Margrét Lára: Vildu ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2022 09:01 Sveindís Jane Jonsdottir fer framhjá varnarmanni Pólverja í leiknum. Sveindís skoraði frábært mark í leiknum sem markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var ánægð með. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Stelpurnar okkar fara inn á Evrópumótið í fótbolta með flottan sigur í farteskinu eftir 3-1 sigur á Póllandi í generalprufu sinni fyrir EM í Englandi. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, segir að það geti verið vandasamt að mæta í svona æfingarleik rétt fyrir mót. Leikurinn á móti Póllandi var eini æfingarleikur íslenska liðsins fyrir EM en liðið hafði samt spilað leiki bæði í vetur og vor. Í lokaundirbúningi liðsins var aftur á móti bara einn leikur. „Það vill enginn meiðast á þessum tímapunkti eða detta út og það getur verið svolítið vandasamt. Líka fyrir þjálfarateymið sem vill ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem er markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi. „Við viljum halda föstu leikatriðunum, sem er okkar helsta vopn, svolítið út af fyrir okkur. Löngu innköstin, hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar. Við erum virkilega sterkar þar og það er eitt af okkar vopnum,“ sagði Margrét Lára. „Ég myndi haldi að þau vilji halda því leyndu sem og svolítið uppspilinu okkar þar sem við ætlum að koma óvart á þessu Evrópumóti,“ sagði Margrét. En fékk Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, einhver svör við spurningum sem liggja á honum. „Já klárlega. Hann var að prófa Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) til dæmis út á kantinum. Hún hefur verið meira inn á miðjunni en hann er spila með gömlu miðjuna, Dagnýju (Brynjarsdóttur), Söru (Björk Gunnarsdóttur) og Gunnhildi (Yrsu Jónsdóttur). Þær þekkja það vel að spila saman og það var aðeins verið að stilla þá strengi,“ sagði Margrét. „Ég held að Steini hafi fengið mjög jákvæð svör út úr leiknum. Það sem mér finnst jákvætt varðandi sóknarleikinn er að Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) skorar. Hún er búin að vera í smávægilegum meiðslum fyrir mót. Mjög jákvætt að fremsti maður skorar mark og sömuleiðis skoraði Sveindís (Jane Jónsdóttir) gott mark þar sem hún fer fram á styrkleika sínum, tekur manninn á og neglir honum upp í þaknetið,“ sagði Margrét. „Það er því margt mjög jákvætt sem við tökum frá þessu. Svo er bara að stilla enn betur strengina saman og koma með góðu hugarfari og vel stemmdar inn í mótið sem er mikilvægt,“ sagði Margrét. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hommafóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira
Leikurinn á móti Póllandi var eini æfingarleikur íslenska liðsins fyrir EM en liðið hafði samt spilað leiki bæði í vetur og vor. Í lokaundirbúningi liðsins var aftur á móti bara einn leikur. „Það vill enginn meiðast á þessum tímapunkti eða detta út og það getur verið svolítið vandasamt. Líka fyrir þjálfarateymið sem vill ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem er markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi. „Við viljum halda föstu leikatriðunum, sem er okkar helsta vopn, svolítið út af fyrir okkur. Löngu innköstin, hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar. Við erum virkilega sterkar þar og það er eitt af okkar vopnum,“ sagði Margrét Lára. „Ég myndi haldi að þau vilji halda því leyndu sem og svolítið uppspilinu okkar þar sem við ætlum að koma óvart á þessu Evrópumóti,“ sagði Margrét. En fékk Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, einhver svör við spurningum sem liggja á honum. „Já klárlega. Hann var að prófa Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) til dæmis út á kantinum. Hún hefur verið meira inn á miðjunni en hann er spila með gömlu miðjuna, Dagnýju (Brynjarsdóttur), Söru (Björk Gunnarsdóttur) og Gunnhildi (Yrsu Jónsdóttur). Þær þekkja það vel að spila saman og það var aðeins verið að stilla þá strengi,“ sagði Margrét. „Ég held að Steini hafi fengið mjög jákvæð svör út úr leiknum. Það sem mér finnst jákvætt varðandi sóknarleikinn er að Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) skorar. Hún er búin að vera í smávægilegum meiðslum fyrir mót. Mjög jákvætt að fremsti maður skorar mark og sömuleiðis skoraði Sveindís (Jane Jónsdóttir) gott mark þar sem hún fer fram á styrkleika sínum, tekur manninn á og neglir honum upp í þaknetið,“ sagði Margrét. „Það er því margt mjög jákvætt sem við tökum frá þessu. Svo er bara að stilla enn betur strengina saman og koma með góðu hugarfari og vel stemmdar inn í mótið sem er mikilvægt,“ sagði Margrét.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hommafóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira