Hvað eru mörg fífl í heiminum? Arna Pálsdóttir skrifar 27. júní 2022 07:01 „Hvað eru mörg fífl í heiminum?“ spurði 6 ára dóttir mín mig í bílnum á leiðinni heim. Við vorum að hlusta á Kalla á þakinu og spurningin kom án nokkurs aðdraganda. Þetta fékk svolítið á mig, hvaðan kom þetta? Ég vissi ekki alveg hvert ég ætti að fara með þetta samtal og reyndi því að svara spurningunni með örlítið umburðarlyndari spurning: „Eru til fífl í heiminum?“ Jú, það hélt hún nú. „Það eru til fullt af þeim!“ svaraði hún. Allt í lagi. Þetta var afdráttarlaust. Það stóð því lítið annað til boða en að taka þetta samtal. En hvernig átti ég að svara þessu? Gat ég afgreitt þetta með því að segja að það væru engin fífl í heiminum eða gat ég sagt henni að allir geta verið fífl. Fyrra svarið hefði kannski betur hentað 6 ára barni en seinna svarið er vafalaust mun nær sannleikanum. Eftir nokkra íhugun byrjaði ég á því að segja að kannski ætti maður ekkert að vera að kalla aðra fífl. Það væri eins og að kasta steini, ef þú kastar steini í einhvern þá getur þú fengið stein í þig á móti. Allir geta verið fífl einhvern tímann. Í bílnum ríkti þrúgandi þögn þegar hún dæsti út úr sér: „Ég skil þig ekki“ (og ég sá skyndilega eftir því að hafa ekki stokkið á fyrra svarið og hreinsað heiminn af öllum fíflum). En hvað gerir fífl að fífli? Við eigum það til að vera ansi fljót að kasta fyrsta steininum. Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er gjarnan of lítið sem gerir það að verkum að samtalið verður takmarkað og við minna upplýst fyrir vikið. En ólíkar skoðanir gera okkur varla að fíflum? Hins vegar hefur dóttir mín rétt fyrir sér. Það eru til fífl í heiminum. Fífl með völd. Fífl sem með fantaskapi, pólitík og valdabaráttu hafa af okkur grundvallarréttindi. Fífl sem nota völd til að sleikja gömul pólitísk sár. Fífl sem meta vægi getnaðar meira en líf kvenna. Fífl sem fara aftur í tímann og hrifsa til baka réttindi sem varin hafa verið í áratugi (með sömu stjórnarskrá og þeir byggja fíflaskap sinn á í dag). Já, það eru svo sannarlega til fífl og nú er ljóst að fíflaskap er engin takmörk sett. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá að ég var búin að tapa henni. Hún horfði út um gluggan og var eflaust farin að hugsa upp einhverja aðra spurningu um stóru málin í lífinu og skildi mig því eftir eina með hugsunum mínum. Það var lítið annað að gera en að hækka aftur í Kalla á þakinu og halda áfram förinni heim. Þegar við runnum í hlað fór dóttir mín út úr bílnum og hljóp á grasblett sem liggur við húsið okkar sem þakinn er gulum túnfíflum. Á meðan hún hljóp kallaði hún „Sjáðu bara! Það eru fífl út um allt!“ Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Hvað eru mörg fífl í heiminum?“ spurði 6 ára dóttir mín mig í bílnum á leiðinni heim. Við vorum að hlusta á Kalla á þakinu og spurningin kom án nokkurs aðdraganda. Þetta fékk svolítið á mig, hvaðan kom þetta? Ég vissi ekki alveg hvert ég ætti að fara með þetta samtal og reyndi því að svara spurningunni með örlítið umburðarlyndari spurning: „Eru til fífl í heiminum?“ Jú, það hélt hún nú. „Það eru til fullt af þeim!“ svaraði hún. Allt í lagi. Þetta var afdráttarlaust. Það stóð því lítið annað til boða en að taka þetta samtal. En hvernig átti ég að svara þessu? Gat ég afgreitt þetta með því að segja að það væru engin fífl í heiminum eða gat ég sagt henni að allir geta verið fífl. Fyrra svarið hefði kannski betur hentað 6 ára barni en seinna svarið er vafalaust mun nær sannleikanum. Eftir nokkra íhugun byrjaði ég á því að segja að kannski ætti maður ekkert að vera að kalla aðra fífl. Það væri eins og að kasta steini, ef þú kastar steini í einhvern þá getur þú fengið stein í þig á móti. Allir geta verið fífl einhvern tímann. Í bílnum ríkti þrúgandi þögn þegar hún dæsti út úr sér: „Ég skil þig ekki“ (og ég sá skyndilega eftir því að hafa ekki stokkið á fyrra svarið og hreinsað heiminn af öllum fíflum). En hvað gerir fífl að fífli? Við eigum það til að vera ansi fljót að kasta fyrsta steininum. Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er gjarnan of lítið sem gerir það að verkum að samtalið verður takmarkað og við minna upplýst fyrir vikið. En ólíkar skoðanir gera okkur varla að fíflum? Hins vegar hefur dóttir mín rétt fyrir sér. Það eru til fífl í heiminum. Fífl með völd. Fífl sem með fantaskapi, pólitík og valdabaráttu hafa af okkur grundvallarréttindi. Fífl sem nota völd til að sleikja gömul pólitísk sár. Fífl sem meta vægi getnaðar meira en líf kvenna. Fífl sem fara aftur í tímann og hrifsa til baka réttindi sem varin hafa verið í áratugi (með sömu stjórnarskrá og þeir byggja fíflaskap sinn á í dag). Já, það eru svo sannarlega til fífl og nú er ljóst að fíflaskap er engin takmörk sett. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá að ég var búin að tapa henni. Hún horfði út um gluggan og var eflaust farin að hugsa upp einhverja aðra spurningu um stóru málin í lífinu og skildi mig því eftir eina með hugsunum mínum. Það var lítið annað að gera en að hækka aftur í Kalla á þakinu og halda áfram förinni heim. Þegar við runnum í hlað fór dóttir mín út úr bílnum og hljóp á grasblett sem liggur við húsið okkar sem þakinn er gulum túnfíflum. Á meðan hún hljóp kallaði hún „Sjáðu bara! Það eru fífl út um allt!“ Höfundur er lögfræðingur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun