrofs. Búast má við að tekist verði um málið fyrir dómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við tæplega fimmtíu ára gömlu dómafordæmi um að konur hefði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs á föstudag. Fjöldi ríkja ætlar að banna þungunarrof strax á næstu dögum og vikum eða takmarka verulega aðgang að því. Tugir milljóna kvenna missir þannig aðgang að þungunarrofi í heimaríkjunum sínum á næstunni. Alríkisstjórnin hefur fá vopn í höndum til að bregðast við dómnum. Hún ætlar hins vegar að reyna að koma í veg fyrir að ríkin geti líka bannað lyfið mifepristone sem hefur verið nefnt þungunarrofspillan í Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að stjórnin gæti byggt á því að sú staðreynd að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hafi gefið grænt ljós á notkun lyfsins þýði að ríkin geti ekki bannað notkun þess. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði að ríkin gætu ekki bannað notkun mifepristone á grundvelli þess að þau séu ósammála sérþekkingu FDA á öryggi þess og gagnsemi. Lyfið hefur verið með markaðsleyfi í Bandaríkjunum frá árinu 2000. Erfitt gæti reynst fyrir ríki sem banna þungunarrof að koma í veg fyrir að konur nálgist lyfið. Það er hægt að kaupa á netinu eða í öðrum ríkjum. Hópur ríkja hefur þó reynt að takmarka notkun lyfsins. Í nítján ríkjum verða konur að mæta á staðinn til að geta verslað pilluna þrátt fyrir að FDA setji engar slíkar kvaðir á notkun þess. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti hæstaréttardóminum sem „öfgafullum“. Auk þess að lofa að taka slaginn um þungunarrofspilluna sagði hann að alríkisstjórnin myndi tryggja að ríki kæmu ekki í veg fyrir að konur ferðuðust til annarra ríkja til að gangast undir þungunarrof. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Trúmál Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við tæplega fimmtíu ára gömlu dómafordæmi um að konur hefði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs á föstudag. Fjöldi ríkja ætlar að banna þungunarrof strax á næstu dögum og vikum eða takmarka verulega aðgang að því. Tugir milljóna kvenna missir þannig aðgang að þungunarrofi í heimaríkjunum sínum á næstunni. Alríkisstjórnin hefur fá vopn í höndum til að bregðast við dómnum. Hún ætlar hins vegar að reyna að koma í veg fyrir að ríkin geti líka bannað lyfið mifepristone sem hefur verið nefnt þungunarrofspillan í Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að stjórnin gæti byggt á því að sú staðreynd að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hafi gefið grænt ljós á notkun lyfsins þýði að ríkin geti ekki bannað notkun þess. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði að ríkin gætu ekki bannað notkun mifepristone á grundvelli þess að þau séu ósammála sérþekkingu FDA á öryggi þess og gagnsemi. Lyfið hefur verið með markaðsleyfi í Bandaríkjunum frá árinu 2000. Erfitt gæti reynst fyrir ríki sem banna þungunarrof að koma í veg fyrir að konur nálgist lyfið. Það er hægt að kaupa á netinu eða í öðrum ríkjum. Hópur ríkja hefur þó reynt að takmarka notkun lyfsins. Í nítján ríkjum verða konur að mæta á staðinn til að geta verslað pilluna þrátt fyrir að FDA setji engar slíkar kvaðir á notkun þess. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti hæstaréttardóminum sem „öfgafullum“. Auk þess að lofa að taka slaginn um þungunarrofspilluna sagði hann að alríkisstjórnin myndi tryggja að ríki kæmu ekki í veg fyrir að konur ferðuðust til annarra ríkja til að gangast undir þungunarrof.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Trúmál Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30