Milljónir syrgja einn þekktasta og besta Minecraft-spilara heims Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2022 12:50 Milljónir hafa horft á kveðjumyndskeiðið á YouTube og hundruð þúsunda skilið eftir kveðju. Gera má ráð fyrir að mörg börn séu á meðal þeirra sem taka dauða Technoblade nærri sér en Minecraft er spilaður af fólki á öllum aldri út um allan heim. Milljónir tölvuleikaaðdáenda út um allan heim syrgja nú einn þekktasta og besta Minecraft-leikmann heims. Alex, eða Technoblade eins og hann kallaði sig í netheimum, lést úr krabbameini í gær. Hann var aðeins 23 ára gamall. „Halló allir, Technoblade hér. Ef þú ert að horfa á þetta er ég dáinn. Þannig að við skulum setjast niður og spjalla í eitt síðasta skipti,“ sagði Alex í skilaboðum til aðdáenda sinna, sem pabbi hans las og birti á YouTube-rás spilarans í nótt. Fylgjendur Technoblade voru 11 milljónir á YouTube og 3,7 milljónir á Twitter en hann öðlaðist vinsældir þegar hann hóf að birta myndskeið á YouTube þar sem hann spilaði Minecraft. Technoblade, sem gabbaði aðdáendur sína og lét þá í langan tíma halda að hann héti Dave, var þekktur fyrir skopskyn sitt og almennilegheit. Þúsundir hafa minnst hans á Twitter og víðar og rifjað upp hvernig þeir kynntust Minecraft í gegnum hann og sagt af því sögur hvernig hann tók þá rækilega í gegn í leiknum. Í kveðju sinni, sem hann skrifaði í gær, þakkaði hann fylgjendum sínum fyrir að kaupa ýmsan varning merktum Technoblade. Ágóðinn myndi borga fyrir háskólagöngu systkina hans. „Ja, ef þau langar til. Ég vil ekki beita þau dáinn-bróðir-þrýstingi,“ sagði hann. „Þetta er allt frá mér. Takk fyrir að styðja efnið mitt í gegnum árin. Ef ég ætti 100 líf þá held ég að ég hefði valið að vera Technoblade í hverju einasta þeirra, þar sem þetta voru hamingjuríkustu ár líf míns.“ Technoblade sagði frá því í fyrra að hann hefði greinst með krabbamein. Í kveðjumyndskeiðinu sem faðir hans deildi á YouTube sést mynd af Alex þar sem hann ber augljós merki sjúkdómsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem margir aðdáendur hans berja hann augum en í netheimum var hann feitur og pattaralegur grís. new vid https://t.co/nL5QiqHPKH— Technoblade (@Technothepig) February 28, 2021 Samfélagsmiðlar Andlát Leikjavísir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
„Halló allir, Technoblade hér. Ef þú ert að horfa á þetta er ég dáinn. Þannig að við skulum setjast niður og spjalla í eitt síðasta skipti,“ sagði Alex í skilaboðum til aðdáenda sinna, sem pabbi hans las og birti á YouTube-rás spilarans í nótt. Fylgjendur Technoblade voru 11 milljónir á YouTube og 3,7 milljónir á Twitter en hann öðlaðist vinsældir þegar hann hóf að birta myndskeið á YouTube þar sem hann spilaði Minecraft. Technoblade, sem gabbaði aðdáendur sína og lét þá í langan tíma halda að hann héti Dave, var þekktur fyrir skopskyn sitt og almennilegheit. Þúsundir hafa minnst hans á Twitter og víðar og rifjað upp hvernig þeir kynntust Minecraft í gegnum hann og sagt af því sögur hvernig hann tók þá rækilega í gegn í leiknum. Í kveðju sinni, sem hann skrifaði í gær, þakkaði hann fylgjendum sínum fyrir að kaupa ýmsan varning merktum Technoblade. Ágóðinn myndi borga fyrir háskólagöngu systkina hans. „Ja, ef þau langar til. Ég vil ekki beita þau dáinn-bróðir-þrýstingi,“ sagði hann. „Þetta er allt frá mér. Takk fyrir að styðja efnið mitt í gegnum árin. Ef ég ætti 100 líf þá held ég að ég hefði valið að vera Technoblade í hverju einasta þeirra, þar sem þetta voru hamingjuríkustu ár líf míns.“ Technoblade sagði frá því í fyrra að hann hefði greinst með krabbamein. Í kveðjumyndskeiðinu sem faðir hans deildi á YouTube sést mynd af Alex þar sem hann ber augljós merki sjúkdómsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem margir aðdáendur hans berja hann augum en í netheimum var hann feitur og pattaralegur grís. new vid https://t.co/nL5QiqHPKH— Technoblade (@Technothepig) February 28, 2021
Samfélagsmiðlar Andlát Leikjavísir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira