Í dag komast Frakklandshjólreiðarnar loksins til Frakklands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 15:30 Það var mjög vel mætt í Danmörku þegar Frakklandshjólreiðarnar fóru þar í gegn. AP/Thibault Camus Tour de France, frægasta hjólreiðakeppni heims, er nú á fjórða degi en fram til þessa hafa Frakklandshjólreiðarnar þó ekki verið hjólaðar í Frakklandi þrátt fyrir að þrír dagar séu að baki. Frakklandshjólreiðar ársins hófust nefnilega í Kaupmannahöfn í ár en fyrstu þrír keppnisdagarnir fóru fram í Danmörku. Danir eru miklu hjólreiðaáhugamenn og fengu því að halda fyrstu þrjár dagleiðirnar í keppni ársins. Það var mikil stemmning eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Þetta er í fyrsta sinn sem Frakklandshjólreiðarnar byrja í Danmörku og þær hafa líka byrjað jafn norðarlega. Keppendur þurftu nú ekki samt að kvarta mikið yfir veðrinu í Danmörku sem var frábært. 23 sinnum áður hafa Frakklandshjólreiðarnar byrjað utan Frakklands en Danmörk er tíunda þjóðin sem fær þann heiður að hýsa fyrstu dagleiðirnar. Danir áttu að fá að gera þetta í fyrra en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta daginn voru hjólaðir þrettán kílómetrar í Kaupmannahöfn, þá 202,5 kílómetrar frá Hróarskeldu til Nyborg á Fjóni og á þeim síðasta hjóluðu kapparnir 182 kílómetra frá Vejle í Jótlandi til Sønderborg við landamærin við Þýskaland. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá danska hlutanum og meðal annars þegar hjólað var yfir Stórabeltisbrúna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Eftir þessa þrjá fyrstu keppnisdaga var Belginn Wout van Aert með forystuna en landi hans Yves Lampaert vann fyrstu dagleiðina en Hollendingarnir Fabio Jakobsen og Dylan Groenewegen næstu tvær. Eftir einn hvíldardag á meðan liðin og hjólreiðakapparnir fluttu sig yfir til Frakklands þá hefst keppnin með fjórðu dagleið. Nú verður hjólað frá Dunkirk til Calais nyrst í Frakklandi og telur 171,5 kílómetra. Eftir flatlendið í Danmörku verður mun meira um hæðir á þessari leið. Alls verður 21 keppnisdagur í Frakklandshjólreiðunum en þeim líkur ekki fyrr en 24. júlí næstkomandi. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Frakkland Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Frakklandshjólreiðar ársins hófust nefnilega í Kaupmannahöfn í ár en fyrstu þrír keppnisdagarnir fóru fram í Danmörku. Danir eru miklu hjólreiðaáhugamenn og fengu því að halda fyrstu þrjár dagleiðirnar í keppni ársins. Það var mikil stemmning eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Þetta er í fyrsta sinn sem Frakklandshjólreiðarnar byrja í Danmörku og þær hafa líka byrjað jafn norðarlega. Keppendur þurftu nú ekki samt að kvarta mikið yfir veðrinu í Danmörku sem var frábært. 23 sinnum áður hafa Frakklandshjólreiðarnar byrjað utan Frakklands en Danmörk er tíunda þjóðin sem fær þann heiður að hýsa fyrstu dagleiðirnar. Danir áttu að fá að gera þetta í fyrra en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta daginn voru hjólaðir þrettán kílómetrar í Kaupmannahöfn, þá 202,5 kílómetrar frá Hróarskeldu til Nyborg á Fjóni og á þeim síðasta hjóluðu kapparnir 182 kílómetra frá Vejle í Jótlandi til Sønderborg við landamærin við Þýskaland. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá danska hlutanum og meðal annars þegar hjólað var yfir Stórabeltisbrúna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Eftir þessa þrjá fyrstu keppnisdaga var Belginn Wout van Aert með forystuna en landi hans Yves Lampaert vann fyrstu dagleiðina en Hollendingarnir Fabio Jakobsen og Dylan Groenewegen næstu tvær. Eftir einn hvíldardag á meðan liðin og hjólreiðakapparnir fluttu sig yfir til Frakklands þá hefst keppnin með fjórðu dagleið. Nú verður hjólað frá Dunkirk til Calais nyrst í Frakklandi og telur 171,5 kílómetra. Eftir flatlendið í Danmörku verður mun meira um hæðir á þessari leið. Alls verður 21 keppnisdagur í Frakklandshjólreiðunum en þeim líkur ekki fyrr en 24. júlí næstkomandi.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Frakkland Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira