Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar 30. október 2025 07:00 „Útúr skápnum og áfram Ísland!“ Það sem átti að vera málefnaleg umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur breyst í persónulegt orðaskak. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarnar og prófessor við Háskólann á Bifröst, skrifaði skoðanagrein á Vísi nýlega þar sem hann svarar Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Visku Digital Assets. Daði hafði fjallað um efnahagsvanda Evrópu í greininni sinni í ViðskiptaMogganum og notað líkinguna um brennandi hús. Í stað þess að takast á við rök Daða velur Magnús að beina athyglinni að persónum og heldur því fram að Evrópusinnar séu „enn í skápnum“ og hræddir við menn eins og Davíð Oddsson: fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Það er skrýtin nálgun. Davíð hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum í tvo áratugi, fyrir utan að ritstýra Morgunblaðinu. Að draga hann fram sem tákn ótta í pólitískri umræðu árið 2025 segir meira um þá sem gera það en hann sjálfan. Greinin virðist skrifuð í örvæntingu, ekki til að leiðrétta staðreyndir, heldur til að slá ryki í augu lesenda og beina athyglinni frá kjarna málsins. Það vekur einnig athygli að þessi orð koma frá manni sem bæði er formaður hagsmunasamtaka um Evrópumál og prófessor við íslenskan háskóla. Stefna Háskólans á Bifröst byggir á gildum líkt og þeim sem koma fram í Magna Charta Universitatum og samkvæmt þeim ber fræðimönnum að gæta hlutleysis og forðast að nota stöðu sína í pólitískum tilgangi. Fræðimenn njóta trausts samfélagsins vegna þess að almenningur treystir þeim til að rökstyðja mál sitt af fagmennsku. Þegar prófessor í opinberu hlutverki tekur svo einarða afstöðu í pólitískri deilu, án þess að sýna fræðilega fjarlægð eða varfærni, grefur það undan því trausti. Það er þó eitt sem vert er að hafa í huga. Það var ekki Daði Kristjánsson sem fyrst talaði um að „við göngum ekki inn í brennandi hús“ Evrópusambandsins, heldur Jón Baldvin Hannibalsson (RÚV, 7. mars 2016). Jón Baldvin var utanríkisráðherra fyrir Alþýðuflokkinn þegar Ísland samdi um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og var ásamt Davíð lykilmaður í því að tryggja að Ísland hefði aðgang að innri markaði Evrópu án þess að afsala sér fullveldi. Síðar hefur hann gagnrýnt þá hugmynd að ganga lengra og gerast aðili að Evrópusambandinu, og bent á að slík aðild fæli í sér verulega pólitíska og efnahagslega áhættu. Hann þekkir bæði forsendurnar og afleiðingarnar. Það er athyglisvert að Magnús skuli sniðganga það algjörlega. Grein Daða Kristjánssonar fjallaði um raunveruleg efnahagsvandamál Evrópu: skuldafen Frakka, orkukreppu Þýskalands og stöðnun í framleiðni sem grefur undan evrópskum iðnaði. Um þetta segir Magnús ekki orð. Í staðinn grípur hann til óljósra frasa og tilfinningalegra útspila, eins og umræðan snúist frekar um tiltrú en stefnu. Þögn virðist stundum metin hærra en skoðanaskipti í íslenskri stjórnsýslu. En lýðræði byggist á því að menn þori að tala skýrt, líka þegar það er óþægilegt. Evrópusambandið stendur frammi fyrir djúpum vanda. Að ganga þar inn núna væri ekki skref til framtíðar heldur inn í brennandi hús. Ísland á betra skilið. Við eigum að standa fyrir utan Evrópusambandið og hugsa sjálfstætt. Kannski er það líka góð áminning í svona umræðu að spyrja sig einfaldlega: hvaðan koma peningarnir? Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
„Útúr skápnum og áfram Ísland!“ Það sem átti að vera málefnaleg umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur breyst í persónulegt orðaskak. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarnar og prófessor við Háskólann á Bifröst, skrifaði skoðanagrein á Vísi nýlega þar sem hann svarar Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Visku Digital Assets. Daði hafði fjallað um efnahagsvanda Evrópu í greininni sinni í ViðskiptaMogganum og notað líkinguna um brennandi hús. Í stað þess að takast á við rök Daða velur Magnús að beina athyglinni að persónum og heldur því fram að Evrópusinnar séu „enn í skápnum“ og hræddir við menn eins og Davíð Oddsson: fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Það er skrýtin nálgun. Davíð hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum í tvo áratugi, fyrir utan að ritstýra Morgunblaðinu. Að draga hann fram sem tákn ótta í pólitískri umræðu árið 2025 segir meira um þá sem gera það en hann sjálfan. Greinin virðist skrifuð í örvæntingu, ekki til að leiðrétta staðreyndir, heldur til að slá ryki í augu lesenda og beina athyglinni frá kjarna málsins. Það vekur einnig athygli að þessi orð koma frá manni sem bæði er formaður hagsmunasamtaka um Evrópumál og prófessor við íslenskan háskóla. Stefna Háskólans á Bifröst byggir á gildum líkt og þeim sem koma fram í Magna Charta Universitatum og samkvæmt þeim ber fræðimönnum að gæta hlutleysis og forðast að nota stöðu sína í pólitískum tilgangi. Fræðimenn njóta trausts samfélagsins vegna þess að almenningur treystir þeim til að rökstyðja mál sitt af fagmennsku. Þegar prófessor í opinberu hlutverki tekur svo einarða afstöðu í pólitískri deilu, án þess að sýna fræðilega fjarlægð eða varfærni, grefur það undan því trausti. Það er þó eitt sem vert er að hafa í huga. Það var ekki Daði Kristjánsson sem fyrst talaði um að „við göngum ekki inn í brennandi hús“ Evrópusambandsins, heldur Jón Baldvin Hannibalsson (RÚV, 7. mars 2016). Jón Baldvin var utanríkisráðherra fyrir Alþýðuflokkinn þegar Ísland samdi um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og var ásamt Davíð lykilmaður í því að tryggja að Ísland hefði aðgang að innri markaði Evrópu án þess að afsala sér fullveldi. Síðar hefur hann gagnrýnt þá hugmynd að ganga lengra og gerast aðili að Evrópusambandinu, og bent á að slík aðild fæli í sér verulega pólitíska og efnahagslega áhættu. Hann þekkir bæði forsendurnar og afleiðingarnar. Það er athyglisvert að Magnús skuli sniðganga það algjörlega. Grein Daða Kristjánssonar fjallaði um raunveruleg efnahagsvandamál Evrópu: skuldafen Frakka, orkukreppu Þýskalands og stöðnun í framleiðni sem grefur undan evrópskum iðnaði. Um þetta segir Magnús ekki orð. Í staðinn grípur hann til óljósra frasa og tilfinningalegra útspila, eins og umræðan snúist frekar um tiltrú en stefnu. Þögn virðist stundum metin hærra en skoðanaskipti í íslenskri stjórnsýslu. En lýðræði byggist á því að menn þori að tala skýrt, líka þegar það er óþægilegt. Evrópusambandið stendur frammi fyrir djúpum vanda. Að ganga þar inn núna væri ekki skref til framtíðar heldur inn í brennandi hús. Ísland á betra skilið. Við eigum að standa fyrir utan Evrópusambandið og hugsa sjálfstætt. Kannski er það líka góð áminning í svona umræðu að spyrja sig einfaldlega: hvaðan koma peningarnir? Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar