Jasmín Erla segir að Milos Milojevic, þjálfari Malmö, hafi kennt henni og fleirum að sussa þegar hann kenndi henni íþróttir í Rimaskóla.
Miðvallarleikmaður Stjörnunnar vandar svo moldóvska dómaranum ekki kveðju sína í tístinu sem sjá má hér að neðan.
Milos kenndi okkur að sussa í Rimaskóla og það skilaði honum sigri í dag. Sýnir hversu mikilvægt það er að setja sér langtímamarkmið og auðvitað það að fá trúðinn sem var að gigga í barnaafmælinu sem þú varst í seinustu helgi til að dæma.
— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) July 5, 2022