Tólf dagar í EM: Mjög hrædd við hunda og er of tapsár til að spila tölvuleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 11:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað tíu mörk fyrir íslenska landsliðið og þar á meðal voru mikilvæg mörk í undankeppni EM. Vísir/Hulda Margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Nú er komið að markadrottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hin þrítuga Berglind Björg hefur náð sér í mikla reynslu á síðustu árum því eftir að hafa raðað inn mörkum í íslensku deildinni með Breiðabliki, 62 mörk í 61 deildarleik frá 2017 til 2020, þá hefur reynt fyrir sér hjá AC Milan á Ítalíu, Le Havre í Frakklandi, Hammarby IF í Svíþjóð og nú síðast hjá Brann í Noregi. Berglind spilaði fyrstu fjögur tímabilin sín í efstu deild með Blikum en fór síðan í ÍBV í tvö ár. Hún spilaði einnig í eitt og hálft tímabil með Fylki áður en hún kom aftur til Blika. Áður en Berglind fór út í atvinnumennsku þá náði hún tvisvar að verða markadrottning deildarinnar. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Breiðabliki. Berglind hefur alls náð að spila í efstu deild í sex löndum að Íslandi meðtöldu því hún spilaði einnig með PSV í hollensku deildinni. Frammistaða hennar hjá AC Milan vakti mikla athygli þar sem hún skoraði fimm mörk í fimm leikjum vorið 2020. Berglind samdi við norsku meistarana í Brann fyrir þetta tímabil en hefur verið óheppin með meiðsli þar sem af er sumri. Hún er leikfær nú og vonandi klár í alvöru verkefni á EM. Berglind Björg skoraði tvö af mikilvægustu mörkum íslenska liðsins í undankeppninni og það með aðeins fimm daga millibili. Fyrst jafnaði hún metin í 1-1 og kom íslenska liðinu á bragðið á móti Slóvakíu og svo skoraði hún sigurmarkið á móti Ungverjalandi, markið sem endanlega tryggði íslensku stelpunum sæti á EM. Berglind lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Bandaríkjunum 24. febrúar 2010 eða rétt eftir átján ára afmælið sitt. Hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á móti Slóvakíu í apríl 2017 og hefur alls skorað 10 mörk í 62 landsleikjum. Berglind Björg var í hópnum á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Hollandi 2017 og kom við sögu í einum leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Austurríki. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Tékklandi á Laugardalsvellinum en með henni er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 með Breiðablik og í leik á móti Val. Var nýorðin 15 ára og var sett inn á til að elta Kötu Jóns á miðjunni. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef lært af mörgum í gegnum tíðina en pabbi hefur kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Mörg lög sem gera það! En það helsta er „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já fjölskyldan, kærasti og vinir mæta út. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er með BA gráðu í sálfræði og BSc gráðu í félagsvísindum. Í hvernig skóm spilarðu? Nike mercurial vapor. Uppáhalds lið í enska? Manchester United.Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Ég hef reynt að spila FIFA í PlayStation en verð allt of tapsár þannig ég hætti strax.Uppáhalds matur? Mexíkóskur maturFyndnust í landsliðinu? Hallbera (Guðný Gísladóttir) og Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) er rosa fyndnar.Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir) og Guðrún (Arnardóttir).Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta (Jensen).Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn.Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Við erum nokkrar í liðinu sem elska að fara á kaffihús.Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekkert nafn sem kemur upp, en það er hundleiðinlegt að spila á móti góðum markmönnum.Átrúnaðargoð í æsku? Ruud van Nistelrooy.Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Er mjög hrædd við hunda. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Hin þrítuga Berglind Björg hefur náð sér í mikla reynslu á síðustu árum því eftir að hafa raðað inn mörkum í íslensku deildinni með Breiðabliki, 62 mörk í 61 deildarleik frá 2017 til 2020, þá hefur reynt fyrir sér hjá AC Milan á Ítalíu, Le Havre í Frakklandi, Hammarby IF í Svíþjóð og nú síðast hjá Brann í Noregi. Berglind spilaði fyrstu fjögur tímabilin sín í efstu deild með Blikum en fór síðan í ÍBV í tvö ár. Hún spilaði einnig í eitt og hálft tímabil með Fylki áður en hún kom aftur til Blika. Áður en Berglind fór út í atvinnumennsku þá náði hún tvisvar að verða markadrottning deildarinnar. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Breiðabliki. Berglind hefur alls náð að spila í efstu deild í sex löndum að Íslandi meðtöldu því hún spilaði einnig með PSV í hollensku deildinni. Frammistaða hennar hjá AC Milan vakti mikla athygli þar sem hún skoraði fimm mörk í fimm leikjum vorið 2020. Berglind samdi við norsku meistarana í Brann fyrir þetta tímabil en hefur verið óheppin með meiðsli þar sem af er sumri. Hún er leikfær nú og vonandi klár í alvöru verkefni á EM. Berglind Björg skoraði tvö af mikilvægustu mörkum íslenska liðsins í undankeppninni og það með aðeins fimm daga millibili. Fyrst jafnaði hún metin í 1-1 og kom íslenska liðinu á bragðið á móti Slóvakíu og svo skoraði hún sigurmarkið á móti Ungverjalandi, markið sem endanlega tryggði íslensku stelpunum sæti á EM. Berglind lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Bandaríkjunum 24. febrúar 2010 eða rétt eftir átján ára afmælið sitt. Hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á móti Slóvakíu í apríl 2017 og hefur alls skorað 10 mörk í 62 landsleikjum. Berglind Björg var í hópnum á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Hollandi 2017 og kom við sögu í einum leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Austurríki. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Tékklandi á Laugardalsvellinum en með henni er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 með Breiðablik og í leik á móti Val. Var nýorðin 15 ára og var sett inn á til að elta Kötu Jóns á miðjunni. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef lært af mörgum í gegnum tíðina en pabbi hefur kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Mörg lög sem gera það! En það helsta er „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já fjölskyldan, kærasti og vinir mæta út. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er með BA gráðu í sálfræði og BSc gráðu í félagsvísindum. Í hvernig skóm spilarðu? Nike mercurial vapor. Uppáhalds lið í enska? Manchester United.Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Ég hef reynt að spila FIFA í PlayStation en verð allt of tapsár þannig ég hætti strax.Uppáhalds matur? Mexíkóskur maturFyndnust í landsliðinu? Hallbera (Guðný Gísladóttir) og Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) er rosa fyndnar.Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir) og Guðrún (Arnardóttir).Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta (Jensen).Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn.Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Við erum nokkrar í liðinu sem elska að fara á kaffihús.Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekkert nafn sem kemur upp, en það er hundleiðinlegt að spila á móti góðum markmönnum.Átrúnaðargoð í æsku? Ruud van Nistelrooy.Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Er mjög hrædd við hunda.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira