Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2022 15:22 Vegna manneklu á flugvöllum hafa myndast langar biðraðir víða um heim. AP/Frank Augstein Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. Það hefur reynst flugfélögum erfitt að manna stöður til að anna gríðarlegri eftirspurn nú yfir háönn sumarsins. Viðsnúningurinn í fluginu var afar skarpur eftir að takmarkanir kórónuveirufaraldursins voru aflagðar. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af tíðum breytingum á flugáætlunum, kílómetralöngum biðröðum og heilu stöflunum af farangri. Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta ástand gæti jafnvel varað fram á haust. „Maður sér það á yfirlýsingu til dæmis forstjóra Lufthansa félagsins sem er stærsta flugfélagasamsteypa í Evrópu. Hann gerir ekkert ráð fyrir að þetta skáni nokkuð fyrr en að líður á haustið þegar færri verða á ferðinni. Þá má búast við því að flugfarþegar verði áfram að sætta sig við breytingar á flugáætlunum og töfum.“ Í bréfi sem Carsten Sphor, forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa, ritaði til starfsfólks sagði hann að félagið væri nú í óða önn að ráða inn starfsfólk en að sú viðleitni myndi ekki bera árangur fyrr en í haust. Ofan á manneklu hafa bæst verkföll og þá hefur orðið röskun á aðfangakeðju. „Nýjar flugvélar sem áttu að bætast við flugflotana í byrjun sumarvertíðar eru bara ennþá í verksmiðjum Airbus og Boeing og flugfélögin geta þar af leiðandi ekki nýtt þær og þurfa að gera breytingar á áætlunum.“ Kristján segir ráðlegt að forðast tengiflug og halda sig við handfarangur. „Það hefur verið töluvert um að farangur tínist. Gott er að ferðast bara með handfarangur og helst að fljúga bara beint og reyna að gera ferðalögin eins einföld og hægt er, “ segir Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista í Bítinu. Fréttir af flugi Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44 Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Það hefur reynst flugfélögum erfitt að manna stöður til að anna gríðarlegri eftirspurn nú yfir háönn sumarsins. Viðsnúningurinn í fluginu var afar skarpur eftir að takmarkanir kórónuveirufaraldursins voru aflagðar. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af tíðum breytingum á flugáætlunum, kílómetralöngum biðröðum og heilu stöflunum af farangri. Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta ástand gæti jafnvel varað fram á haust. „Maður sér það á yfirlýsingu til dæmis forstjóra Lufthansa félagsins sem er stærsta flugfélagasamsteypa í Evrópu. Hann gerir ekkert ráð fyrir að þetta skáni nokkuð fyrr en að líður á haustið þegar færri verða á ferðinni. Þá má búast við því að flugfarþegar verði áfram að sætta sig við breytingar á flugáætlunum og töfum.“ Í bréfi sem Carsten Sphor, forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa, ritaði til starfsfólks sagði hann að félagið væri nú í óða önn að ráða inn starfsfólk en að sú viðleitni myndi ekki bera árangur fyrr en í haust. Ofan á manneklu hafa bæst verkföll og þá hefur orðið röskun á aðfangakeðju. „Nýjar flugvélar sem áttu að bætast við flugflotana í byrjun sumarvertíðar eru bara ennþá í verksmiðjum Airbus og Boeing og flugfélögin geta þar af leiðandi ekki nýtt þær og þurfa að gera breytingar á áætlunum.“ Kristján segir ráðlegt að forðast tengiflug og halda sig við handfarangur. „Það hefur verið töluvert um að farangur tínist. Gott er að ferðast bara með handfarangur og helst að fljúga bara beint og reyna að gera ferðalögin eins einföld og hægt er, “ segir Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista í Bítinu.
Fréttir af flugi Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44 Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54
SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44
Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33