Stelpurnar komast á heimsmeistaramótið í tæka tíð Árni Sæberg skrifar 27. júní 2022 14:25 Helmingur stelpnanna frá JSB er lagður af stað til Spánar. Hinn helmingurinn bíður enn á Íslandi með öndina í hálsinum. Aðsend Búið er að tryggja öllum dansstelpunum frá danskólanum JSB flugfar frá Íslandi í dag eða á morgun. Að sögn aðstoðarskólastjóra skólans komast þær á áfangastað í tæka tíð til að keppa á heimsmeistaramóti í dansi, þótt litlu hafi mátt muna. Bára Magnúsdóttir, sem Jazzballetskóli Báru, JSB, er kenndur við, segir að unnið hafi verið að því baki brotnu frá því að flug stelpnanna var fellt niður í gær að koma þeim til Spánar. Flug þeirra var fellt niður vegna þess að rekist var utan í flugvél Play á flugvelli erlendis og hún tafðist í viðgerð með þeim afleiðingum að hún var ekki nothæf í gær. „Þetta er alveg í fullum gangi að koma keppendum út. Því ef þær komast ekki út í dag eða á morgun er ferðin ónýt af því þá komast þær of seint í keppnina, þær eru að keppa fyrir Íslands hönd á Dance World Cup, heimsmeistaramóti. Þetta er náttúrulega dálítið mikið mál, af því að það eru millilendingar og rútuferðir,“ segir Bára í samtali við Vísi. Hún segir að helmingur hópsins sé kominn út en hinn helmingurinn bíði enn á Íslandi með öndina í hálsinum. Eftir að Vísir ræddi við Báru hefur fengist staðfest að helmingur hópsins kemur á áfangastað um klukkan þrjú í nótt eftir að hafa ferðast í allan dag. Stelpurnar munu því ná að keppa á morgun þó þær verði eflaust ansi þreyttar. Hinn helmingurinn flýgur svo út til Parísar í fyrramálið með Play og þaðan til Bilbao, sem er nálægt San Sebastian þar sem keppnin fer fram. Sá hluti hópsins keppir ekki fyrr en á miðvikudag og því er ljóst að allir keppendur komast á mótið fyrir keppni. Þetta staðfestir Þórdís Schram, aðstoðarskólastjóri JSB og dóttir Báru, í samtali við Vísi en hún er stödd úti á Spáni. Þurfa að leggja út tvær til þrjár milljónir króna Bára segir hluta af vandanum vera að leggja þarf út fyrir nýju fargjaldi, rútuferðum og gistingu á hótelum. „Það er of flókið að tala við hvern foreldra fyrir sig. Það er bara verið ganga frá því núna hvernig á að gera þetta fyrir svona marga í einu og skólinn stendur bara á bak við það og það er verið ganga frá því að far fyrir alla verði greitt, allir komist í keppnina. Svo verðum við bara að taka á því eftir á, hvernig við fáum það endurgreitt,“ segir hún. Hún telur að útlagður kostnaður verði á bilinu tvær til þrjár milljónir króna. Bára segir að hópurinn, sem telur tæplega sextíu manns, eigi bókað flugfar með Play frá Spáni að móti loknu. Hún vonar að það standi. „En þessi hlið á ferðinni, sem við leggjum út fyrir fólkið að komast í keppnina. Það förum við fram á við Play að verði endurgreitt. En það er meira en það, það var líka búið að borga hótel fyrir ákveðið marga daga, rútuferð af því það er millilent og tekin rúta í marga klukkutíma, það er svolítið erfitt að komast á keppnisstað,“ segir hún. Þá segir hún að allir, fararstjórar, foreldrar og stjórnendur, hafi starfað sem einn maður í því að koma stelpunum á keppnisstað. „Við erum ekki vön að hlaupa frá hálfkláruðu verki. Þannig að við reynum að komast á leiðarenda og ljúka þessu verkefni, svo tökumst við bara á við afleiðingarnar seinna,“ segir Bára að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Spánn Fréttir af flugi Dans Tengdar fréttir Leika sér ekki að því að aflýsa flugi Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs. 27. júní 2022 12:54 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Bára Magnúsdóttir, sem Jazzballetskóli Báru, JSB, er kenndur við, segir að unnið hafi verið að því baki brotnu frá því að flug stelpnanna var fellt niður í gær að koma þeim til Spánar. Flug þeirra var fellt niður vegna þess að rekist var utan í flugvél Play á flugvelli erlendis og hún tafðist í viðgerð með þeim afleiðingum að hún var ekki nothæf í gær. „Þetta er alveg í fullum gangi að koma keppendum út. Því ef þær komast ekki út í dag eða á morgun er ferðin ónýt af því þá komast þær of seint í keppnina, þær eru að keppa fyrir Íslands hönd á Dance World Cup, heimsmeistaramóti. Þetta er náttúrulega dálítið mikið mál, af því að það eru millilendingar og rútuferðir,“ segir Bára í samtali við Vísi. Hún segir að helmingur hópsins sé kominn út en hinn helmingurinn bíði enn á Íslandi með öndina í hálsinum. Eftir að Vísir ræddi við Báru hefur fengist staðfest að helmingur hópsins kemur á áfangastað um klukkan þrjú í nótt eftir að hafa ferðast í allan dag. Stelpurnar munu því ná að keppa á morgun þó þær verði eflaust ansi þreyttar. Hinn helmingurinn flýgur svo út til Parísar í fyrramálið með Play og þaðan til Bilbao, sem er nálægt San Sebastian þar sem keppnin fer fram. Sá hluti hópsins keppir ekki fyrr en á miðvikudag og því er ljóst að allir keppendur komast á mótið fyrir keppni. Þetta staðfestir Þórdís Schram, aðstoðarskólastjóri JSB og dóttir Báru, í samtali við Vísi en hún er stödd úti á Spáni. Þurfa að leggja út tvær til þrjár milljónir króna Bára segir hluta af vandanum vera að leggja þarf út fyrir nýju fargjaldi, rútuferðum og gistingu á hótelum. „Það er of flókið að tala við hvern foreldra fyrir sig. Það er bara verið ganga frá því núna hvernig á að gera þetta fyrir svona marga í einu og skólinn stendur bara á bak við það og það er verið ganga frá því að far fyrir alla verði greitt, allir komist í keppnina. Svo verðum við bara að taka á því eftir á, hvernig við fáum það endurgreitt,“ segir hún. Hún telur að útlagður kostnaður verði á bilinu tvær til þrjár milljónir króna. Bára segir að hópurinn, sem telur tæplega sextíu manns, eigi bókað flugfar með Play frá Spáni að móti loknu. Hún vonar að það standi. „En þessi hlið á ferðinni, sem við leggjum út fyrir fólkið að komast í keppnina. Það förum við fram á við Play að verði endurgreitt. En það er meira en það, það var líka búið að borga hótel fyrir ákveðið marga daga, rútuferð af því það er millilent og tekin rúta í marga klukkutíma, það er svolítið erfitt að komast á keppnisstað,“ segir hún. Þá segir hún að allir, fararstjórar, foreldrar og stjórnendur, hafi starfað sem einn maður í því að koma stelpunum á keppnisstað. „Við erum ekki vön að hlaupa frá hálfkláruðu verki. Þannig að við reynum að komast á leiðarenda og ljúka þessu verkefni, svo tökumst við bara á við afleiðingarnar seinna,“ segir Bára að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Spánn Fréttir af flugi Dans Tengdar fréttir Leika sér ekki að því að aflýsa flugi Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs. 27. júní 2022 12:54 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Leika sér ekki að því að aflýsa flugi Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs. 27. júní 2022 12:54