Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. október 2025 14:31 Það er fátt mikilvægara fyrir velferð fólksins í borginni okkar en að eiga öruggt heimili. Húsnæði er ekki bara fjárfesting, það er grunnurinn að lífi og samfélagi, staður þar sem við byggjum fjölskyldur, vináttu og traust. Í Reykjavík hefur þetta alltaf verið leiðarljósið í stefnu okkar um húsnæðismál. Þess vegna lagði ég í dag fyrir borgarráð tillögu um nýja nálgun í húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal, sem miðar að því að flýta uppbyggingu allt að 4.000 íbúða og tilheyrandi innviða á svæðinu.Þetta er ekki stefnubreyting - heldur framþróun. Við erum að halda áfram á þeirri braut sem borgin hefur markað, að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært húsnæði fyrir fólk af öllum tekjum og aldri. Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg verið í forystu við að tryggja fjölbreytt framboð íbúða. Við höfum stóraukið uppbyggingu á félagslegum grunni, í samstarfi við óhagnaðardrifin félög og þannig tryggt að fleiri fái tækifæri til að eignast heimili. Þessi nýja leið – samstarf við innviðafélag um uppbyggingu í Úlfarsárdal – byggir á sömu hugsjón. Markmiðið er að hraða uppbyggingu án þess að skerða samfélagsleg markmið. Með því að efna til samkeppnisviðræðna um uppbyggingu hverfis í Höllum, þar sem geta risið allt að 4.000 íbúðir, skapast ný tækifæri til að tryggja hagkvæmni, gæði og fyrirsjáanleika í framkvæmdum.Þetta er leið sem notuð hefur verið víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku og Hollandi, þar sem innviðafélög í samstarfi við sveitarfélög hafa byggt upp heilu hverfin – þar sem leikskólar, skólar, íþróttasvæði og gönguleiðir eru hluti af heildrænni framtíðarsýn. Við vitum að jafnrétti í húsnæðismálum verður ekki tryggt með orðum einum. Þess vegna er þessi aðferð mótuð með skýrum samfélagslegum markmiðum:að tryggja félagslega blöndun, fjölbreytta húsagerð og uppbyggingu í samstarfi við innviðafélag. Markmiðið er að nýtt hverfi í Úlfarsárdal verði lifandi og sjálfbært – með leikskólum, skólum, verslun, þjónustu og grænum svæðum í göngufæri. Samstarfið felur í sér að innviðafélagið byggir grunninnviði eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og götukerfi sem borgin fær síðan til umráða. Allt ferlið verður gagnsætt og í samræmi við lög um opinber innkaup og jafnræði.Borgin heldur áfram að leiða stefnumörkun, skilgreina gæðakröfur og tryggja að uppbyggingin þjónar íbúum, ekki aðeins markaðnum. Þetta er leið til að flýta framkvæmdum, án þess að fórna ábyrgð eða gæðum. Með því að samþætta skipulagsferlið og val á samstarfsaðila getum við sparað tíma, aukið samráð og tryggt að fyrstu skólar og leiksvæði rísi á sama tíma og íbúðirnar sjálfar. Þessi nálgun er afrakstur vandaðrar vinnu starfshóps sem Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands og BSRB skipuðu fyrr á árinu, í framhaldi af viljayfirlýsingu um aukið samstarf við verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði um húsnæðisuppbyggingu. Sú vinna sýndi að með nýjum leiðum væri hægt að tryggja hraðari framvindu, meiri hagkvæmni og jöfnuð á markaði. Þegar þeirri vinnu lauk tók hin pólitíska ákvarðanataka við og nú erum við einu skrefi nær markmiðum okkar í þessum efnum. Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ekki nóg að byggja mikið – við verðum að byggja vel.Það þýðir að við skipuleggjum hverfi þar sem fólk getur lifað góðu lífi: þar sem vinnustaðir, skólar og þjónusta eru nærri, þar sem græn svæði eru í alfaraleið og þar sem ný tækni og vistvæn hönnun eru nýtt til að draga úr kostnaði og kolefnisspori. Með því að fara þessa leið styrkjum við einnig stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma því að með uppbyggingu, sem miðar að samfélagslegum markmiðum, eykst jafnvægi á markaðnum. Þannig drögum við úr sveiflum í verði, tryggjum sanngjarnara framboð og stuðlum að heilbrigðari þróun. Þetta er ábyrg leið sem byggir á traustum grunni – á sömu hugsjón og hefur leitt stefnu Reykjavíkurborgar í áratugi: að skapa borg þar sem gott er að búa, starfa og lifa. Við ætlum ekki bara að byggja hús – heldur samfélag. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Húsnæðismál Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er fátt mikilvægara fyrir velferð fólksins í borginni okkar en að eiga öruggt heimili. Húsnæði er ekki bara fjárfesting, það er grunnurinn að lífi og samfélagi, staður þar sem við byggjum fjölskyldur, vináttu og traust. Í Reykjavík hefur þetta alltaf verið leiðarljósið í stefnu okkar um húsnæðismál. Þess vegna lagði ég í dag fyrir borgarráð tillögu um nýja nálgun í húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal, sem miðar að því að flýta uppbyggingu allt að 4.000 íbúða og tilheyrandi innviða á svæðinu.Þetta er ekki stefnubreyting - heldur framþróun. Við erum að halda áfram á þeirri braut sem borgin hefur markað, að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært húsnæði fyrir fólk af öllum tekjum og aldri. Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg verið í forystu við að tryggja fjölbreytt framboð íbúða. Við höfum stóraukið uppbyggingu á félagslegum grunni, í samstarfi við óhagnaðardrifin félög og þannig tryggt að fleiri fái tækifæri til að eignast heimili. Þessi nýja leið – samstarf við innviðafélag um uppbyggingu í Úlfarsárdal – byggir á sömu hugsjón. Markmiðið er að hraða uppbyggingu án þess að skerða samfélagsleg markmið. Með því að efna til samkeppnisviðræðna um uppbyggingu hverfis í Höllum, þar sem geta risið allt að 4.000 íbúðir, skapast ný tækifæri til að tryggja hagkvæmni, gæði og fyrirsjáanleika í framkvæmdum.Þetta er leið sem notuð hefur verið víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku og Hollandi, þar sem innviðafélög í samstarfi við sveitarfélög hafa byggt upp heilu hverfin – þar sem leikskólar, skólar, íþróttasvæði og gönguleiðir eru hluti af heildrænni framtíðarsýn. Við vitum að jafnrétti í húsnæðismálum verður ekki tryggt með orðum einum. Þess vegna er þessi aðferð mótuð með skýrum samfélagslegum markmiðum:að tryggja félagslega blöndun, fjölbreytta húsagerð og uppbyggingu í samstarfi við innviðafélag. Markmiðið er að nýtt hverfi í Úlfarsárdal verði lifandi og sjálfbært – með leikskólum, skólum, verslun, þjónustu og grænum svæðum í göngufæri. Samstarfið felur í sér að innviðafélagið byggir grunninnviði eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og götukerfi sem borgin fær síðan til umráða. Allt ferlið verður gagnsætt og í samræmi við lög um opinber innkaup og jafnræði.Borgin heldur áfram að leiða stefnumörkun, skilgreina gæðakröfur og tryggja að uppbyggingin þjónar íbúum, ekki aðeins markaðnum. Þetta er leið til að flýta framkvæmdum, án þess að fórna ábyrgð eða gæðum. Með því að samþætta skipulagsferlið og val á samstarfsaðila getum við sparað tíma, aukið samráð og tryggt að fyrstu skólar og leiksvæði rísi á sama tíma og íbúðirnar sjálfar. Þessi nálgun er afrakstur vandaðrar vinnu starfshóps sem Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands og BSRB skipuðu fyrr á árinu, í framhaldi af viljayfirlýsingu um aukið samstarf við verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði um húsnæðisuppbyggingu. Sú vinna sýndi að með nýjum leiðum væri hægt að tryggja hraðari framvindu, meiri hagkvæmni og jöfnuð á markaði. Þegar þeirri vinnu lauk tók hin pólitíska ákvarðanataka við og nú erum við einu skrefi nær markmiðum okkar í þessum efnum. Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ekki nóg að byggja mikið – við verðum að byggja vel.Það þýðir að við skipuleggjum hverfi þar sem fólk getur lifað góðu lífi: þar sem vinnustaðir, skólar og þjónusta eru nærri, þar sem græn svæði eru í alfaraleið og þar sem ný tækni og vistvæn hönnun eru nýtt til að draga úr kostnaði og kolefnisspori. Með því að fara þessa leið styrkjum við einnig stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma því að með uppbyggingu, sem miðar að samfélagslegum markmiðum, eykst jafnvægi á markaðnum. Þannig drögum við úr sveiflum í verði, tryggjum sanngjarnara framboð og stuðlum að heilbrigðari þróun. Þetta er ábyrg leið sem byggir á traustum grunni – á sömu hugsjón og hefur leitt stefnu Reykjavíkurborgar í áratugi: að skapa borg þar sem gott er að búa, starfa og lifa. Við ætlum ekki bara að byggja hús – heldur samfélag. Höfundur er borgarstjóri.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun