Krefst þyngri refsingar yfir plastbarkalækninum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2022 12:40 Paolo Macchiarini á blaðamannafundi um meinta vel heppnaða barkaígræðslu árið 2010. AP/Lorenzo Galassi Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm. Macchiarini var ákærður fyrir stórfelldar líkamsmeiðingar á þremur sjúklingum sem hann græddi tilraunakenndan plastbarka í. Þeir létust allir. Karolinska-sjúkrahúsið rak Macchiarini fyrir brot á siðareglum lækna árið 2016. Hann hafði þá verið sakaður um að falsa ferilskrá sína og gefa rangar upplýsingar um störf sín og rannsóknir að baki plastbarkanum. Dómstóll í Solna sýknaði hann af tveimur liðum ákærunnar en sakfelldi hann fyrir þann þriðja 16. júní. Hlaut hann aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir. Saksóknarar kröfðust fimm ára fangelsisdóms yfir lækninum. Mikael Björk, aðalsaksóknarinn í málinu, sagði að aðgerðirnar sem Macchiarini gerði á fólkinu hafi öllum tilfellum stangast á við vísindin og góð vinnubrögð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Mér virðist ljóst að þetta hafi verið algerlega ólögmætar tilraunir á manneskjum og refsingin ætti aðvera langur fangelsisdómur í ljósi eðlis glæpsins og hversu refsiverður hann er,“ sagði Björk. Alls græddi Macchiarini plastbarka í tuttugu sjúklinga í nokkrum löndum, þar á meðal frá Íslandi. Íslenski læknirinn Tómas Guðbjartsson var á meðal höfunda að grein sem Macchiarini birti um aðferð sína. Opinber siðanefnd í Svíþjóð sem Karolinska fékk til að skoða málið komst að þeirri niðurstöðu að Tómas væri einn þeirra lækna sem bæru ábyrgð á vísindalegu misferli í tengslum við greinar um ígræðslur ítalska læknisins. Dómstóll á Ítalíu dæmdi Macchiarini í sextán mánaða fangelsi fyrir skjalafals og að misnota aðstöðu sína árið 2019. Plastbarkamálið Erlend sakamál Heilbrigðismál Svíþjóð Tengdar fréttir Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11 Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24 Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Macchiarini var ákærður fyrir stórfelldar líkamsmeiðingar á þremur sjúklingum sem hann græddi tilraunakenndan plastbarka í. Þeir létust allir. Karolinska-sjúkrahúsið rak Macchiarini fyrir brot á siðareglum lækna árið 2016. Hann hafði þá verið sakaður um að falsa ferilskrá sína og gefa rangar upplýsingar um störf sín og rannsóknir að baki plastbarkanum. Dómstóll í Solna sýknaði hann af tveimur liðum ákærunnar en sakfelldi hann fyrir þann þriðja 16. júní. Hlaut hann aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir. Saksóknarar kröfðust fimm ára fangelsisdóms yfir lækninum. Mikael Björk, aðalsaksóknarinn í málinu, sagði að aðgerðirnar sem Macchiarini gerði á fólkinu hafi öllum tilfellum stangast á við vísindin og góð vinnubrögð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Mér virðist ljóst að þetta hafi verið algerlega ólögmætar tilraunir á manneskjum og refsingin ætti aðvera langur fangelsisdómur í ljósi eðlis glæpsins og hversu refsiverður hann er,“ sagði Björk. Alls græddi Macchiarini plastbarka í tuttugu sjúklinga í nokkrum löndum, þar á meðal frá Íslandi. Íslenski læknirinn Tómas Guðbjartsson var á meðal höfunda að grein sem Macchiarini birti um aðferð sína. Opinber siðanefnd í Svíþjóð sem Karolinska fékk til að skoða málið komst að þeirri niðurstöðu að Tómas væri einn þeirra lækna sem bæru ábyrgð á vísindalegu misferli í tengslum við greinar um ígræðslur ítalska læknisins. Dómstóll á Ítalíu dæmdi Macchiarini í sextán mánaða fangelsi fyrir skjalafals og að misnota aðstöðu sína árið 2019.
Plastbarkamálið Erlend sakamál Heilbrigðismál Svíþjóð Tengdar fréttir Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11 Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24 Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11
Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24
Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30